Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 56
 16. september 2010 FIMMTUDAGUR32 sport@frettabladid.is 100 ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu er í frjálsu falli undir stjórn Ólafs Jóhannes-sonar. Ísland féll um heil 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og er nú í sæti númer 100. Lægst hefur Ísland lent í 117. sæti er Eyjólfur Sverrisson stýrði liðinu. Lið Ólafs nálgast það sæti óðfluga en Ólafur hefur aðeins stýrt liðinu til sigurs í einum alvöruleik á þrem árum. Dómari leiks KR og Breiðabliks í kvöld er Jóhannes Valgeirsson. Jóhannes átti ekki góðan dag er hann dæmdi leik FH og Selfoss í síðustu umferð og vekur því nokkra athygli að hann fái stærsta leik þessarar umferðar. „Það er stundum talað um að Jóhannes dæmi ekki vel í sjón- varpsleikjum. Ég veit ekki hvort það sé rétt. Kannski höndlar hann ekki pressuna. Það er aldrei að vita hvernig hann stendur sig núna. Hann þarf að eiga betri leik núna en í síðasta leik. Það er klárt mál. Hann þarf að eiga jafnari leik og leikurinn má ekki ráðast á dómgæslunni,” segir Guðjón Þórðarson en þetta verður annar KR-leikurinn í röð þar sem dómarinn er klárlega undir pressu. „Jói gerði mistök í síðasta leik og ég vona að leikurinn í kvöld verði þannig að sem fæstir taki eftir því sem hann gerir.” Munur eftir þjálfurum Undir stjórn Loga Ólafssonar: Leikir: 11 Mörk: 4 Guðjón: 5 leikir/2 mörk Kjartan: 11 leikir/2 mörk Undir stjórn Rúnars Kristinssonar: Leikir: 8 Mörk: 12 Guðjón: 6 leikir/6 mörk Kjartan: 8 leikir/6 mörk Góðir saman Leikir þar sem Guðjón og Kjartan hafa verið saman í byrjunarliðinu: Stjarnan (úti): 2-2 jafntefli Selfoss (úti): 3-0 sigur *Stjarnan (heima): 3-1 sigur Fram (heima): 2-1 sigur Fylkir (úti): 4-1 sigur ÍBV (úti): 4-2 sigur * Björgólfur byrjaði líka. Samantekt: 5 sigrar í 6 leikjum 16 stig af 18 mögulegum 18 mörk eða 3,00 í leik. FÓTBOLTI KR-ingar hafa fyrir löngu sagt skilið við neðri hluta Pepsi-deildarinnar og eru komnir á fullt í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur tekið stakkaskiptum með komu Rúnars Kristinsson- ar í brúna og það eru einkum tveir leik- menn sem hafa sprungið út undir hans stjórn. Ein stærsta og áhrifamesta breyting- in sem Rúnar gerði á KR-liðinu var að setja markakóng síðustu leiktíðar og 30 marka mann síðustu tvö tímabil, Björgólf Takefusa, á varamannabekkinn. Rúnar hefur veðjað á að nota frekar Guðjón Baldvinsson og Kjart- an Henry Finnboga- son með Óskari Erni Haukssyni í þriggja manna framlínu liðsins. Þeir Kjartan Henry og Guðjón hafa svarað kallinu með því að raða inn mörkum í sigurgöngu KR-liðsins og Óskar Örn hefur komið að undirbún- ingi tíu marka KR-liðsins síðan Rúnar tók við. Björgólfur Takefusa hefur fengið tak- markan spilatíma undir stjórn Rúnars (aðeins 2 sinnum í byrjunarliðinu í 8 deild- arleikjum) og hefur aðeins skorað eitt deild- armark síðan Rúnar tók við. Hann hafði skorað 5 mörk í fyrstu 11 leikjunum undir stjórn Loga. Það er hins vegar aðra sögu að segja af markaskorun Guðjóns og