Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 4
4 14. október 2010 FIMMTUDAGUR Svanur Sigurbjörnsson, læknir. Bergvin Odds- son, skemmti- kraftur og rithöfundur. Svavar Kjarrval Lúthersson. Sigþrúður Þorfinnsdóttir, lögfræðingur. Frosti Sigur- jónsson, stjórnarformaður Dohop. Bolli Héðinsson, hagfræðingur. Eiríkur Mörk Valsson, fram- kvæmdastjóri. Ólafur Sigurðs- son, fyrrum fréttamaður. Þorbergur Þórsson, hagfræðingur og heimspekingur. Þorkell Helgason, stærðfræðingur. Jón Steindór Valdimarsson, lög- fræðingur. Þeir sem vilja láta framboðs síns getið í Fréttablaðinu geta sent til- kynningu ásamt mynd á ritstjórn blaðsins. Framboðsfrestur fyrir kosning- ar til stjórnlagaþings rennur út á mánudag. Enn sem komið er hafa mun fleiri karlar en konur til- kynnt um framboð. Þá lýsir Þorvaldur Gylfason prófessor því yfir í grein á síðu 25 að hann bjóði sig fram til stjórnlagaþings. Framboð til stjórnlagaþings Stjórnlagaþing: Fleiri karlar en konur í framboð SAMFÉLAGSMÁL Borgarráð hefur samþykkt að stytta afgreiðslu- tíma veitingastaða í miðborginni. Hugmyndin er að frá og með ára- mótum verði mest opið til klukk- an fimm og hálfu ári síðar verði afgreiðslutími aftur styttur um hálftíma. Tillagan var samþykkt. Fulltrúar Besta flokksins í borgarráði lögðu fram bókun um að skortur væri á áfengis- stefnu í Reykjavíkurborg og rök- rétt framhald af reykingabanni á skemmtistöðum væri innleiðing áfengisbanns í kjölfarið. - sv Afgreiðslutími skemmtistaða: Mun styttast um áramótin STJÓRNMÁL Allir voru sammála um að taka þurfi á skuldavanda heim- ilanna en mikið bar á milli um aðferðirnar á samráðsfundi um skuldavanda heimilanna í Þjóð- menningarhúsinu í gærkvöldi. Fundinn sátu stjórnendur fjár- málafyrirtækja, hagsmunagæslu- aðilar almennings og þingmenn allra flokka. „Þetta var mjög gagnlegur fund- ur, það hvessti vissulega mjög milli manna og var tekist hart á,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra eftir fundinn. Eitt af stóru málunum á fundinum voru hugmyndir um flata niðurfærslu skulda fyrir almenning. „Það er alveg ljóst að það ber töluvert á milli, en niðurstaða fund- arins er sú að það er sameiginleg- ur vilji til að taka á skuldavanda heimilanna,“ segir Jóhanna. Fundinn sátu fulltrúar viðskipta- bankanna, Íbúðalánasjóðs og líf- eyrissjóðanna, auk ýmissa hags- munagæsluaðila almennings. Hann sátu einnig þingmenn úr fjórum þingnefndum Alþingis auk fimm ráðherra. Jóhanna segir að fundinn hafi setið allir þeir sem þurfi að koma að því að leysa skuldavanda almennings. Það sé skylda þessa hóps að finna lausn á skuldavanda heimilanna, og það verði gert. „Við munum hittast aftur. Hvort sem við þurfum einn, tvo eða þrjá fundi til viðbótar munum við halda áfram að funda þar til komin er niðurstaða í þessu máli,“ segir Jóhanna. Hópur sérfræðinga mun nú fara yfir þær tillögur sem fram komu á fundinum, og fljótlega verð- ur boðað til annars fundar til að halda áfram með málið. Jóhanna segir ekki rétt að gefa fólki of miklar væntingar um flata niður- fellingu skulda, enda afar misjafn- ar skoðanir um mögulegar lausnir á vandanum. „Þarna voru allir tilbúnir til að vinna saman og finna lausnir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann segir skoðan- ir skiptar um leiðirnar, en vinnunni verði haldið áfram. Hann segir fulltrúa bankanna sammála um að taka verði á vand- anum þar sem hann sé mestur. Það myndi verða þjóðarbúinu dýrt að fara í flata niðurfærslu skulda, og ekki gagnast þeim sem illa standi. „Þetta var spjallfundur, menn voru að ræða stöðuna og möguleg- ar lausnir,“ segir Ásta H. Braga- dóttir, settur framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hún segir að umræðurnar hafi verið líflegar, og sjónarmiðin misjöfn. Allir hafi þó verið sammála um að reyna að leysa vandann. brjann@frettabladid.is Allir sammála um að leysa skuldavandann Töluvert bar á milli á fundi fulltrúa fjármálastofnana