Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 29
starfsmennt ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 5 BARNA- OG UNGLINGA- NÁMSKEIÐ TUNGUMÁL NÁMS- OG STARFS- RÁÐGJÖF MYNDLIST GAGN OG GAMANNÁM ALLA ÆVI Innritun fer fram í Skeifunni 8, í síma 580 1808 e›a á www.mimir.is HAUSTÖNN FULLT AF SKEMMTILEGUM NÁMSKEIÐUM Á Skráning stendur yfir! Ná›u flér í bækling á www.mimir.is Í fullorðinsfræðslu er ekki bara kenn- ari að kenna nemendum, heldur líka öfugt, auk þess sem nemendur kenna hver öðrum. Þetta segir Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar. „Við erum einkum að sinna fólki sem er 20 ára og eldra, með stutta formlega skóla- göngu og höfum aukið mjög tækifæri til náms,“ segir Hulda sem hefur verið fram- kvæmdastjóri Mímis – símenntunar í sjö ár og segir það gefandi og skemmtilegt starf. „Markhópur okkar er þannig að það er átak fyrir hann að hefja nám og því þarf hann oft mikinn stuðning til að finna leiðir og ákveða sig. Svo er aðdáunarvert að sjá hvað fólk er duglegt og áhugasamt þegar það er komið af stað og tilbúið að leggja mikið á sig í náminu. Hér eru ekki agavandamál því hingað kemur fólk til að læra og kenna öðrum. Í fullorðinsfræðslu er það ekki bara kennari sem kennir nemendum heldur líka nemendur sem kenna hverjir öðrum og kennaranum. Þetta eru reynsluboltar sem koma hingað, með mikla þekkingu sem þeir leggja í púkkið og byggja ofan á.“ Eftir að efnahagsástandið breyttist til hins verra í þjóðfélaginu segir Hulda at- vinnuleitendur stóran hluta þess hóps sem sæki til Mímis, bæði í starfsmenntun og annað grunnnám. „Fólk kemur til okkar til að auka sína möguleika á að leita að störf- um og styrkja sig sem væntanlega starfs- menn á nýjum stað,“ lýsir hún. Náms- og starfsráðgjöf var tekin upp hjá Mími – símenntun fyrir fjórum árum. Hún er sá hluti starfseminnar sem hefur vaxið mest undanfarið eða frá því að vera eins manns starf í fimm, að sögn Huldu. „Náms-og starfsráðgjöfin hjálpar einstakl- ingum að finna út úr sínum löngunum og þrám, hvað þeir vilji læra, hvort sem það er hjá Mími eða formlega í skólakerfinu, til dæmis í Iðnskólunum eða menntaskólunum. Á síðasta ári voru tæplega 1.800 slík viðtöl, það var 80 prósenta aukning frá árinu áður og verða töluvert fleiri núna.“ Hulda segir að leitast sé við að finna úrlausnir fyrir alla og segir áhugasviðs- greininguna ganga út á að finna styrk- leika hvers og eins. „Þeir sem koma í ráð- gjöf kjósa helst að fara í eitthvað sem gefur þeim einingar á framhaldsskólastigi eða einhver réttindi. Við erum til dæmis með félagsliðanám fyrir fólk sem vinnur í um- önnun og leikskólaliðanám og við sjáum að það skilar fólki töluverðu. Það fær frekar ný tækifæri innan vinnustaðarins, það fær ábyrgðarmeiri og fjölbreyttari störf og það er meðvitaðra um styrkleika sína og lærir að nýta þá.“ Í starfstengda náminu segir Hulda stöðugt unnið með nýjar og nýjar hugmynd- ir. „Við höfum undanfarið lagt áherslu á ferðaþjónustu og verslun, til dæmis tungu- mál, þjónustu og styrkingu í að koma fram og ekki síst mikilvægi þess að þekkja nær- umhverfið þannig að fólk geti frætt við- skiptavini eftir þörfum. Við erum að opna augu fólks fyrir því að ferðaþjónusta snýst ekki bara um hótel- og leiðsögumannsstörf heldur líka afgreiðslu á bensínstöðvum og á búðarkössum. Dæmi um önnur starfstengd mámskeið er jarðlagnatækni og flutninga- skólinn sem við erum að keyra með Sam- skipum, þar á vinnustaðnum.“ Mímir – símenntun býður upp á fjölbreytt úrval af frístundanámi og Hulda segir tölu- vert um að fólk byrji þar, fari í tungumála- nám eða á önnur spennandi námskeið, kynn- ist svo þjónustu starfs- og námsráðgjafa og haldi áfram. „Frístundanámskeiðin eru mik- ilvægur liður í okkar starfi og opnar mörg- um dyr,“ segir hún. „Þar er fólk að sækja nákvæmlega það sem það langar að gera og einbeitir sér að því, finnur styrk sinn og gleðina í að læra, kemur og vill meira.“ Finna styrk sinn og gleði í náminu Frá árinu 2001 hefur Mímir – sí- menntun boðið upp á námsleið- ina Grunnmenntaskólann sem er nám fyrir fólki eldra en 20 ára með stutta formlega skólagöngu að baki. Námið er 300 kennslustundir að lengd og hafa um 400 manns lokið því hjá Mími. Nú í september munu tveir hópar hefja nám. Annar hópurinn er dag- hópur og kennt verður fimm virka daga vikunnar frá kl. 8.30-12.15. Náminu lýkur 14. desember nk. Hinn hópurinn er kvöldhópur, kennt verður á mánudögum og miðviku- dögum frá kl. 16.30-20.30 og annan hvern laugardag. Náminu lýkur 30. mars nk. Tilgangur námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auð- velda þeim að takast á við ný verk- efni. Meginviðfangsefni er að kenna nemendum að tileinka sér nýja þekkingu – að læra að læra, efla sjálfstraust sitt og lífsleikni. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda í náminu, bæði í upplýsingaöflun og meðferð og miðlun upplýsinga. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnu- brögð auk þjálfunar í að vinna að lausn með öðrum – vera partur af liðsheild. Helstu námsþættir Grunn- menntaskólans eru: ● Sjálfsefling og samskipti ● Námstækni ● Íslenska ● Framsögn og ræðumennska ● Enska ● Stærðfræði ● Tölvu- og upplýsingatækni ● Verkefnavinna ● Náms- og starfsráðgjöf ● Færnimappa Nánari upplýsingar um námið eru veittar í síma 580 1800 og á heimasíðu Mímis – símenntunar, www.mimir.is UMSÖGN NEMANDA: „Ég er stolt af því að hafa tekið ákvörðun um að fara í þetta nám og námstíminn hefur verið frá- bær. Markmiðin sem hópurinn setti sér í upphafi um að auka sjálfs- traustið, efla færni í samskiptum og grunngreinum náðust. Næsta skref hjá mér er að fara til náms- ráðgjafa og kynna mér frekara nám.“ Guðný Ólöf Reimarsdóttir. Grunnmenntaskólinn Grunnmenntaskólinn er nám fyrir fólk eldra en 20 ára með stutta formlega skóla- göngu að baki. „Svo er aðdáunarvert að sjá hvað fólk er duglegt og áhugasamt þegar það er komið af stað og tilbúið að leggja mikið á sig,“ segir Hulda Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.