Kjartan Henrys. Kjartan Henry hefur skorað í síðustu sex deildarleikjum sínum og í Vestmannaeyjum skoraði Guðjón sína þriðju tvennu í sex leikjum sínum undir stjórn Rúnars. Þeir félagar hafa skorað 12 mörk saman í átta leikjum undir stjórn Rúnars, sex mörk hvor, en gerðu aðeins saman 4 mörk í 11 leikjum undir stjórn Loga Ólafssonar. Það verður þó að taka inn í myndina að Guðjón Baldvinsson var meiddur stór- an hluta af tímabilinu þegar Logi Ólafsson stýrði KR-liðinu en munurinn á Kjartani Henry Finnbogasyni er hins vegar óumdeilanlegur. KR-ingar hafa feng- ið 16 af 18 möguleg- um stigum út úr þeim sex leikjum í sumar þar sem Kjartan Henry og Guðjón hafa byrjað hlið við hlið í sumar og KR-liðið hefur skorað alls 18 mörk í þessum sex leikjum. Í einum af þeim leikjum var Björgólfur reyndar einnig í byrjunarliðinu. Logi Ólafsson notaði mikið Kjart- an Henry og Björgólf saman eink- um vegna meiðsla Guðjóns en sú samvinna skilaði aðeins 11 af mögulegum 24 stigum í hús og KR skoraði þá 15 mörk í 8 leikjum eða 1,9 að meðaltali í leik. - óój Tveir leikmenn eru óstöðvandi í sóknarleik KR þessa dagana: Rúnar veðjaði á Guðjón og Kjartan og uppskar ríkulega FÓTBOLTI Þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deild karla er sú áhugaverða staða uppi að fjögur lið geta hampað Íslandsmeistaratitlinum. Elstu menn muna vart aðra eins spennu á Íslandsmótinu. Tvö þessara liða – KR og Breiðablik – mætast í stór- leik kvöldsins á KR-vellinum. Blikar eru á toppnum og verða meistarar klári þeir sína leiki. KR verður aftur á móti að vinna til þess að halda lífi í meistara- vonum sínum. „Nú er komið að Blikastrákunum að sýna að þeir séu menn en ekki mýs. Þeir verða að sýna og sanna að þeir séu vaxnir upp í það að berjast um titilinn,“ segir Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, en Blikar hafa staðist flest próf í sumar. „Það var þúfa að þvælast fyrir þeim gegn Hauk- um. Það var líka sérstakur undirbúningur fyrir þann leik sem líklega truflaði eitthvað. Ég hef séð marga leiki með Blikum í sumar og þeir spila mjög flottan fótbolta. Þeir keyra líka á því sem þeir eru góðir í að gera. Það þurfa þeir að gera í kvöld. Einbeita sér að sjálfum sér. Mín tilfinning er sú að þessum leik muni lykti með jafntefli.“ Það er síðan mikill Suðurlandsslagur á Selfossi þegar ÍBV sækir „nágranna“ sína heim. „Þetta er leikur upp á líf og dauða fyrir bæði lið. Selfyssingar hafa sýnt á köflum að þeir geta strítt hverjum sem er. Þá oftar en ekki þegar þeir hafa engu að tapa. Þá koma þeir til baka og sýna af sér djörfung og dug. Það dugar ekki til og Selfoss þarf að ná fullum leik til þess að eiga möguleika gegn ÍBV,“ segir Guð- jón sem telur Selfoss fallið með tapi í kvöld. „Ég held samt að ÍBV sé of stór biti fyrir Selfoss að þessu sinni. Þegar Eyjamenn sjá hvað er í húfi þá munu þeir setja nógu mikið í leikinn til þess að klára hann.