Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 16. september 2010 29
Breska indí-rokksveitin Amusem-
ent Parks on Fire spilar á Sódómu
Reykjavík í kvöld. Hljómsveitin,
sem hefur verið starfandi síðan
2004, hefur gefið út fimm EP-plöt-
ur og tvær stórar plötur. Sú þriðja,
Road Eyes, er væntanleg hjá
útgáfunni Filter US í Bandaríkjun-
um. Fyrsta plata sveitarinnar kom
út hjá fyrirtækinu Invada Records
sem er í eigu Geoffs Barrow úr
Portishead.
Sveitin kemur við hér á landi á
leið til Bandaríkjanna þar sem hún
ætlar í stóra tónleikaferð. Tónleik-
arnir á Sódómu hefjast klukkan 21
og er miðaverð 1.200 krónur.
Bresk sveit
með tónleika
AMUSEMENT PARKS Hljómsveitin spilar
á Sódómu Reykjavík í kvöld.
Upptökur hafa staðið yfir að undanförnu á plötu
með lögum úr söngleiknum Dísa ljósálfur sem verð-
ur frumsýndur í Austurbæ í byrjun október.
Álfrún Örnólfsdóttir, sem fer með hlutverk Dísu,
syngur þrjú lög einsömul á plötunni og heita þau
Allt er læst, Ljósið og Þriðja lag Dísu. Öll lögin í
söngleiknum eru eftir Gunnar Þórðarson en text-
arnir eru eftir Pál Baldvin Baldvinsson, leikstjóra
verksins.
Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir undan-
farnar sex vikur. Auk Álfrúnar leika í Dísu ljós álfi
þau Esther Talia Casey, Kári Viðarsson, María
Þórðardóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Steinn Ármann
Magnússon og Þórir Sæmundsson. - fb
Álfrún syngur fyrir Dísu
VIÐ UPPTÖKUR Álfrún Örnólfsdóttir og Gunnar Þórðarson við
upptökur á plötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tvær uppfærslur Útvarpsleikhúss-
ins eru tilnefndar til PRIX-EUR-
OPA verðlaunanna í ár.
Einfarar eftir Hrafnhildi Haga-
lín í leikstjórn hennar sjálfrar og
hljóðvinnslu Einars Sigurðssonar,
er tilnefnt til verðlauna í flokki leik-
ritaraða/framhaldsleikrita. Blessuð
sé minning næturinnareftir Ragn-
ar Ísleif Bragason, með tónlist eftir
Önnu Þorvaldsdóttur og í leikstjórn
Símons Birgissonar og hljóðvinnslu
Georgs Magnússonar, er tilnefnt í
flokki stakra leikrita en það var
frumflutt um síðustu páska.
PRIX-EUROPA er stærsta verð-
launahátíð útvarps- og sjónvarps-
efnis í Evrópu. Í ár bárust keppn-
inni 108 útvarpsverk. Aðeins 40
af þeim, frá 35 löndum, hlutu náð
fyrir augum dómnefndar, þar af
tvö verk frá Rás 1.
Hátíðin verður haldin vikuna
16. til 23. október næstkomandi
og verðlaunahafar verða kynntir á
lokadegi hennar.
Íslensk verk tilnefnd
HRAFNHILDUR HAGALÍN GUÐMUNDS-
DÓTTIR
Sýning Huldu Vilhjálmsdóttur,
Sjálfsmynd/identity/hidden ident-
ity, verður opnuð í Listasal Mos-
fellsbæjar á laugardag klukkan 14.
Hulda sýnir þar málverk, teikning-
ar og skúlptúra. Hulda, sem lauk
námi frá Listaháskóla Íslands árið
2000, hefur haldið fjölda sýninga
hér á landi og erlendis. Hún var til
dæmis með grasrótarsýninguna
Grasrótin er villt í Nýló og komst
í undanúrslit fyrir Carnegie-verð-
launin í fyrra.
Sýningin verður opin á
afgreiðslutíma Bókasafns Mos-
fellsbæjar. Aðgangur er ókeypis.
Sjálfsmynd í
Mosfellsbæ
MÁLVERK Eitt verkanna á sýningunni.
LANCÔME GJAFADAGAR
Í LYFJU LÁGMÚLA, LAUGAVEGI OG SETBERGI
FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG
Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur:
~ Lancôme snyrtibudda
~ Rénergie Morpholift krem 15 ml
~ Rénergie Morpholift augnkrem 5 ml
~ Rénergie Serum 10 ml
~ Lancôme maskari
~ Color Fever varalitur
Verðmæti kaupaukans
kr. 16.500.-
Einnig aðrar gerðir kaupauka
Lágmúla 5 – sími 533-2309
Laugavegi 16 – sími 552-4045
Setbergi – sími 555 2306
Fyrsti maskarinn frá Lancôme sem
sjáanlega endurnýjar augnhárin.
Þéttir augnhár eftir augnhár.
NÝTT
*
G
ild
ir
m
eð
an
b
ir
gð
ir
e
nd
as
t o
g
á
ky
nn
in
gu
s
te
nd
ur
. G
ild
ir
e
kk
i m
eð
B
oc
ag
e
og
b
lý
ön
tu
m
.