Fréttablaðið - 16.09.2010, Page 30

Fréttablaðið - 16.09.2010, Page 30
 16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Skeifan 11b 108 Reykjavík Sími 581 4914 framvegis@framvegis.is www.framvegis.is Hvað er í boði? Sérsniðin námskeið fyrir sjúkraliða Sérsniðin námskeið fyrir félagsliða Sérsniðin námskeið fyrir tanntækna Lengri námsleiðir: Námskrár Starfsmenntar og FA Fræðsla á ferð - á vinnustaðinn Námskeið fyrir atvinnuleitendur Símenntunarmiðstöðin Fram- vegis leggur metnað í að bjóða upp á vandað nám fyrir ýmsar starfsstéttir. Námskeið fyrir atvinnuleitendur eru vaxandi þáttur í starfseminni. Framvegis, miðstöð um símennt- un er sjálfstætt fræðslufyrirtæki í eigu BSRB og Tölvuskólans Isoft- þekking, sem leggur höfuðáherslu á símenntun stétta í heilbrigðis- og félagsþjónustu, ásamt því að þjón- usta aðrar starfsstéttir. Að sögn Sólveigar Lilju Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Framvegis, er markmiðið að bjóða metnaðarfullt, þægilegt og sveigjanlegt nám fyrir fullorðið fólk sem hefur ýmsum öðrum skyldum að gegna í lífinu. „Tilgangurinn er að skapa þægi- legar aðstæður þar sem áhersla er lögð á virkni og þátttöku nemenda í náminu, til dæmis með hvers kyns hópavinnu, samtölum við kennara og fleira,“ segir hún og getur þess að nýverið hafi verið ákveðið að prófa fjarkennslu í einu námskeið- anna til að koma til móts við þarfir þeirra sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að mæta í tíma. „Með þessu móti geta nemend- ur setið heima, fylgst með kennsl- unni í gegnum tölvu og tekið virk- an þátt í námskeiðinu án þess að vera á staðnum,“ útskýrir Sólveig og segir þátttakendur fá senda krækju í tölvupósti sem veiti þeim fulla þátttöku að námskeiðinu þar sem þeir geti fylgst með kennsl- unni. „Menn þurfa líka hljóðkort til að heyra það sem fram fer og geta látið í sér heyra og þeir sem vilja geta verið með myndavél tengda við heimatölvuna til að vera sýnilegir, þótt það sé alls ekki skil- yrði.“ Sólveig segir fjarkennsluna dæmi um hvernig reynt er að auð- velda nemendum að stunda nám í Framvegis, enda hafi hún mælst vel fyrir meðal þátttakenda. „Við erum að prófa þetta nýja fyrir- komulag hjá sjúkraliðum sem eru mjög áhugasamir um símenntun og taka vel á móti nýjungum sem þessum.“ Ýmis spennandi nám- skeið verða í boði hjá Framvegis í haust og vetur að sögn Sólveig- ar. „Þar má nefna námskeið fyrir félagsmenn BSRB, sjúkraliða, fé- lagsliða, tanntækna og svo nám- skeið fyrir atvinnuleitendur, sem er vaxandi þáttur í okkar starfs- semi.“ Í því samhengi nefnir hún til sögunnar námskeið í tölvu- færni, sjálfsstyrkingu og starfs- nám stuðningsfulltrúa. „Svo er Toppurinn skemmti- legt námskeið þar sem lagt er upp úr líkamlegri og andlegri eflingu með boot-camp, jóga, fjallgöngum og þjálfun í persónulegri færni,“ segir hún og tekur fram að nám- skeiðin séu skipulögð í samráði við fagráð Framvegis og leiðbeinend- ur séu helstu sérfræðingar á sínu sviði í atvinnulífinu. „Við leggj- um metnað okkar í að bjóða upp á vandað nám.“ Sólveig heldur áfram. „Nú þegar fylkingar stéttarfélaganna samein- ast um að bjóða starfsmenntun sér- staklega fyrir þá sem hafa stutta formlega menntun bindum við hjá Framvegis vonir við að geta boðið atvinnuleitendum og öðrum tæki- færi til náms og starfsþjálfun- ar sem raunverulega nýtist þeim þegar snúið er aftur inn á vinnu- markaðinn.“ Hún nefnir loks að hjá Framveg- is hafi verið að opna ný og aðgengi- lega heimasíða þar allar upplýsing- ar um námsframboð er að finna. Vandað og þægilegt nám „Tilgangurinn er að skapa þægilegar aðstæður þar sem áhersla er lögð á virkni og þátttöku nemenda í náminu,“ segir Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Framvegis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta eru allt saman ótrúlega fjöl- breytt og góð og skemmtileg nám- skeið, ég er sífellt að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem mér finst ég þurfa að bæta við,“ segir Þór- unn Ólafsdóttir sjúkraliði sem hefur lokið nokkrum námskeiðum hjá Framvegis og er hæstánægð með námið. Námskeiðin sem Þórunn hefur tekið tengjast velflest starfi henn- ar sem sjúkraliða og hafa komið henni að góðu gagni. „Ég hef meðal annars tekið námskeið í sárum og sárameðferð, smitsjúkdómum og sýkingavörnum og svo einnig í sjúkraflutningum sem er reyndar mjög gott dæmi um hversu ófeim- ið starfsfólk Framvegis er við að sækja sér fróðleik til fagmanna í öðrum starfsstéttum,“ bendir hún á. „Víða er komið við í náminu sem gerir það mjög skemmtilegt.“ Þórunn segir sjúkraliða al- mennt vera duglega við að sækja sér framhaldsmenntun. „Sú krafa er gerð í kjarasamningum til sjúkraliða að sækja sér reglulega sí- eða endurmenntun til að við- halda menntun sinni,“ útskýrir hún og getur þess að við það hækki þeir jafnframt um nokkur launa- þrep. „Til að svo verði þurfa þeir að ljúka einhverjum 200 stund- um en þar sem sjúkraliðar eru al- mennt fróðleiksfús starfsstétt ná margir sér í mun fleiri einingar þótt það skili þeim engu aukalega í vasann.“ Sjálf er Þórunn komin langt yfir einingafjöldann og hefur í hyggju að viða að sér enn frekari fróð- leik á næstunni. „Á döfinni er að klára tíu eininga trúnaðarmanna- námskeið hjá Félagsskóla alþýð- unnar,“ segir hún og tekur fram að Félag sjúkraliða með Birnu Ól- afsdóttur í fararbroddi sé duglegt við að hvetja trúnaðarmenn og fé- lagsmenn almennt til að bæta við sig námi. „Nú svo tek ég örugg- lega eitthvað hjá Framvegis þar sem alltaf er eitthvert spennandi nám í boði, en þeir sjúkraliðar sem ég veit að þar hafa lokið námi eru á einu máli um hversu vandað það er í alla staði,“ segir hún, full til- hlökkunar. Hefur nýst mér vel í starfi Þórunn Ólafsdóttir sjúkraliði lætur vel af starfi Framvegis og þeim námskeiðum sem þar eru í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.