Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 28
28 14. október 2010 FIMMTUDAGUR AF NETINU SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Í nýframlögðu fjárlagafrum-varpi fyrir 2011 eru framlög til háskóla skorin verulega niður eins og á við um flesta aðra málaflokka í ríkisfjármálum. Um ástæður þess þarf ekki að fjölyrða og er niður- skurður hjá hinu opinbera óum- flýjanlegur. Til að slíkar aðgerð- ir skili árangri er forgangsröðun lykilatriði og því vekur forgangs- röðun niðurskurðar til kennslu á háskólastigi furðu og er ekki til þess fallin að efla íslenskt atvinnu- líf til framtíðar. Á tímum þegar nauðsynlegt er að efla nýsköpun og byggja upp framleiðsludrif- ið þjóðfélag og lífskjör sambæri- leg við þau sem eru í nágranna- löndum okkar kjósa stjórnvöld að skera tækni- og raunvísindanám mest niður af öllu háskólanámi eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem sýnir breytingu á framlögum ríkisins til háskóla fyrir hvern árs- nemanda (nemandi í fullu námi í eitt ár) milli áranna 2010 og 2011. Öflugt tækninám á háskólastigi er nauðsynleg undirstaða sterkrar tækniþekkingar í atvinnulífinu og sterk tengsl eru milli tækniþekk- ingar og efnahagslegrar velgengni þjóða. Undanfarna mánuði hefur atvinnulífið kallað eftir því að framhalds- og háskólar efli tækni- menntun og skili nægilegum fjölda vel menntaðs og öflugs tæknifólks út í þjóðfélagið til að taka þátt í upp- byggingu þekkingariðnaðar hér á landi á næstu misserum. Í alþjóð- legum samanburði hefur Ísland verið aftarlega á merinni hvað varð- ar hlutfall ungs fólks sem menntað er í tækni og raunvísindum en þó hefur tækninám verið að eflast hér á landi á undanförnum árum. Með þessari stefnubreytingu er því miður horfið af þeirri braut. Samanburður við háskóla á Norð- urlöndum Fjármögnun háskóla á Íslandi er byggð upp með sama sniði og í Danmörku og Svíþjóð, þ.e. að greitt er fyrir ársnemendur með mis- munandi verðflokkum eftir náms- greinum, en þar að auki fá háskól- arnir bein framlög til rannsókna. Þegar borin eru saman fjárlaga- frumvörp landanna fyrir árið 2011 sést að eftir þessa stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda er munur- inn á framlögum til kennslu milli landanna mestur í tækni- og raun- vísindanámi, þar sem íslenskir háskólar fá aðeins um 46% af þeim framlögum sem háskólar í Dan- mörku fá og 61% af þeim framlög- um sem háskólar í Svíþjóð fá. Það er því ljóst að íslensk stjórnvöld eru á rangri leið í þessum málum. Í fjárlagafrumvörpum þjóðanna má einnig sjá að fjárframlög til ein- stakra háskóla eru sláandi hærri á Norðurlöndum en á Íslandi. Þar má t.d. nefna að KTH- og Umeå- háskólar í Svíþjóð og Álaborgarhá- skóli í Danmörku (allt skólar með sterkt tækninám) fá tvöfalt til þre- falt hærri fjárframlög fyrir hvern nemanda en íslenskir háskólar á tæknisviðinu. Einnig má nefna að danski tækniháskólinn, DTU, fær um sjöfalt hærri fjárframlög sem skýrist af mjög hárri rannsókna- fjárveitingu, en þar standa íslenskir háskólar mjög höllum fæti. Almennt má segja að fjárveitingar þessara skóla til rannsókna séu sambærileg- ar við fjárveitingar til kennslu, en fyrir íslenska skóla eru fjárveiting- ar til rannsókna um eða innan við 50% af fjárveitingum til kennslu, sem er of lágt til að halda úti öflugu rannsóknarstarfi til langs tíma. Lífskjör til framtíðar Í íslenskum háskólum er unnið gott starf á fjölmörgum sviðum. Tækni- nám hér á landi hefur verið gott og íslenskir nemendur hafa