Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 30
 16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Skeifan 11b 108 Reykjavík Sími 581 4914 framvegis@framvegis.is www.framvegis.is Hvað er í boði? Sérsniðin námskeið fyrir sjúkraliða Sérsniðin námskeið fyrir félagsliða Sérsniðin námskeið fyrir tanntækna Lengri námsleiðir: Námskrár Starfsmenntar og FA Fræðsla á ferð - á vinnustaðinn Námskeið fyrir atvinnuleitendur Símenntunarmiðstöðin Fram- vegis leggur metnað í að bjóða upp á vandað nám fyrir ýmsar starfsstéttir. Námskeið fyrir atvinnuleitendur eru vaxandi þáttur í starfseminni. Framvegis, miðstöð um símennt- un er sjálfstætt fræðslufyrirtæki í eigu BSRB og Tölvuskólans Isoft- þekking, sem leggur höfuðáherslu á símenntun stétta í heilbrigðis- og félagsþjónustu, ásamt því að þjón- usta aðrar starfsstéttir. Að sögn Sólveigar Lilju Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Framvegis, er markmiðið að bjóða metnaðarfullt, þægilegt og sveigjanlegt nám fyrir fullorðið fólk sem hefur ýmsum öðrum skyldum að gegna í lífinu. „Tilgangurinn er að skapa þægi- legar aðstæður þar sem áhersla er lögð á virkni og þátttöku nemenda í náminu, til dæmis með hvers kyns hópavinnu, samtölum við kennara og fleira,“ segir hún og getur þess að nýverið hafi verið ákveðið að prófa fjarkennslu í einu námskeið- anna til að koma til móts við þarfir þeirra sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að mæta í tíma. „Með þessu móti geta nemend- ur setið heima, fylgst með kennsl- unni í gegnum tölvu og tekið virk- an þátt í námskeiðinu án þess að vera á staðnum,“ útskýrir Sólveig og segir þátttakendur fá senda krækju í tölvupósti sem veiti þeim fulla þátttöku að námskeiðinu þar sem þeir geti fylgst með kennsl- unni. „Menn þurfa líka hljóðkort til að heyra það sem fram fer og geta látið í sér heyra og þeir sem vilja geta verið með myndavél tengda við heimatölvuna til að vera sýnilegir, þótt það sé alls ekki skil- yrði.“ Sólveig segir fjarkennsluna dæmi um hvernig reynt er að auð- velda nemendum að stunda nám í Framvegis, enda hafi hún mælst vel fyrir meðal þátttakenda. „Við erum að prófa þetta nýja fyrir- komulag hjá sjúkraliðum sem eru mjög áhugasamir um símenntun og taka vel á móti nýjungum sem þessum.“ Ýmis spennandi nám- skeið verða í boði hjá Framvegis í haust og vetur að sögn Sólveig- ar. „Þar má nefna námskeið fyrir félagsmenn BSRB, sjúkraliða, fé- lagsliða, tanntækna og svo nám- skeið fyrir atvinnuleitendur, sem er vaxandi þáttur í okkar starfs- semi.“ Í því samhengi nefnir hún til sögunnar námskeið í tölvu- færni, sjálfsstyrkingu og starfs- nám stuðningsfulltrúa. „Svo er Toppurinn skemmti- legt námskeið þar sem lagt er upp úr líkamlegri og andlegri eflingu með boot-camp, jóga, fjallgöngum og þjálfun í persónulegri færni,“ segir hún og tekur fram að nám- skeiðin séu skipulögð í samráði við fagráð Framvegis og leiðbeinend- ur séu helstu sérfræðingar á sínu sviði í atvinnulífinu. „Við leggj- um metnað okkar í að bjóða upp á vandað nám.“ Sólveig heldur áfram. „Nú þegar fylkingar stéttarfélaganna samein- ast um að bjóða starfsmenntun sér- staklega fyrir þá sem hafa stutta formlega menntun bindum við hjá Framvegis vonir við að geta boðið atvinnuleitendum og öðrum tæki- færi til náms og starfsþjálfun- ar sem raunverulega nýtist þeim þegar snúið er aftur inn á vinnu- markaðinn.“ Hún nefnir loks að hjá Framveg- is hafi verið að opna ný og aðgengi- lega heimasíða þar allar upplýsing- ar um námsframboð er að finna. Vandað og þægilegt nám „Tilgangurinn er að skapa þægilegar aðstæður þar sem áhersla er lögð á virkni og þátttöku nemenda í náminu,“ segir Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Framvegis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta eru allt saman ótrúlega fjöl- breytt og góð og skemmtileg nám- skeið, ég er sífellt að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem mér finst ég þurfa að bæta við,“ segir Þór- unn Ólafsdóttir sjúkraliði sem hefur lokið nokkrum námskeiðum hjá Framvegis og er hæstánægð með námið. Námskeiðin sem Þórunn hefur tekið tengjast velflest starfi henn- ar sem sjúkraliða og hafa komið henni að góðu gagni. „Ég hef meðal annars tekið námskeið í sárum og sárameðferð, smitsjúkdómum og sýkingavörnum og svo einnig í sjúkraflutningum sem er reyndar mjög gott dæmi um hversu ófeim- ið starfsfólk Framvegis er við að sækja sér fróðleik til fagmanna í öðrum starfsstéttum,“ bendir hún á. „Víða er komið við í náminu sem gerir það mjög skemmtilegt.“ Þórunn segir sjúkraliða al- mennt vera duglega við að sækja sér framhaldsmenntun. „Sú krafa er gerð í kjarasamningum til sjúkraliða að sækja sér reglulega sí- eða endurmenntun til að við- halda menntun sinni,“ útskýrir hún og getur þess að við það hækki þeir jafnframt um nokkur launa- þrep. „Til að svo verði þurfa þeir að ljúka einhverjum 200 stund- um en þar sem sjúkraliðar eru al- mennt fróðleiksfús starfsstétt ná margir sér í mun fleiri einingar þótt það skili þeim engu aukalega í vasann.“ Sjálf er Þórunn komin langt yfir einingafjöldann og hefur í hyggju að viða að sér enn frekari fróð- leik á næstunni. „Á döfinni er að klára tíu eininga trúnaðarmanna- námskeið hjá Félagsskóla alþýð- unnar,“ segir hún og tekur fram að Félag sjúkraliða með Birnu Ól- afsdóttur í fararbroddi sé duglegt við að hvetja trúnaðarmenn og fé- lagsmenn almennt til að bæta við sig námi. „Nú svo tek ég örugg- lega eitthvað hjá Framvegis þar sem alltaf er eitthvert spennandi nám í boði, en þeir sjúkraliðar sem ég veit að þar hafa lokið námi eru á einu máli um hversu vandað það er í alla staði,“ segir hún, full til- hlökkunar. Hefur nýst mér vel í starfi Þórunn Ólafsdóttir sjúkraliði lætur vel af starfi Framvegis og þeim námskeiðum sem þar eru í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.