“ henry@frettabladid.is Blikarnir menn eða mýs? 20. umferð Pepsi-deildar karla fer fram í kvöld. Stórleikur kvöldsins er viður- eign KR og Breiðabliks. Fréttablaðið fékk Guðjón Þórðarson til að spá í spilin. BARÁTTA Það verður ekkert gefið eftir hjá KR og Breiðablik í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leikir kvöldsins: KR - Breiðablik Selfoss - ÍBV Keflavík - Valur Fylkir - Grindavík Haukar - Fram STAÐAN: Breiðablik 19 11 4 4 41-22 37 ÍBV 19 11 3 5 31-22 36 FH 19 10 5 4 36-26 35 KR 19 10 4 5 38-25 34 Fram 19 8 5 6 31-29 29 Valur 19 7 7 5 31-33 28 Stjarnan 19 6 6 7 37-36 24 Keflavík 19 6 6 7 20-25 24 Grindavík 19 5 5 9 23-29 20 Fylkir 19 5 3 11 31-39 18 Haukar 19 2 8 9 25-40 14 Selfoss 19 4 2 13 27-44 14 Jóhannes dæmir í kvöld Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL Bayern München - AS Roma 2-0 1-0 Thomas Müller (79.), 2-0 Miroslav Klose (83.) Cluj - Basel 2-1 F-RIÐILL Zilina - Chelsea 1-4 0-1 Michael Essien (13.), 0-2 Nicolas Anelka (24.), 0-3 Anelka (28.), 0-4 Daniel Sturridge (48.), 1-4 Tomas Oravec (55.). Marseille - Spartak Moskva 0-1 G-RIÐILL AC Milan - Auxerre 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic (66.), 2-0 Zlatan (70.). Real Madrid - Ajax 2-0 1-0 Anita, sjálfsmark (31.), 2-0 Gonzalo Higuain (73.). H-RIÐILL Arsenal - Braga 6-0 1-0 Cesc Fabregas, víti (9.), 2-0 Andrei Arshavin (30.), 3-0 Marouane Chamakh (34.), 4-0 Fabre- gas (53.), 5-0 Carlos Vela (68.), 6-0 Vela (84.). Shakhtar Donetsk - Partizan Belgrad 1-0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Arsenal minnti ræki- lega á sig í Meistaradeild Evrópu í gær með 6-0 stórsigri á Braga frá Portúgal. Þá vann Chelsea einn- ig góðan sigur á MSK Zilina í Sló- vakíu, 4-1. Bæði lið réttu þar með hlut þeirra ensku í keppninni en Manchester United og Tottenham gerðu bæði jafntefl í sínum leikj- um í fyrrakvöld. Hin stórliðin sem öttu kappi í gær – Real Madrid, AC Milan og Bayern München – unnu 2-0 sigra í sínum leikjum og var því fátt um óvænt tíðindi í leikjum gærkvölds- ins. Helst var að Spartak Moskva vann óvænt 1-0 sigur á Marseille í Frakklandi. Cesc Fabregas sýndi í gær að hann er með hugann við efnið. Hann var sagður á leið til Bar- celona í allt sumar og mun hafa farið fram á það við Arsene Weng- er knattspyrnustjóra að hann yrði seldur. En allt kom fyrir ekki og það virtist engu máli skipta í gær. Hann átti stórleik – skoraði tvö og lagði upp tvö til viðbótar. „Mér hefur alltaf liðið frábær- lega hér [hjá Arsenal]. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði hann eftir leikinn. Helst varð hann fyrir vonbrigðum að hafa ekki skorað þrennu en hann fékk þó gott tæki- færi til þess. „Það er eitthvað sem mér hefur ekki tekist á mínum atvinnumannaferli.“ Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, lofaði Nicolas Anelka sem skor- aði tvívegis í gær. „Hann spilaði frábærlega, var duglegur að finna svæði og skapa tækifæri. Hann var lykillinn að sigri okkar.“ - esá Stórliðin unnu öll í Meistaradeild Evrópu í gær: Glæst tilþrif Arsenal SNILLDARTAKTAR Cesc Fabregas, Carlos Vela og Emmanuel Eboue fagna einu marka Arsenal í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.