staðið sig vel í námi og starfi í öðrum löndum. Með minnkandi fjárveitingum verður þó æ erfiðara að viðhalda þessum árangri. Það er auk þess staðreynd að þessi árangur hefur að hluta til náðst á kostnað rann- sókna. Rannsóknir á tæknisviðinu eru nátengdar nýsköpun og þau lönd sem standa efnahagslega sterkast í heiminum byggja á háskólasam- félagi og atvinnulífi með sterka tækniþekkingu ásamt þróttmiklu þróunar- og nýsköpunarstarfi. Með núverandi fjármögnun munu íslenskir háskólar á tæknisviðinu verða eftirbátar háskóla í öðrum löndum og mun það óumflýjanlega koma niður á samkeppnishæfni og lífskjörum íslensku þjóðarinnar til framtíðar. Forgangsröðun háskólanáms á villigötum Menntamál Gunnar Guðni Tómasson forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík Sigurður Magnús Garðarsson forseti umhverfis- og byggingarverkfræði- deildar Háskóla Íslands Tækninám hér á landi hefur verið gott og íslenskir nemendur hafa staðið sig vel í námi og starfi í öðrum löndum. Með minnkandi fjárveitingum verður þó æ erfiðara að viðhalda þessum árangri. 4,0 2,0 0,0 -2,0 -4,0 -6,0 -8,0 -10,0 -12,0 -14,0 Pr ós en t Breyting framlaga pr. ársnemanda 2010-2011 Fé la gs ví si nd i Tö lv un ar fræ ði Ke nn ar an ám H jú kr un Tæ kn in ám + ra un ví si nd i Læ kn is fræ ði Ta nn læ kn in ga r Segjum að það séu 20% líkur á að þú hafir sjúkdóm sem versn- ar og versnar ef ekkert er að gert og geti að lokum örkumlað þig eða dregið til dauða. Myndirðu vilja vita hvort þú bærir þennan sjúk- dóm eða ekki? Eða hvernig finnst þér að frétta að á meðal íslenskra reykingamanna 40 ára og eldri séu 18% með lungnasjúkdóm sem heit- ir langvinn lungnateppa og er nú að skjótast upp í efstu sæti yfir dánar- orsök fólks á Vesturlöndum? Sjúk- dóm sem á alvarlegri stigum kallar geysilega fötlun og lífsgæðaskerð- ingu yfir fólk, en hefur hingað til á vægari stigum þótt svo ómerkileg- ur að læknar hafa sjaldnast fyrir því að greina hann, jafnvel þótt það verði auðveldlega gert með einföldu blástursprófi. Þessi 18% tala er niðurstaða íslenska hluta fjölþjóðlegrar rannsóknar á far- aldursfræði langvinnrar lungna- teppu og var birt í Læknablaðinu fyrir þremur árum. Sem betur fer var helmingur aðeins með sjúk- dóminn á byrjunarstigi, en samt er ógnvænlegt að 9% allra yfir fer- tugu skuli búa nokkuð örugglega við skert lífsgæði og færni. En hvað er langvinn lungna- teppa? Það er sjúkdómur sem einkennist af viðvarandi bólgu í berkjum lungnanna og mismik- illi skemmd loftskiptavefsins sem veldur þeirri blöðrumyndun sem kölluð er lungnaþemba. Það hægir á loftflæði um lungun og viðvar- andi skerðing á fráblástursgetu kemur fram. Óeðlileg mæði, lang- stæður hósti, ekki síst með slím- uppgangi, öndunarerfiðleikar og surg eða píp í brjósti geta verið einkenni þessa sjúkdóms, og þó að slík einkenni séu sem betur fer engin sönnun fyrir sjúkdómi eru þau gild ástæða til að láta mæla hjá sér lungnastarfsemina með blástursprófi. En hvers vegna þetta fálæti um svo algengan og alvarlegan sjúk- dóm? Menn hafa sagt að ekki þurfi að greina sjúkdóm sem ekkert væri við að gera annað en að þeir sem enn reyki hætti, því öllum er hvort sem er hollast að hætta að reykja, strax. En við þennan hugsunarhátt veður að gera alvarlegar athuga- semdir. Það er ekki rétt að ekkert sé hægt að gera, þó að vissulega finnist ekki nein töfralækning sem gerir lungun heil á ný. Reglubundin hreyfing og þjálfun bætir færni og líðan á öllum stigum sjúkdómsins. Lyf eru til sem