með hagsmunagæsluað- ilum almennings og þingmönnum. Skylda þessa hóps að finna lausn á skulda- vandanum segir forsætisráðherra. Hún segir ljóst að bráðaúrræði dugi ekki. SAMRÁÐSFUNDUR Fulltrúar fjármálastofnana og talsmenn skuldugra heimila skiptust á skoðunum á samráðsfundi í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Hér heilsast Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Öllum sjö starfsmönnum Sambands íslenskra sparisjóða (SÍSP) hefur verið sagt upp störf- um. Ólafur Elísson, stjórnar- formaður sambandsins, segir uppsagnirnar hluta af endur- skipulagningu SÍSP. Ólafur segir að starfsmenn- irnir muni vinna út uppsagnar- frest sinn, sem sé mislangur. Framhaldið skýrist væntanlega á næstu vikum, samhliða endur- skipulagningu sparisjóðanna. SÍSP er málsvari sparisjóðanna og stendur vörð um hagsmuni þeirra. - bj Endurskipuleggja samtök: Öllu starfsfólki SÍSP sagt upp SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að hverfa frá við Hvanna- dalshnúk á dögunum þar sem litast var um eftir klifurlínu og öðrum hlutum sem gætu tengst þýskum fjallgöngumönnum sem hurfu á þessum slóðum árið 2007. Aðstæður voru erfiðar og ekk- ert skyggni, að sögn lögreglunnar í Höfn, og verður beðið með könn- unarferðir fram á næsta sumar. Fjallgöngumenn gengu fram á klifurlínuna í vesturhlíð fjalls- ins í síðasta mánuði en lögregla vill ítreka að enn sé ekki hægt að slá því föstu að þessi lína teng- ist hvarfi fjallgöngumannanna þýsku. - þj Gæslan við Hvannadalshnúk: Bíða með leit fram á sumar TF-LÍF Þurfti frá að hverfa. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 13.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 195,1685 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,83 111,35 175,63 176,49 154,78 155,64 20,753 20,875 18,989 19,101 16,696 16,794 1,354 1,362 174,21 175,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SÆKTU UM STAÐGREIÐSLUKORT Á OLIS.IS P IP A R \T B W A - S ÍA - 1 02 47 9 Vinur við veginn Vil dar pu nkt ar Ice lan dai r -3k r. af e lds ney ti Afs lát tur af vör um VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 14° 12° 14° 14° 17° 12° 12° 24° 14° 25° 17° 30° 8° 15° 22° 8°Á MORGUN Hægur vindur en vaxandi SA-átt SV-til síðdegis. LAUGARDAGUR Strekkingur V-til, annars hægari. 10 10 10 10 6 12 8 8 8 9 7 13 10 8 7 6 5 4 6 4 5 4 10 9 8 7 8 10 10 10 13 12 BLAUTT EN SÆMILEGT Litlar breytingar á veðri næstu daga en það lítur út fyrir rign- ingu með köfl um á suðvesturhorninu. Bendi þeim á sem ætla að rölta milli staða á Airwaves- hátíðinni að hafa regnhlífi na eða regnstakk með- ferðis. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður IÐNAÐUR Um 1.300 ársverk verða til við framkvæmdir vegna fram- leiðsluaukningar í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík og byggingu Búðarhálsvirkjunar sem Lands- virkjun mun ráðast í til að afla orku vegna stækkunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Rann- veig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins. Fjárfesting Alcan nemur tæp- lega sextíu milljörðum króna, og áætlað er að 620 ársverk verði til á framkvæmdatímanum. Áætlað er að framleiðslan aukist um tæplega fjörutíu þúsund tonn á ári. Landsvirkjun mun hefja fram- kvæmdir við Búðarhálsvirkjun til að mæta orkuþörf vegna stækkun- arinnar. Fyrirtækið mun fjárfesta um 26 milljarða í virkjuninni, og munu á bilinu 600 til 700 ársverk verða til á byggingartíma virkjun- arinnar. Fram kemur í tilkynningu iðnað- arráðuneytisins að um sé að ræða stærstu einstöku fjárfestinguna í atvinnuuppbyggingu frá falli fjár- málakerfisins. - bj Ríkið semur um orkusölu vegna framleiðsluaukningar í álverinu í Straumsvík: Um 1.300 ársverk við framkvæmd STRAUMSVÍK Fjárfesting vegna fram- leiðsluaukningar í álverinu í Straums- vík er stærsta einstaka fjárfestingin í atvinnuuppbyggingu frá falli fjármála- kerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.