Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 12
12 16. september 2010 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
„Verstu kaupin sem ég hef gert er tvímælalaust Ford Escort
sem ég keypti þegar ég var 17 ára. Það var alveg hræði-
legt,“ segir Bragi Þór Hinriksson kvikmyndagerðarmaður
sem frumsýndi á dögunum nýjustu mynd sína, Algjör
Sveppi og dularfulla hótelherbergið.
„Það átti að vera góður prís og bíllinn var flottur, en svo
sprakk þetta upp í andlitið á mér. Það voru einhverjir duld-
ir gallar og svoleiðis, en þetta er eitthvað sem maður lærir
af. Eins konar lífslexía sem maður fór í gegnum þar.“
Bragi segir að bestu kaupin hafi hins vegar verið forláta
plasmasjónvarp sem hann festi kaup á
á rýmingarsölu þegar verslunin Japis
lagði upp laupana á sínum tíma.
„Það var alveg frábært því að plasma
var þá eitthvað sem maður gat ekki
vonast eftir því að það var svo dýrt.
Þetta var nýtt og framandi á þeim
tíma og mér fannst það alveg
geðveikt að landa skjá sem átti að
kosta milljón fyrir 200 þúsund
kall.“
Bragi segist hafa verið í heilt ár
að borga upp skjáinn góða, en
hann sé enn til og kaupin hafi
því verið vel þess virði.
NEYTANDINN: Bragi Þór Hinriksson
Sér eftir bílkaupum
Umhverfisstofnun hefur gefið
leyfi til urðunar á rúmlega 185
þúsund fuglum síðan í apríl í
kjölfar salmonellusýkingar.
Innkalla þurfti töluvert magn úr
verslunum. Allt að 10 prósenta
hækkun á verðlagi er ýmist byrj-
uð eða mun koma inn í verslanir í
næstu viku.
Reykjagarður, framleiðandi Holta-
kjúklings, urðaði um 100 þúsund
kjúklinga í kjölfar salmonellusýkingar
sem kom upp síðasta vor. Hver kjúkl-
ingur er að meðaltali um eitt og hálft
kíló og skipti tjónið tugum milljóna.
Síðustu tíu sláturhóparnir hafa reynst
ósýktir og segist Matthías Hannes
Guðmundsson framkvæmdastjóri von-
ast til að sýkingin sé þar með alfarið
úr sögunni. Sýkingin hafi upphaflega
komið inn í húsin með fóðri árið 2008.
„Það eru mjög harðar reglur varð-
andi þetta út frá hagsmunum neyt-
enda,“ segir Matthías. „Ef hús smit-
ast tekur Matvælastofnun það yfir og
gerir kröfur um að urða þann kjúkling
sem þar er.“
Kjúklingaframleiðandinn Matfugl
þurfti að innkalla kjúkling úr versl-
unum og urða um 60 tonn í kjöl-
far sýkinganna í sumar. Sveinn
Jónsson framkvæmdastjóri
tekur undir orð Matthíasar
um að sýkingin hafi borist
með fóðri inn í húsin.
„Það sem kom í ljós er að
stofninn greindist hjá fóðurfyr-
irtækjum en þeir hafa ekki við-
urkennt að svo hafi verið,“ segir hann.
Ágætlega hefur gengið að útrýma sýk-
ingunni hjá Matfugli en Sveinn segir
tjónið hafa skipt tugum milljóna fyrir
fyrirtækið.
Ísfugl er eini framleiðandinn sem
ekki þurfti að urða kjúkling í kjölfar
faraldursins í sumar.
„Það var ekki mikið tjón að öðru
leyti en því að við þurftum að inn-
kalla þær vörur sem við vorum búin
að senda út, sem voru um 300 til 400
kíló,“ segir Helga Lára Hólm, fram-
kvæmdastjóri Ísfugls. „Það sem við
áttum eftir var fryst og sett í geymsl-
ur. Þá hafa fyrirtækin leyfi til þess
að steikja vörurnar og sjóða, þar sem
salmonella drepst við 74 gráðu kjarn-
hita.“
Ísfugl hækkar verð á kjúklingi um
allt að tíu prósent á mánudaginn næst-
komandi. Reykjagarður hækkaði verð
í síðustu viku og Matfugl í ágúst, bæði
um 8 prósent. Eru ástæður hækkana
stighækkandi verð fóðurs á markaðn-
um. sunna@frettabladid.is
250 tonn af kjúklingi urðuð
vegna salmonellusýkingar
KJÚKLINGABÚ REYKJAGARÐS Nauðsynlegt var að urða um 100 þúsund fugla í kjölfar salmonellusýk-
ingar í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR
19
98
20
01
20
04
20
07
20
10
4.441 kr.
12000
10000
8000
6000
4000
2000
4.633 kr.
10.822 kr.
2.042 kr.
6.276 kr.
Olía til húshitunar Kr./100 lítra
Heimild: Hagstofa Íslands.
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
RAUÐI HERINN Í EVRÓPU!
Í KVÖLD KL 19:00
Mörg af sterkustu liðum álfunnar mætast í Evrópudeildinni í vetur. Stjörnurnar frá Bítlaborginni ætla sér stóra hluti í þessari sterku deild.
Næsti bardagi þeirra er gegn öðru sögufrægu stórveldi - Steaua frá Búkarest. Misstu ekki af þessum stórleik í Evrópudeildinni!
LIVERPOOL – STEAUA BUCHAREST
LÉTTÖL
ÞAÐ
ER
AUÐ
VEL
T
AÐ K
AUP
A ÁS
KRIF
T Á
STO
D2.I
S