Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 62
38 16. september 2010 FIMMTUDAGUR Sextán þúsund bjórar voru drukkn- ir á Októberfest Háskóla Íslands á síðasta ári og verða þeir vafalítið ekki færri í ár. Hátíðin núna verð- ur haldin fyrr en venjulega, eða 23. til 25. september. Ástæðan er meðal annars hið slæma veður sem hefur verið á hátíðinni und- anfarin ár. „Í fyrra lentum við í stormi og áttum í miklum erfiðleikum með að halda tjaldinu niðri. Við þurft- um að færa tjaldið við hliðina á aðalbyggingunni og umkringja það með rútum til að takmarka vindinn. Þetta voru mikil átök,“ segir Jens Fjalar Skaptason, for- maður Stúdentaráðs. „Við ætlum að freista þess að ná betra veðri í ár.“ Dagskrá hátíðarinnar hefst á Ring Rokk-tónleikunum fimmtu- daginn 23. september. Þar stíga á svið Hydrophobic Starfish, Of Mon- sters And Men, Moses Hightower, Ourlives, Benny Crespo´s Gang, Árstíðir, Lára Rúnars, Mammút og 200.000 naglbítar. Á meðal fleiri viðburða á hátíð- inni verður mottu- og búninga- keppni, auk þess sem jóðlarar og lúðrasveit láta ljós sitt skína. Í fyrra mættu 2.500 manns á fimmtudeginum og seldist bjór- inn fjórum sinnum upp. Þá seld- ist upp í forsölu og því má búast við miklum atgangi í miða- sölunni sem hefst í dag innan veggja Háskóla Íslands. Arm- bandið kostar 2.900 krónur. „Við höfum ákveðið að kíkja ekkert á veðurspána strax. Við kíkjum á þetta í næstu viku og vonum það besta,“ segir Jens. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. glansa, 6. gjaldmiðill, 8. sjór, 9. farvegur, 11. í röð, 12. kappsemi, 14. teygjudýr, 16. pípa, 17. stígandi, 18. óðagot, 20. tónlistarmaður, 21. handa. LÓÐRÉTT 1. skrifa, 3. 950, 4. asfalt, 5. tímabils, 7. röndóttur, 10. er, 13. fley, 15. sót, 16. iðka, 19. 2000. LAUSN LÁRÉTT: 2. gljá, 6. kr, 8. mar, 9. rás, 11. rs, 12. ákefð, 14. amaba, 16. æð, 17. ris, 18. fum, 20. kk, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. lm, 4. jarðbik, 5. árs, 7. rákaður, 10. sem, 13. far, 15. aska, 16. æfa, 19. mm. Drukku sextán þúsund bjóra „Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heið- ar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Hauk- ur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur mat- seðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarn- ir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð við- brögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaup- andi á eftir þeim og heimtaði eig- inhandaráritanir. Vissu þeir félag- ar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömu- leiðis í ljós ánægju sína með sveit- ina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tón- leikar í Kaupmannahöfn á föstu- daginn sem eru haldnir í kynning- arskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Mynd- bandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verð- ur síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is HAUKUR HEIÐAR HAUKSSON: SJALDAN FENGIÐ JAFNGÓÐ VIÐBRÖGÐ DIKTA FÉKK KONUNGLEGAR MÓTTÖKUR Í BERLÍNARBORG SÁTTIR Strákarnir í Diktu í Berlín hjá veggspjaldi þar sem tónleikarnir voru auglýstir. Sveitin fékk frábærar móttökur á tónleikunum. JENS FJALAR SKAPTA- SON Formaður Stúdentaráðs vonast eftir góðu veðri á Okt- óberfest í ár. Sextán þúsund bjórar voru drukknir í fyrra. Friðrik Þór Friðriksson er staddur í Toronto þar sem hin árlega kvikmyndahátíð stendur nú yfir. Íslenski leikstjórinn er þar að sýna Mömmu Gógó með Kristbjörgu Kjeld, Hilmi Snæ og Gunnar Eyjólfssyni í aðalhlutverkum. Friðrik sat fyrir svörum eftir frumsýningu myndarinn- ar á sunnudaginn og virtist hafa nokkuð gaman af ef marka má myndir frá sýningunni. Sá sem stjórnaði spurningaflóðinu var Steve Gravest- ock, mikill áhrifamaður á Toronto-hátíðinni, en með Friðriki í Toronto er Guðrún Edda Þórhann- esdóttir, framleiðandi myndarinnar. Mamma Gógó er ekki eina mynd Friðriks á hátíðinni því Sólskinsdrengurinn er einnig sýndur í heimild- armyndaflokknum. Mamma Gógó fékk síðan prýðilega dóma í kvikmyndarýnisbiblíunni