Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 12
12 14. október 2010 FIMMTUDAGUR Veldu þér Škoda Notaðir bílar · Kletthálsi og Laugavegi 174 · Sími: 590-5040 · Opið virka daga 10–18 og laugardaga 12–16. HAFÐU HANN Í ÁBYRGÐ MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU Komdu við hjá okkur á Kletthálsi og skoðaðu úrvalið af nýlegum og sparneytnum Škoda bílum. Verðið er sérlega hagstætt og með Bílaábyrgð HEKLU getur þú haft bílinn í ábyrgð þar til hann nær fimm ára aldri. Škoda Octavia 1.9 TDi dísil Ásett 2.390.000 kr. – Ekinn 62.000 km. Skráningardagur 14.05.07. Beinskiptur. Ásett 2.190.000 kr. - Ekinn 78.000 km. Skráningardagur 18.12.06. Sjálfskiptur. Ásett 2.490.000 kr. – Ekinn 69.000 km. Skráningardagur 29.05.07. Sjálfskiptur. Ásett 2.250.000 kr. – Ekinn 76.000 km. Skráningardagur 11.05.07. Beinskiptur. Ásett 1.900.000 kr. – Ekinn 60.000 km. Skráningardagur 21.11.07. Beinskiptur. Ásett 1.950.000 kr. – Ekinn 21.000 km. Skráningardagur 07.04.08. Beinskiptur. Škoda Octavia 2.0 FSi bensín Škoda Octavia 1.9 TDi dísil Škoda Octavia 1.9 TDi dísil Škoda Roomster 1.6 bensín Škoda Fabia Combi 1.2 bensín MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU F í t o n / S Í A SÍLE Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gær- kvöld var meirihluti þeirra laus úr prísund- inni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Fyrstur upp á yfirborðið var Florencio Avalos, sem talinn var heilsuhraustastur mannanna. Honum var ákaft fagnað meðan hann faðmaði að sér sjö ára son sinn, eigin- konu sína og loks Sebastian Pineira forseta, sem hefur fylgst grannt með undirbúningi og aðdraganda björgunaraðgerðanna. Næstur kom Mario Sepulveda, lífsglaður maður sem talar hátt og lætur margt flakka. „Ég tel mig hafa verið ótrúlega hepp- inn,“ sagði hann. „Ég var með guði og með djöflinum, og ég valdi guð.“ Mönnunum hefur verið tekið eins og þjóð- hetjum. Þrautseigja þeirra og samstaða hefur verið lofuð í hástert. Pineira forseti hefur meira að segja sagt þá eiga að vera þjóðinni til fyrirmyndar. Dvöl þeirra í meira en tvo mánuði í ein- angrun neðanjarðar hefur þó reynst þeim erfið. Fréttir hafa borist af harkalegum ágreiningi í hópnum og þeir eru sagðir hafa samþykkt að láta ekkert uppi um alvarleg atvik sem áttu sér stað fyrstu vikurnar. Eftir að mennirnir komu upp á yfirborðið hafa þeir allir verið settir á sjúkrabörur og þeir síðan fluttir stutta leið yfir í sjúkraskýli þar sem heilsufar þeirra er kannað. Þeir hafa síðan hver á fætur öðrum verið lagðir inn á sjúkrahús í Copiapo þar sem betur verður hugað að þeim næstu tvo sólarhringana. Stjórnvöld hafa heitið því að hugsa vel um mennina í hálft ár að minnsta kosti, og leng- ur ef einhverjir þeirra þurfa á frekari aðstoð að halda. Sálfræðingar telja fullvíst að þessi reynsla muni setja mark sitt á líf þeirra það sem eftir er. Mennirnir hafa verið innilokað- ir á meira en 700 metra dýpi síðan 5. ágúst þegar námugöngin lokuðust. Enginn vissi hvort þeir væru á lífi fyrr en sautján dögum síðar, þegar þröng hola hafði verið boruð niður til þeirra. Þeim tókst að senda lítinn miða upp á yfirborðið þar sem á stóð, krotað með rauðu bleki: „Við erum hér í afdrepinu í góðu ástandi, allir 33.“ Mennirnir höfðu farið inn í afdrep í göng- unum til að snæða hádegismat þegar hrunið varð hinn 5. ágúst. Hægt var að koma til þeirra samskipta- búnaði niður þröngu göngin og síðan var hafist handa við að bora göng sem væru nógu breið til að hægt væri að koma einum manni upp í einu. Sjálf björgunin hófst rétt fyrir miðnætti á miðvikudag, 69 dögum eftir að þeir lok- uðust inni. Fyrst var björgunarmaður sendur niður í hylkinu, sem sérstaklega var hannað til að flytja mennina upp á yfirborðið. Eftir að fyrsti námumaðurinn var kom- inn upp fór sjúkraliði niður með hylkinu til að huga betur að heilsufari mannanna áður en þeir væru fluttir upp, og síðan komu þeir einn af öðrum upp á yfirborðið þar sem mannfjöldinn tók á móti þeim. gudsteinn@frettabladid.is Björgunarafrek í eyðimörkinni Sannkölluð þjóðhátíðarstemning hefur ríkt í Síle undanfarinn sólarhring þegar hver námumaðurinn á fætur öðrum hefur verið hífður upp úr námugöngum eftir nærri sjötíu daga innilokun. Björgunin gekk eins og í sögu og mönnunum var fagnað eins og þjóðhetjum. TVEGGJA MÁNAÐA AÐSKILNAÐUR Námumaðurinn Mario Gomez, nýkominn upp úr göngunum, hittir eigin- konu sína eftir 69 daga aðskilnað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FORSETINN TÓK Á MÓTI Sebastian Pinera, forseti Síle, tók á móti fyrstu námamönnunum og faðmaði þá að sér. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.