bæta öndunargetu. Næringarástand hefur mikla þýð- ingu um framvindu sjúkdómsins og reykleysi má styðja á ýmsan hátt, með lyfjum, fræðslu og stuðningi. Það hefur sýnt sig með æ skýrari hætti að langvinn lungnateppa er ekki bara sjúkdómur lungna held- ur gætir um allt. Vöðvar og bein rýrna, hjarta og æðakerfi farnast verr og andleg heilsa er lakari en hjá öðrum, svo eitthvað sé nefnt. Hreyfing, góð næring og auðvitað reykleysi eru því mikilvæg forvörn gegn framgangi sjúkdóms sem læðist lymskulega að fólki og nær oft að ganga ótrúlega langt áður en gripið er til aðgerða. Þess vegna er mikilvægasta röksemdin fyrir því að greina langvinna lungna- teppu sem fyrst sú, að sá sem ekki þekkir ástand sitt er sviptur tæki- færinu til að bregðast sjálfur við vandanum. Öndunarmælar eru til á nær öllum heilsugæslustöðv- um á Íslandi og bendi ég fólki á að kanna möguleika á slíkri mælingu á heilsugæslustöðinni sinni. Nú er barist fyrir því um allar jarðir að greina langvinna lungna- teppu fyrr, með því að bjóða almenningi blásturspróf. Fólk yfir fertugu sem hefur einkenni frá öndunarfærum eða hefur reykt meira en 10-20 ár ævinnar er hvatt til að fara í blásturspróf. Liður í þessari baráttu er alþjóð- legur dagur öndunarmælinga, 14. október. Af því tilefni býður hjarta- og lungnarannsóknarstofa Reykjalundar gestum og gangandi upp á ókeypis blásturspróf þennan dag á milli kl. 10 og 14. Þar verð- ur að auki starfsfólk lungnasviðs tiltækt og gefur ráðleggingar um hreyfingu og þjálfun, næringu, reykleysi og meðferð langvinnr- ar lungnateppu. Verið velkomin, því fyrst er að vita hvar sá stendur sem vísa skal veginn. Eru lungun í lagi? Heilbrigðismál Hans Jakob Beck yfirlæknir lungnasviðs á Reykjalundi Hreyfing, góð næring og auðvitað reykleysi eru því mikilvæg forvörn gegn framgangi sjúkdóms sem læðist lymskulega að fólki og nær oft að ganga ótrúlega langt áður en gripið er til aðgerða. Útvarpsþátturinn Harmageddon Ég var í dag, miðvikudaginn 12. október 2010, í viðtali í þættinum Harmageddon á FM 977. Stjórnendurnir vildu óðir og uppvægir gera upp hrunið og finna söku- dólga, ekki síst í Sjálfstæðisflokknum. Ég svaraði því til, að mikilvægast væri að læra af mistökunum, svo að halda mætti fram á við og upp á við. Til þess yrði auðvitað að vita og greina, hver mistökin væru. [...] Ég andmælti því, að setja mætti alla undir sama hatt og Jón Ásgeir og klíkuna í kringum hann. Fjöldi íslenskra auðmanna og banka- manna eru hinir mætustu. Hverri þjóð er nauðsynlegt að eiga menn, sem skapa auð með dugnaði og fyrirhyggju. Hverri þjóð er nauðsynlegt að eiga öfluga banka og góða bankamenn. Ég minnti á, að lýðskrumarar reyna ætíð að gera sér óvini: Nasistar réðust á Gyðinga, kommúnistar á „auðvaldið“. Nú er reynt að gera alla auðmenn og alla bankamenn að glæpamönnum, vegna þess að Jón Ásgeir og klíkan í kringum hann misnotaði frelsið. http://www.pressan.is/pressupennar/HannesHolm- steinnGissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Umvafin hagræði með raunhæfum lausnum Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Við skilum þér skýrum og mælanlegum ávinningi með lausnum okkar og ráðgjöf. Hagræðing með Rent A Prent prentþjónustu, sýndarvæðingu netþjóna og miðlægri stjórnun útstöðva þýðir aukna hagkvæmni, betri nýtingu, minni orkunotkun og lægri kostnað. Við umvefjum þig hagræði Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. H 2 H Ö N N U N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.