Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 32

Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 32
 14. október 2 Nýtni er ofarlega á blaði í kreppu- ráðum og Fréttablaðinu lék for- vitni á að vita hvort fólk væri farið að nýta fötin sín betur og láta gera við þau þegar þau færu að slitna. Hringt var í fjórar saumastofur á höfuðborgarsvæðinu og bar svar- endum öllum saman um að við- skiptin hefðu glæðst til muna eftir að kreppan skall á. Í Listasaumi í Kringlunni varð Ingibjörg Ágústsdóttir, starfs- maður saumastofunnar, fyrir svörum. Hún segir það hafa auk- ist mikið að fólk komi með föt til að láta gera við þau. Gengur jafn- vel of langt í því, segir Ingibjörg. „Stundum eru fötin svo illa farin að það borgar sig varla að gera við þau. En fólki þykir kannski vænt um flíkina, svo við segjum aldrei að ekki sé hægt að gera við hana heldur gerum okkar besta.“ Göt á áberandi stöðum eru þó erfið viðfangs, því eftir því sem Ingibjörg best veit er ekki lengur nokkur manneskja á landinu sem kann kúnststopp svokallað, það er að stoppa í göt svo það sé varla merkjanlegt. „Ég vildi svo gjarn- an að einhver sem les þetta kynni það og gæfi sig fram,“ segir Ingi- björg. „Það er mikil þörf fyrir þessa kunnáttu.“ Auður Þórisdóttir, eigandi Saumsprettunnar við Aðalstræti, segist aldrei fá verkefni sem hún treysti sér ekki til að leysa. „Það verður kannski ekki alveg eins og það var, en við förum yfir það með kúnnanum hvernig hægt er að leysa vandamálið og höfum aldrei sent neinn frá okkur með flíkina óviðgerða.“ Hún segist hafa orðið vör við gífurlega aukningu í við- gerðum strax haustið 2008 sem hafi stigmagnast fram á mitt ár 2009 og haldist nokkuð stöðug síðan. Arna Arnfinnsdóttir, annar eig- andi Saumnálarinnar við Snorra- braut, tekur í sama streng. Breyt- ingarnar séu líka öðruvísi en áður, nú sé fólk meira að halda fötun- um við, en áður hafi verið algeng- ara að fólk kæmi með dýrar flík- ur og léti breyta þeim, þrengja eða víkka, til að lengja líftímann. Í Breytt og bætt í Smáralind segir Gosia Jagusiak, eigandi stofunnar, að það sé orðið miklu algengara að fólk komi með föt í breytingu. Hún hafi til dæmis breytt pilsi í kjól um daginn. Annað sem sé mun meira áberandi nú en áður séu breytingar á jakkafötum fyrir karlmenn, það hafi heyrt til undantekninga fyrir kreppu. Erf- itt sé að segja hvort það sé ódýr- ara að láta breyta gömlum fötum heldur en kaupa ný. Það fari eftir umfangi breytinganna, en hægt sé að fá kjól þrengdan frá sirka 3.000 krónum svo dæmi sé tekið. - fsb Leysa hvers manns vanda Þegar harðnar í ári skjóta gamlar áherslur upp kollinum og fólk fer að huga betur að því í hvað aurinn fer. Að láta gera við gömlu fötin í stað þess að kaupa ný er eitt af því sem margir hafa gripið til. Miklu algengara er nú en áður að fólk komi með föt til viðgerða og viðhalds á saumastofum. Arna Arnfinnsdóttir í Saumnálinni reynir að verða við óskum við- skiptavina eftir fremsta megni eins og starfssystur hennar á öðrum saumastofum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RENNILÁS SETTUR Í BUXUR STYTTAR Listasaumur 2.500 kr. 1.800 kr. Saumsprettan 3.200 kr. 2.200-3.500 kr. Saumnálin 2.800 kr. 2.000 kr. Breytt og bætt 2.400 kr. 1.800 kr. VERÐSAMANBURÐUR Demantanáman í Kim- berley í Suður-Afríku er frægasta demanta- náma heims. Næstum helmingur allra dem- anta sem fundist hafa er frá Mið- og Suður- Afríku en einnig hefur fundist nokkurt magn í Kanada, Indlandi, Rússlandi, Brasilíu og Ástralíu. visindavefur.is Varirnar má gera ómótstæðilegar í fjórum skrefum. 1. Notið varasalva til að mýkja þær. 2. Mótið útlínurnar með varablýanti. 3. Berið náttúrulegan varagloss á varirnar. 4. Takið ykkur ljósan augnskugga í hönd og berið í hring þar sem varirnar opnast. Þannig dökknar liturinn eftir því sem nær dregur útlínunum og varirnar virðast fyllri. Kynning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.