Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 4
4 16. september 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 19° 16° 15° 17° 15° 15° 15° 25° 17° 28° 24° 31° 13° 18° 19° 15° Á MORGUN 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Hægur vindur. 6 6 6 6 5 7 12 13 8 10 3 8 6 7 5 5 4 8 13 7 4 7 6 3 4 10 7 4 4 6 5 9 KÓLNANDI Það fer heldur kólnandi á landinu eink- um norðaustantil næstu daga en þó er ekki að sjá að það fari undir frost- mark í byggð. Hita- tölur ættu áfram að ná tveimur stöfum yfi r hádaginn syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif telja sérfræðingar efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins að dómur Hæstaréttar í gengislánamál- inu hafi? Sterk sanngirnisrök eru fyrir því að kostnaður almennings vegna gengistryggðra lána sem kunna að verða dæmd ólögmæt í Hæstarétti verði ekki óhóflegur, og að almenn- ingur fái meiri vernd og önnur úrræði en fyrirtæki, að því er fram kemur í samantekt um gengislánin í efnahags- og viðskiptaráðuneyt- inu. Óvíst er hvort hluti þeirra geng- istryggðu lána sem almenningur tók á undanförnum árum muni telj- ast löglegur þótt Hæstiréttur kom- ist að þeirri niðurstöðu að önnur séu ólögleg, samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins. Þar segir enn frem- ur að stöðugleiki fjármálakerfisins velti á því að farsæl og sanngjörn lausn fáist í málinu. Í dæmum sem starfsmenn ráðu- neytisins hafa reiknað út er ann- ars vegar gert ráð fyrir því að hluti lántakenda sitji uppi með gengis- lán en aðrir ekki, og hins vegar að báðir greiði óverðtryggða vexti Seðlabankans, óháð skilmálum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kemur fram í samantekt ráðuneytisins að heildarupphæð erlendra lána nemi samtals um 1.000 milljörðum króna. Stærstur hluti lánanna, um 840 milljarðar, var tekinn af fyrirtækjum, en lán einstaklinga standa nú í ríflega 141 milljarði króna. Af því eru um 80 milljarðar vegna húsnæðislána en 61 milljarður vegna bílalána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu 23. júlí síðastliðinn að skuld manns vegna gengistryggðs bílaláns hjá Lýsingu hafi verið ólögmæt og það skuli gera upp eins og ef það hefði verið tekið með óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Málinu var skotið til Hæsta- réttar. Lögmenn sem Fréttablað- ið ræddi við í gær telja líklegt að dómur falli í málinu í Hæstarétti í dag, eða í síðasta lagi næstkomandi fimmtudag. Niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, getur leitt til þess að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá fjármálafyrirtækjum og eigendum þeirra til ákveðins hóps lántakenda. Eigendur íslensku fjár- málafyrirtækjanna eru eins og kunnugt er bæði íslenska ríkið og erlendir kröfuhafar. Í samantekt ráðuneytisins kemur samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fram að gengistryggð lán almennings sem tekin voru til 25 ára geti lækkað um allt að 47 pró- sent. Dóminum muni líklega fylgja umtalsvert betri vaxtakjör en fólki sem tók lán í íslenskum krónum hafi boðist. Nefnd um fjármálastöðugleika hefur áætlað að ríkissjóður gæti þurft að leggja allt að 160 milljarða króna til viðskiptabankanna komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að samningsvextir skuli gilda. Verði miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans geti upphæðin lækk- að í 21 milljarð. brjann@frettabladid.is Vilja að almenningur fái meiri vernd en fyrirtæki Stöðugleiki fjármálakerfisins veltur á því að sanngjörn niðurstaða fáist úr gengislánamálinu samkvæmt samantekt efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Líklegt er talið að niðurstaða komi frá Hæstarétti í dag. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Mann- inum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudags- ins 6. júní síðastliðins gerst brotlegur við vopnalög með því að bera kjöthamar og kökukefli sem vopn á almannafæri. Þá er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórn- inni, með því að hafa stuttu síðar, eftir handtöku, í lögreglubifreið á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar- bæjar, ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf, lífláti. Enn fremur er maðurinn ákærður fyrir að hafa síðar um nóttina, á lögreglustöðinni Hafnarstræti 1, Ísafjarðarbæ, hótað sömu lögreglumönnum, sem voru