Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 22
 14. október 2010 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Hjá Actavis starfa rúmlega tíu þúsund manns víða um heim. Þar af voru hér 630 um síðustu áramót. Fyrirtækið hefur á árinu unnið að því að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði en við það mun framleiðslugetan hér aukast um helming. Samhliða því var gert ráð fyrir að ráða fimmtíu nýja starfsmenn á árinu. Þeir eru nú rúmlega 700 talsins og er búist við að þeim muni fjölga um í kringum fjörutíu á næstu mánuðum. Það jafngildir tæplega fimmtán prósenta fjölgun starfa. Aðallega hefur starfs- fólki fjölgað í pökkunar- og töfludeild, auk þess sem ráðið hefur verið í störf á gæðasviði og á fleiri sviðum í tengslum við stækkunina. HÖFUÐSTÖÐVAR ACTAVIS Rúmlega tíu þúsund manns vinna hjá Actavis. Þar af eru rúmlega sjö hundruð hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fjölga starfsmönnum hér um 15 prósent 20 Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja Haustráðstefna KPMG 28. október / Grand Hótel KPMG blæs til haustráðstefnu þar sem fjallað verður um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og er leitað í þekkingar- og reynslubrunn nokkurra áhugaverðra fyrirlesara. Ráðstefnan byrjar með hádegisverði klukkan tólf og dagskráin hefst formlega klukkan eitt. Ráðstefnugjald er 7.500 kr. Skráning fer fram á www.kpmg.is Dagskrá Fjármálakreppan og aðlögun íslensks efnahagslífs Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Fjárhagsleg endurskipulagning – hvernig mætast sjónarmið fyrirtækja og kröfuhafa Michael Dance, sérfræðingur í fjárhagslegri endurskipulagningu Lífið eftir endurskipulagningu Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips Reynslusaga af flóknu endurskipulagningarferli H. Ágúst Jóhannesson, KPMG Eru enn til staðar hindranir í endur- skipulagningu og viðreisn fyrirtækja? Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Pallborðsumræður Stjórnandi: Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital Ráðstefnustjóri Auður Ósk Þórisdóttir, KPMG Claudio Albrecht, forstjóri Acta- vis, sest í stól stjórnarformanns eftir fjárhagslega endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Breyting- ar verða jafnframt á stjórn Acta- vis. Ný stjórn fundar í fyrsta sinn í byrjun næsta árs. Hann verður áfram forstjóri fyrirtækisins. Fjárhagslegri endurskipulagn- ingu á skuldum Björgólfs Thors Björgólfssonar, fráfarandi stjórnar- formanns Actavis, lauk í júlí í sumar. Samhliða því var unnið í málum Actavis. Samkvæmt uppgjöri Björgólfs sem greint var frá í sumar verð- ur hann áfram hluthafi í Acta- vis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögun- um, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu hins vegar fara upp í skuldir hans við innlenda og erlenda lánardrottna. Í sumar var jafnframt greint frá því að Björgólfur myndi sitja áfram í stjórn Actavis. Claudio Albrecht, sem settist í forstjórastólinn seint í júní, segir í samtali við Fréttablaðið að mikilvægt hafi verið að endur- skipuleggja skuldastöðu Actavis. Þótt núverandi rekstrarár stefni í að verða það besta frá upphafi hafi skuldir verið slíkar að það hefði verið þungur róður að greiða af lánum. Því hafi þurft að laga skuldastöðuna. Ekki liggur fyrir hvað felst í fjárhagslegri endurskipulagningu Actavis að öðru leyti en því að félagið var endurfjármagnað í sumar. Líklegt er að nánar verði greint frá breytingunni fljótlega. Fram kom í tilkynningu frá Acta- vis í júlí að fyrirtækið stefndi að frekari vexti, einkum í Suður-Evr- ópu, í Japan, Mið-Austurlöndum og í Norður-Afríku. Það myndi leggja áherslu á líftæknilyf, sem væru dýr í þróun og krefðust því sterkr- ar fjárhagsstöðu. Félagið vinnur nú að áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa á 51 prósents hlut í svissneska líftæknifyrirtækinu Biopartners og er gert ráð fyrir að henni ljúki um næstu mánaðamót. jonab@frettabladid.is Stefnir í met- ár hjá Actavis Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, verður stjórnar- formaður fyrirtækisins. Fjárhagslegri endurskipu- lagningu þess er lokið. Breytingar verða á stjórninni. MILLJARÐAR KRÓNA eru heildarútlán Íbúðalánasjóðs á fyrstu níu mánuð- um ársins. Það er tuttugu prósenta samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvufyrirtækinu Apple fór yfir þrjú hundruð Bandaríkjadali á hlut í fyrstu viðskiptum gærdagsins. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Það jafngildir því að eitt hlutabréf í Apple hafi við upphaf viðskiptadagsins vestanhafs í gær kostað 33.444 íslenskar krónur. Bandaríska dagblaðið Washington Post bendir á að gengi hlutabréfa hafi hækkað um 43 prósent á árinu. Þá er bent á að í desember árið 2003 hafi gengi hlutabréfanna staðið í tæpum tíu dölum á hlut. Miðað við gengið við upphaf viðskiptadagsins í gær hefur það hækkað þrjátíufalt á tímabilinu. Washington Post bendir á að helsta ástæðan fyrir velgengni Apple undanfarin ár sé farsæl markaðs- setning raftækja á borð við tónhlöðuna iPod, spjaldtölvuna iPad og snjallsímann iPhone. - jab Gengi hlutabréfa bandaríska tæknirisans Apple hefur aldrei verið hærra: Eitt bréf kostar 33.441 krónur FORSTJÓRINN Claudio Albrecht, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins, segir stefna í metafkomu á árinu. Fyrirtækið vinnur að enn einni yfirtökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.