Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 10
 16. september 2010 FIMMTUDAGUR Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Ný vinnubrögð Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Það er mikilvægt að fyrirtæki sitji við sama borð og fari öll að leikreglum en vinnustaða- skírteinum er m.a. ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum. Samkomulagið nær í fyrstu til starfsmanna og fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð sem og rekstri gististaða og veitingahúsa. Atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn þeirra beri vinnustaðaskírteini. Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja atvinnurekendur til að bregðast skjótt við og stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi á íslenskum vinnumarkaði. Allar nánari upplýsingar á www.skirteini.is Vinnu staða skírte ini Marg rét Jó nsdót tir Starfs maðu r Kt. 12 3123- 1231 Matfö ng eh f. Svann ahöfð a 12, 112 R eykja vík Kt. 12 3123- 1231 E N N E M M / S ÍA / N M 43 10 7 FRÉTTASKÝRING Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahrun- inu? Formaður Félags löggiltra endur- skoðenda vísar á bug þeirri gagn- rýni þingmannanefndar Atla Gísla- sonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis eru íslenskir endur- skoðendur harðlega gagnrýnd- ir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslason- ar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðend- ur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðing- ar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknar- nefndin því til saksóknara að rann- saka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endur- skoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafs- son, formaður Félags löggiltra end- urskoðenda, sem er ósammála þing- mannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli til- skipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoð- unarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félags- ins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is Segir endurskoðendur víst hafa brugðist við Rangt er hjá þingmannanefnd Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt orsakir og afleiðingar hrunsins í sínum ranni, segir formaður þeirra. GAGNRÝNDIR VÍÐA Þórir sést hér lengst til vinstri á myndinni. Við hlið hans sitja Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson. Þeir tveir sæta nú báðir ákæru fyrir misferli í kringum bankahrunið. Í skoðun er hvort einnig skuli draga einhverja endur- skoðendur fyrir dóm vegna aðkomu þeirra að ýmsum málum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.