við skyldustörf, lífláti. Maðurinn játaði sök við þingfestingu málsins fyrr í vikunni. Það var dómtekið og verður dómur kveð- inn upp innan fjögurra vikna frá þingfestingu. - jss ÍSAFJÖRÐUR Verið var að flytja manninn í lögreglubíl á lög- reglustöðina á Ísafirði þegar hann hótaði lögreglumönnum lífláti. Hótaði í tvígang tveimur lögreglumönnum lífláti: Með kjöthamar og kökukefli FYRIR DÓM Fjölmenni var í dómsal Hæstaréttar þegar málið var flutt þar hinn 6. september síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vilja sanngirni milli lántakenda Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur látið vinna tvö dæmi um möguleg áhrif dóms Hæstaréttar á gengistryggð lán. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er annars vegar um að ræða dæmi um gengistryggt húsnæðislán en hins vegar gengistryggt bílalán. HÚSNÆÐISLÁN Forsendurnar í dæmi ráðuneytisins um húsnæðislán eru að tvær manneskjur hafi tekið 20 milljóna króna geng- istryggt lán um mitt ár 2005, hvor hjá sínum bankanum. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að annað lánið sé ólögmætt en hitt ekki, sökum þess að mismunandi skilmálar gildi um lánin, og samningsvextir eigi að gilda, er staðan á lánunum þannig: ■ Ólögmæta lánið stendur í 17,2 milljónum króna. ■ Lögmæta lánið stendur í 37,9 milljónum króna. Gildi hins vegar lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabankans um bæði lánin stæðu þau í sömu krónutölu, ríflega 19,3 milljónum króna. BÍLALÁN Forsendurnar í dæmi ráðuneytisins um bílalán eru að tvær manneskjur hafi tekið 4 milljóna króna lán í byrjun árs 2006 hvor hjá sinni lánastofnuninni. Verði það nið- urstaða Hæstaréttar að annað lánið sé ólögmætt en hitt ekki, og samningsvextir skuli gilda, standa lánin þannig í dag: ■ Ólögmæta lánið stendur í 1,2 milljónum króna. ■ Lögmæta lánið stendur í 2,7 milljónum króna. Gildi hins vegar lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabankans um lánin stæðu þau í ríflega 1,4 milljónum króna. DÓMSMÁL Ritstjóri, blaðamaður og útgáfufélag DV, auk hjóna sem voru viðmæl- endur í frétt blaðsins, hafa verið sýknuð af kröfu Vigg- ós Sigurðsson- ar, fyrrverandi landsliðsþjálf- ara í handbolta. Viggó krafðist þess að ýmis ummæli sem hjónin létu falla um hann í blað- inu yrðu dæmd ómerk og að þau, auk fulltrúa blaðsins, greiddu honum 15 milljónir í skaðabætur. Fram kom í DV að hjónin hefðu kært Viggó fyrir að stela gámi af lóð þeirra. Þá hefðu þau keypt einingahús af fyrirtæki Viggós en samkomulag þar um ekki stað- ist. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli þar um gangi ekki of langt og því beri að sýkna alla stefndu. - sh Sýkna í meiðyrðamáli: DV sýknað af kröfu Viggós VIGGÓ SIGURÐSSON LONDON, AP Bresk stjórnvöld und- irbúa nú stórfelldan niðurskurð í útgjöldum til hernaðarmála. Sérfræðingar telja að fækk- að verði í her landsins um allt að 30.000 hermenn, en þeir eru nú 175.000. Ýmis kostnaðarsöm áform um kaup hergagna verði lögð á hilluna til að spara gríðar- legar fjárhæðir. Meðal þess sem nú er til endurskoðunar eru hug- myndir um að endurnýja kjarn- orkukafbáta fyrir 3.600 milljarða króna og kaupa ný flugmóðurskip fyrir 1.000 milljarða. - pg Stórfelldur sparnaður: Bretar skera herinn niður DÓMSMÁL Lára V. Júlíusdóttir, settur saksóknari í máli nímenn- inganna sem réðust á Alþingi, er ekki vanhæf til þess að sækja málið af hálfu ákæruvaldsins, samkvæmt úrskurði dómara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmað- ur fjögurra þeirra sem ákærðir eru í málinu, krafðist frávísunar á málinu vegna þess að Lára væri vanhæf til að sækja málið. Rök hans voru þau að Lára gegndi trúnaðarstarfi fyrir Alþingi sem kjörinn fulltrúi í bankaráði Seðla- bankans. - jss Fyrirtaka hjá nímenningum: Saksóknari er ekki vanhæfur AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 15.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3937 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,71 117,27 181,04 181,92 151,21 152,05 20,303 20,421 19,149 19,261 16,419 16,515 1,3673 1,3753 177,20 178,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 890kr. BÁTUR, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA BÁTUR MÁNAÐARINS O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i PI PA R\ TB W A S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.