Fréttablaðið - 16.09.2010, Síða 20

Fréttablaðið - 16.09.2010, Síða 20
 16. september 2010 FIMMTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1975 hlaut Papúa Nýja-Gínea sjálfstæði frá Ástralíu. Papúa Nýja-Gínea er eyríki sem tekur yfir eystri helming eyjunnar Nýju-Gíneu og nokkrar aðrar eyjar. Það tilheyrir Eyjaálfu og er í Kyrrahafi fyrir norðan Ástralíu. Ríkið varð til við sameiningu nokkurra svæða undir stjórn Ástralíu og höfuðborgin er Port Moresby. Í Papúu Nýju-Gíneu eru töluð fleiri en 850 tungumál og má finna að minnsta kosti jafn marga ættbálka þar þótt íbúa- fjöldinn nái ekki sjö milljónum. Oft hafa verið miklar ættbálkaerjur í ríkinu en víða á hálendinu eru afar frumstæðir ættbálkar sem enn lifa á steinöld. Á fáum stöðum í heiminum býr jafn stór hluti íbúanna utan borga og bæja en aðeins 18 prósent þjóðarinnar býr í þéttbýli. Landið er eitt það minnst kannaða í heiminum og talið er að þar sé að finna fjölda óþekktra plöntu- og dýrategunda. ÞETTA GERÐIST: 16. SEPTEMBER 1975 Papúa Nýja-Gínea hlýtur sjálfstæði Tíu ár eru liðin í dag síðan Vala Flosadóttir stangarstökkv ari stóð á verðlaunapalli í Sydney í Ástralíu og tók við brons- verðlaunum. Í tilefni af því stendur ÍR fyrir íþróttamóti fyrir börn tíu ára og yngri. „Við ætlum að halda þetta mót sem við köllum Bronsleika á laugardaginn frá 9 til 12. Við ákváðum að hafa þetta mót fyrir krakka sem eru fæddir árið sem Vala fékk bronsið og síðar, það er tíu ára og yngri. Þetta er stílað upp á alla krakka en ekkert endilega krakka sem eru að æfa frjálsar eða íþrótt- ir. Þeir fara í gegnum ákveðna þrautabraut þar sem eru bara stuttar svona 10 mínútna þrautir. Við erum búin að prófa þetta á tveimur öðrum mótum og krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt. Það er betra ef fólk skráir sig fyrir- fram með tölvupósti en það er líka allt í lagi að mæta bara. Inni á ir.is eru nánari upplýsingar,“ segir Margrét Héðins- dóttir formaður frjálíþróttadeildar ÍR. Margrét segir að þau hjá ÍR hafi svolítið gaman af því að halda svona upp á afrek ÍR-inga á Ólympíuleikum. „Við höldum til dæmis Silfurleika í nóvember til að minnast þess að Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun á Ólympíuleik- unum ´56. Svo bíðum við bara eftir að ÍR-ingur fái gull á Ólympíuleikunum og þá getum við haldið Gullmót,“ segir Margrét og hlær. Fyrsti Íslendingurinn sem keppti á Ólympíuleikum var ÍR- ingurinn Jón Halldórsson sem keppti í hundrað metra hlaupi í Stokkhólmi 1912. „Þannig að við eigum voðalega mikla sögu. Það eru hundrað ár síðan á næstu Ólympíuleikum og við ætlum að eiga keppanda þar líka,“ segir Margrét. Vala Flosadóttir kemur til landsins í dag í boði ÍR til að vera viðstödd Bronsleikana. „Hún ætlar að vera með okkur en það er líka svolítið skemmtilegt að við eigum núna Norð- urlandameistara 19 ára í stangarstökki sem er Hulda Þor- steinsdóttir og hún ætlar að vera með okkur líka og stýra stangarlangstökki hjá 9 og 10 ára,“ segir Margrét. emilia@frettabladid.is BRONSLEIKAR ÍR: TÍU ÁR SÍÐAN VALA FLOSADÓTTIR FÉKK BRONSIÐ HALDA UPP Á AFREK ÍR-INGA Á ÆFINGU Margrét er hér umkringd ungum ÍR-ingum sem æfa frjálsar íþróttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LAUREN BACALL er 86 ára í dag. „Ég held að allt sem þú hefur upplifað í lífinu sjáist á andliti þínu og mér finnst að það eigi að fylla þig stolti.“ 86 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorgerður Jónsdóttir frá Neðri Svertingsstöðum, Miðfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, að morgni þriðjudagsins 14. september. Jarðarförin aug- lýst síðar. Friðrik Jónsson Oddrún Sverrisdóttir Sævar Jónsson María Gunnarsdóttir Sólrún Jónsdóttir Ólafur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Lára Lárusdóttir Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð 11. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. september kl. 13.30. Adam Ingólfsson Sólveig Adamsdóttir Sævar Örn Sigurðsson Lára Halldóra Eiríksdóttir Jón Torfi Halldórsson Halldór Yngvi, Elvar Örn, Þorgerður Katrín og Sólveig Alexandra Jónsbörn Margrét Eiríksdóttir Heimir Már og Davíð Már Ólasynir Ásgeir Adamsson Maríanna Traustadóttir Hildur og Katla Ásgeirsdætur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, Einars Einarssonar vélstjóra, Stuðlaseli 31, 109 Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir Ástkær dóttir mín og systir okkar, Ásrún Guðríður Héðinsdóttir sem lést laugardaginn 11. september verður jarðsungin í Breiðholtskirkju föstudaginn 17. september kl. 15. Héðinn Hjartarson Margrét Héðinsdóttir Halldóra Jónsdóttir Símon Jónsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Guðjónsson frá Hrauni í Sléttuhlíð, sem lést föstudaginn 10. september verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 17. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Gísladóttir dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, lést fimmtudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Svanlaug Vilhjálmsdóttir Þorsteinn H. Jóhannesson Sveinn Sæmundsson Lóa Helgadóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir Magnús Sigurðsson Skólabraut 7, Innri Njarðvík lést mánudaginn 13. september á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför verður frá Keflavíkurkirkju, þriðju- daginn 21. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Magnúsar er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðrún Ósk Ragnarsdóttir Gunnur Magnúsdóttir Friðrik Ingi Ólafsson Sigurður Magnússon Björg Jónsdóttir Magnea Magnúsdóttir Ragnar Sævarsson Mille Sørensen barnabörn og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Þorsteinsson (Jói í Skálholti), Silfurtúni 23, Garði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Helga Sigurbjörg Bjarnadóttir Þorsteinn Jóhannsson Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir Björn Þórhallur Jóhannsson Perla Svandís Hilmarsdóttir Hlynur Jóhannsson Þórhildur Jónsdóttir Njörður Jóhannsson Berglind Elva Lúðvíksdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Herbert Jónasson Hólm lést á heimili sínu þann 14. september. Jarðarförin auglýst síðar. Björk Rögnvaldsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.