Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 26
 16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● starfsmennt Um þriðjungur vinnuaflsins á Íslandi hefur ekki lokið fram- haldsskóla. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins aðstoðar þá sem vilja þrátt fyrir það leita sér framhaldsmenntunar. „Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er samstarfsvettvangur aðila at- vinnulífsins um menntun á vinnu- markaði og menntun fullorðins fólks. Hún var stofnuð 2003 af Al- þýðusambandi Íslands og Samtök- um atvinnulífsins en nú í maí 2010 gengu til liðs við okkur BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið. Nú tekur starfsemi Fræðslumiðstöðvarinn- ar yfir allan vinnumarkaðinn, bæði almenna markaðinn og opinbera geirann,“ segir Ingibjörg E. Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs- ins, og telur hina nýju viðbót mikið gæfuspor. Markhópur starfseminnar hefur verið fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og segir Ingibjörg það nokkuð stórt hlut- fall vinnuaflsins eða um þriðjung- ur. „Það hefur samt komið á óvart hve aðsóknin hefur verið mikil í það nám sem orðið hefur til hér og kennt er í símenntunarstöðvun- um,“ segir Ingibjörg en bætir við að margir viti ekki af þeim mögu- leikum sem standi þeim til boða. „Í því skyni hefur verið efld náms- og starfsráðgjöf með því að samstarfs- aðilar okkar hafa ráðið til sín náms- og starfsráðgjafa sem meðal ann- ars fara út á vinnumarkaðinn og halda kynningarfundi.“ Ingibjörg segir að talsvert úrval af námsleiðum sé viðurkennt og metið til eininga á framhalds- skólastigi. „Markmiðið er að fólk geti stytt sér leiðina að útskrift ef það síðar fer í framhaldsskóla,“ út- skýrir hún. En hvað er í boði? „Það er til dæmis boðið upp á almennt nám eins og Grunnmenntaskólann en þar eru kenndar almennar bókleg- ar greinar eins og íslenska, enska og stærðfræði. Landnemaskól- inn er fyrir innflytjendur sem eru komnir eitthvað á veg með íslensk- una en vilja ná betri tökum á henni, kynna sér ýmislegt um samfélagið, menninguna og vinnumarkaðinn,“ segir Ingibjörg en einnig er boðið upp á nokkuð af starfstengdu námi sem tengist atvinnulífinu beint. „Til dæmis eru til námskrár í ferðaþjón- ustu, jarðlagnatækni, skólaliðanám og umönnun svo fátt eitt sé nefnt.“ Þá nefnir Ingibjörg einnig náms- leiðir fyrir þá sem glíma við lestr- arerfiðleika. Margir taka nám með vinnu og þá á kvöldin. Hins vegar segir Ingi- björg það hafa breyst í kjölfar auk- ins atvinnuleysis en í auknum mæli hefur verið boðið upp á nám á dag- tíma svo fólk geti verið í fullu námi í heila önn. Kostnaður við námið er vissu- lega mörgum hugleikinn en Ingi- björg segir að ríkið greiði niður um áttatíu prósent af kostnaði. „Síðan eru margir í fræðslusjóðum og geta fengið styrki til að greiða niður þátttökugjald,“ upplýsir Ingibjörg. Nokkuð markverð tímamót urðu fyrir fullorðinsfræðslu nú í vor að sögn Ingibjargar. „Það er gaman að geta þess að búið er að setja lög um framhaldsfræðslu sem sett voru síð- astliðið vor á Alþingi. Nú er unnið að innleiðingu þeirra í ráðuneytinu en lögin eiga að ganga í gildi 1. okt- óber,“ segir hún og bætir við: „Þar með er komin fimmta stoðin undir menntakerfið.“ Framhaldsfræðslan fimmta stoðin í menntakerfinu „Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er samstarfsvettvangur aðila atvinnulífsins um menntun á vinnumarkaði og menntun fullorðins fólks,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur á síðustu árum þróað svo- kallað raunfærnimat. Mat á raun- færni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við alls konar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er álitið verð- mætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Með mati á raunfærni fær full- orðið fólk á vinnumarkaði aukna möguleika á að sækja sér menntun og þjálfun til að auka færni sína. Helsti ávinningur þess er að fá ný tækifæri til að styrkja sig í námi og starfi. Með því að fá viðurkenningu á færni sinni geta það haldið áfram námi þar sem það er statt í þekk- ingu og færni en ekki þar sem form- legu námi lauk. Mat á raunfærni getur verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnu- markaði, í hinum ýmsu starfsgrein- um, til að ljúka formlegu námi. Þar með styrkist staða þess, fagstétt- anna, fyrirtækjanna og þjóðarinn- ar almennt hvað varðar þekkingar- stig og framþróun. Frekari upplýsinga er að leita á www.frae.is. Raunfærnimat metur alla færni Nám fer ekki bara fram innan skóla heldur líka í vinnu og við leik. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmenn auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471 ● UPPRIFJUN ER NAUÐSYNLEG Upprifjun er mikilvægt hjálpar- tæki til að leggja hluti á minnið. Best er að rifja upp ný atriði strax daginn eftir að þau eru lærð en síðan þarf að rifja þau upp með reglulegu milli- bili. Hér eru nokkrar aðferðir af vefnum www.nams.is sem hjápa fólki að festa atriði í minni. • Tengja það sem þú lærir við eitthvað sem þú þekkir eða hefur lært. • Gefa þér tíma til að íhuga nýjan lærdóm. • Ræða við aðra um það sem þú hefur lært. • Fá einhvern til að hlýða þér yfir. • Undirstrika mikilvæg atriði í námsbók. • Skrifa niður glósur úr námsefninu eða kennslustundum. • Nota verkefnablöð. • Nota spurningar og svör. • Skrifa útdrætti úr bókaköflum. • Teikna skýringarmyndir. ● LESTUR Þegar bók er lesin í fyrsta sinn er gott að skima hana til að kynna sér aðalefni hennar. Þá er gott að kíkja á formála eða kynn- ingu, efnisyfirlit, kaflaheiti og atriðisorðaskrá. Þannig er fengin góð hug- mynd um efni bókarinn- ar og uppbyggingu og hægt að vinna út frá því. Næsta skref er að end- ursegja bókina og taka saman með sínum eigin orðum mikilvægustu at- riði hvers kafla. Gott er að skrifa niður glósur úr lesefninu til dæmis mik- ilvægustu atriði hvers kafla. Að lokum er rifjað upp, hver kafli er endurskoðaður eftir ákveðinn tíma og reglulega eftir það. Gott er að skoða aftur fyrirsagnir kaflanna og athuga hvort maður man efni kaflans í megindráttum. ● TÍMASTJÓRNUN Þeir sem hyggja á nám, sérstaklega ef því á að sinna með vinnu, verða að skipuleggja tíma sinn vel þannig að þeir nái yfir öll verkefni sem þarf að sinna. Besta ráðið er líklega að búa til sína eigin stundaskrá sem maður skuldbind- ur sig til að fara eftir. Mikilvægt er að stundarskráin sé sem raun- hæfust, allar athafnir dagsins séu inni í töflunni, svo líklegra sé að eftir henni verði farið. Þannig eru minni líkur á að hún riðlist eða verði algjörlega óraun- hæf og ónothæf. Alltaf skal skilja eftir tíma á stundatöflunni fyrir óvæntar uppá komur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.