Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 16. september 2010 5 Á dögunum þegar ég skrifaði um muninn á því sem konur og karl-ar hanna fyrir konur sagði frænka mín við mig: „En hvenær er komið að því að tala um kvenskó og það pyntingar- tæki sem þeir eru?“ Nú er komið að skóm vetrar- ins og þar sem þeir eru hærri en nokkru sinni er ekki hægt annað en að taka þessari áskor- un. Sjálfsagt er erfitt að finna svar við spurningunni hvers vegna okkar vestræna menn- ing er svo gegnsýrð af þeirri hugmynd að kona sé fallegri á hælum. Kannast ekki allir við að hafa heyrt að á hælum sé líkamslínan fallegri, hærri, mjórri? Líklega staðalmynd sem okkur er sýnd frá blautu barnsbeini og endar með því að verða staðreynd í huga okkar. Löngum þótti í Japan fallegt að vera með smáa fætur og ekki hikað við að reyra þá í smáa skó til að hamla vexti. Þarna er nú hægt að tala um raunverulegt úthugsað pyntingar- tæki. En eftir að hælar síðustu alda höfðu hækkað fóru þeir jafnframt að mjókka á 5. áratug síðustu aldar og um leið að verða afskaplega þröngir sem kannski líkist því sem gert var fyrr á öldum í Japan. Þó konur hafi ekki geng- ið svo langt að skera af sér hæla og tær eins og vondu stjúpsystur Öskubusku tróðu þær þó fótum í támjóa og hælaháa skó og gera enn. Í vetur slá þó hælar öll met í hæð og tærn- ar tapa plássi því skór eru tá mjórri en áður. Sumum fannst það afskaplega snið- ugt þegur upp voru fundn- ir svokallaðir pallar eins og þeir eru kallaðir hér, á fram- hluta skónna sem gerðu kleift að hækka þá enn meira. Með þessum þykka framhluta finnst ekki eins munurinn á milli framhlutans og svo hælanna, ristin er ekki eins bogin. En hönnuðir hafa gripið tækifærið til að hækka hælana enn meira fyrir vikið. Í vetur er mikið um dýramynstur, hvort sem um er að ræða sebra-, tígra- eða jafn- vel gíraffamynstur. Einnig eru skór hár- auðir enda rautt mikið notað hvort sem er í skó, töskur eða föt. Síðustu ár hafa þó ball- erínur verið áberndi í skótískunni og eru óneitanlega þægilegri en tólf sentimetra hælar. Og þó allar konur neyðist ekki til að nota sléttbotnaskó eins og Carla Bruni- Sarkozy (og Cécilia á undan henni) vegna þess hversu stutt- ur í annan endann eiginmaðurinn er, njóta ballerínur gríðarlegra vinsælda jafnt vetur sem sumar hjá fínum sem ófínum merkj- um. Svo er auðvitað möguleiki að vera bara í íþróttaskóm sem geta verið afskaplega smekklega hann- aðir og það vakti furðu mína í Suður- Frakklandi að sjá fólk spássera um í Birken- stock. bergb75@free.fr Enginn dans á rósum í kvenskóm ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Ný skósending! FR cosmeticsFegurd er... Nýtt og spennandi tækifæri. Námskeið í örlitameðferð! Velkomin í heim örlitameðferðar; meðferðar sem einnig er nefnd Micro-pigmentation, Semi-Permanent make-up og/eða Cosmetic tattoo. Örlitameðferð er ferli þar sem sérstök ofnæmisprófuð litarefni eru sett undir yfirborð húðarinnar. Örlitameðferð er m.a. notuð til að: • Forma og móta augabrúnir, gefa þeim meiri fyllingu eða til að setja eftirlíkingu af einstökum hárum sem gerir þær sem eðlilegastar í útliti • Gera augnlínu sem skerpir og rammar inn augnumgjörðina • Skerpa varalínu, skyggja eða lita varir til fulls Við erum stoltar af að geta loksins boðið upp á námskeið í þessari tækni frá Nouveau Contour, einu stærsta og virtasta fyrirtæki sem er á þessum markaði. Námskeiðin, sem eru sjö daga grunnnámskeið, er skipt í tvennt. Fyrri hlutinn eru fjórir dagar og sex vikum síðar eru þrír dagar. Námsefnið er frá Nouveau Contour og einnig er farið ítarlega í verklega þjálfun. Fámennir hópar á hverju námskeiði. Einnig er í boði framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og sérhæfingu enn frekar. Kennari er Úndína Sigmundsdóttir. Úndína er meistari í snyrtifræði og hefur auk þess sérhæft sig í örlitameðferð og unnið við það eingöngu undanfarin ár. Þá var hún fyrst hér á landi til að fullnuma sig í því sem kallað er ”Medical Tattoo”. Úndína er viðurkenndur kennari frá Nouveau Contour. Fyrsta námskeiðið hefst 30. september. Skráningu lýkur 23. september. Frekari upplýsingar og skráning: Svala Rán Aðalbjörnsdóttir. Sími 8636903 Lady Gaga náði nýjum hæðum á MTV-myndbandahátíðinni á sunnudag enda fáir sem hafa skartað kjöti frá hvirfli til ilja. „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi einhvern tímann á ævinni eiga eftir að biðja Cher um að halda á kjöttöskunni minni,“ var það fyrsta sem söngkonan Lady Gaga sagði þegar hún tók við verðlaunum úr hendi söngkon- unnar Cher á MTV-myndbanda- hátíðinni á sunnudag. Þar sópaði hún til sín átta verðlaunum. Gaga var klædd í kjöt frá toppi til táar en klæðnaðurinn er handverk tískuhönnuðarins Francs Fern- andez. Hann lét ekki nægja að búa til kjól heldur mótaði tösku, skó og höfuðskraut í stíl. Gaga er þekkt fyrir ögrandi fatasmekk og ör fataskipti en þetta sama kvöld skartaði hún líka fötum frá Alexander McQu- een og Giorgio Armani. Ekki fylgir sögunni hvernig Gaga leið í kjólnum eða hvernig hún lyktaði en efnið þótti hins vegar leggj- ast vel að líkama hennar auk þess sem Cher gaf það upp að henni þætti taskan hreinasta snilldar- verk. - ve Alsett kjöti Gaga var með höfuðskraut og tösku í stíl við kjötkjól og -skó. NORDICPHOTOS/GETTY Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.