Variety. Gagnrýn- andinn John Anderson segir myndina ekki líta út fyrir að ná mikilli hylli vegna þess hversu stjörnulaus hún er og efnið viðkvæmt. En það sé nú eitthvað sem Friðrik Þór sé vanur að fást við með einstökum hætti. Anderson hrósar sérstak- lega Kristbjörgu Kjeld sem hann segir að eigi stórleik í myndinni. Þá segir Anderson að allt útlit myndarinn- ar þjóni tilgangi sínum og Ari Kristinsson fær rós í hnappagatið fyrir kvikmyndatökuna. And- erson finnst það einnig vel heppnað að skjóta myndbrotum úr 79 af Stöðinni inn í myndina. „Mamma Gógó mun hreyfa við öllum sem eiga foreldra og öllum sem búast við því að lifa það lengi að þeir verði gaga eins og Gógó.“ - fgg Frikki Þór sló í gegn í Toronto Í STUÐI Á TORONTO Friðrik Þór er í miklu stuði á Toronto, hann er þar með tvær myndir: Mömmu Gógó og Sólskins- drenginn. Hann sat fyrir svörum eftir sýninguna undir styrkri stjórn Steves Gravestock. Guðrún Edda Þórhannes- dóttir framleiðandi er með Friðriki Þór í Toronto. NORDICPHOTOS/GETTY „Þessa vikuna hef ég verið að hlusta Senior, nýju plötuna frá Röyksopp. Er samt enn þá að meta hvort hún sé góð eða vond. En á föstudögum kemst aðeins töff og kúl á fóninn þar sem föstudagar eru töff og kúl dagar á J&L.“ Gunni Thorvalds, grafískur hönnuður. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Travis Barker, trommari banda- rísku rokksveitarinnar Blink 182, var staddur hér á landi á dögun- um. Á Twitter-síðu hans má sjá myndir frá ferð hans í Bláa lónið þar sem hann hafði það náðugt með börnunum sínum. Á síðunni lætur hann mjög vel af lóninu og mælir eindregið með því að aðdáendur sínir prófi það einhvern daginn. Barker er á siglingu með skemmtiferðaskipi yfir Atlantshafið og að sjálfsögðu var komið við á Íslandi á leiðinni til Bandaríkjanna. Í næstu viku verður leikverkið Enron, í þýðingu Eiríks Örns Norðdahl, frumsýnt í Borgarleik- húsinu. Höfundur verksins, Lucy Prebble, verður viðstödd frumsýn- inguna eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Prebble verður hins vegar ekki ein á ferð því með henni í för verður sambýlismaður henn- ar, Anthony Neilson, en hann er líka vel þekkt leikskáld og er meðal annars höfundur verka á borð við Lík í óskilum og Ófögru veröld. Aðdáendur Bubba Morthens geta nú kosið um bestu lög kappans á Tónlist.is. Ætlunin er að þau sextíu lög sem efst verða í kosningunni verði á nýrri safnplötu sem kemur út fyrir jólin. Allra hörðustu Bubba- menn eru þó ekki á eitt sáttir við úrval laganna sem hægt er að velja úr; margir sakna til að mynda KR-lagsins, frægs lags úr Tópas- auglýsingu og auðvitað Hagkaupslagsins sem Valgeir Guðjónsson reyndar samdi. - fb, fgg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fös 15/10 kl. 20:00 frums Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Lau 25/9 kl. 13:00 Lau 25/9 kl. 15:00 Sun 26/9 kl. 13:00 Sun 26/9 kl. 15:00 Lau 2/10 kl. 13:00 Lau 2/10 kl. 15:00 Sun 3/10 kl. 13:00 Sun 3/10 kl. 15:00 Lau 9/10 kl. 13:00 Lau 9/10 kl. 15:00 Fíasól (Kúlan) Fim 16/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 30/9 kl. 20:00 Fös 1/10 kl. 20:00 Lau 2/10 kl. 20:00 Fös 8/10 kl. 20:00 Lau 9/10 kl. 20:00 Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 16/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 síð.sýn. Fim 21/10 kl. 20:00 Fös 29/10 kl. 20:00 Fim 4/11 kl. 20:00 Lau 13/11 kl. 20:00 Fös 26/11 kl. 20:00 Hamskiptin (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 hús kor tið 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK ikhus id.is I mida sala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. U Ö U U Ö Lau 18/9 kl. 19:00 Sun 19/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00 Fim 30/9 kl. 19:00 Fös 1/10 kl. 19:00 Lau 2/10 kl. 19:00 Sun 3/10 kl. 15:00 Fös 8/10 kl. 19:00 Lau 9/10 kl. 19:00 Sun 17/10 kl. 19:00 Sun 24/10 kl. 19:00 Þri 26/10 kl. 19:00 Mið 27/10kl. 19:00 Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö U U Ö U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.