Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 45

Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 45
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Goodyear UG 7+. Afburðadekk við íslenskar aðstæður. Háþróað dekk frá Goodyear sem hefur hlotið 1. sæti í virtum samanburðarkönnunum víða um heim. Heilsársdekk frá Kelly með góðu stefnumynstri á frábæru verði. Kelly dekk in eru í eigu Goodyear og framleidd undir þeirra gæðastaðli. Goodyear Duratrac. Sterk og endingargóð jeppa dekk. Munstur sem virkar vel við allar aðstæður. Neglanleg vetrardekk framleidd af Firestone. Endingargóð kanadísk dekk á frábæru verði. Tilvalin undir jepplinga og óbreytta jeppa. Fyrirtækið Klettur starfrækir öflugt hjólbarðasvið og býður upp á breitt vöruúrval dekkja, allt frá mótorhjóladekkjum upp í dekk fyrir stærstu gerðir vinnuvéla en aðalmerki Kletts í dekkjum er Goodyear. Fyrirtækið er til húsa í Kletta- görðum 8-10. Klettur er nýtt fyrirtæki sem byggir á gömlum grunni. Fyrir- tækið hét áður Vélasvið Heklu en var selt úr úr Heklu í sumar og er því í eigu nýrra aðila með trausta starfsemi. Klettur er til húsa í Klettagörðum við Sundahöfn og er stór heildsali í dekkjum fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla, vöru- bíla, vinnuvélar og mótorhjól auk þess að reka glæsilega dekkjaþjón- ustu fyrir minni fólksbíla og svo stærstu gerðir vörubíla. „Klettur býður upp á mjög breiða línu dekkja fyrir mótor- hjól, fólksbíla, lyftara, sendibíla, vörubifreiðar og svo stærstu gerðir vinnuvéla. Við erum aðal- lega heildsalar fyrir hjólbarða- verkstæði um land allt, en sinn- um samt smásölumarkaðnum líka,“ segir Þorgeir Ragnar Páls- son, vörustjóri hjá hjólbarðadeild Kletts. Aðalvörumerki Kletts í hjól- börðum er Goodyear og Dunlop og undirmerki frá Goodyear má fá á góðu verði. Goodyear er stór framleiðandi í til að mynda vöru- bíladekkjum sem og í dekkjum fyrir vinnuvélar en hefur einnig verið með nokkrar ódýrari línur í boði til að geta keppt á verðmark- aðinum, án þess þó að gera minni kröfur til öryggis og gæða. Good- year og Dunlop hafa framleitt hjólbarða í meira en 100 ár. „Goodyear er flaggskipið okkar en annað merki sem við erum með er Winterforce, sem eru kanadísk dekk framleidd af Firestone. Þau dekk eru vinsæl undir óbreytta jeppa og jepplinga en Winterforce- dekkin henta afar vel við íslensk- ar aðstæður og eru fáanleg bæði negld og ónegld á góðu verði. Kelly og Fulda eru svo undirmerki frá Goodyear á góðu verði, bæði fram- leidd í Evrópu. Þessi vörumerki eru mjög sterk og hafa verið lengi á dekkjamarkaðinum. Við bjóðum líka upp á gott úrval lyftaradekkja frá dönskum birgi.“ Dekk í fólksbíla er hægt að fá bæði negld og ónegld og Þor- geir segir miklu skipta að öku- menn velji dekk sem þeim líði vel á, geri þá örugga og velja skuli negld dekk ef bílstjórum líði betur þannig. „Við reynum að vera leið- beinandi og leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og að geta aðstoðað viðskiptavininn fljótt og vel.“ Goodyear er flaggskip okkar í hjólbörðum „Við reynum að vera leiðbeinandi og leggjum ríka áherslu á góða þjónustu,“ segir Þorgeir Ragnar Pálsson, vörustjóri hjá hjól- barðadeild Kletts. Með honum á myndinni eru Eggert Bjarki Eggertsson og Gísli Ólafsson, starfsmenn Kletts. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Klettur rekur þjónustuverkstæði fyrir hjólbarða í Klettagörðum sem jafnframt er eitt fullkomn- asta og stærsta vörubílaverkstæði á landinu. Húsnæðið býður upp á að vörubílar geti keyrt í gegn- um verkstæðið. Auk stórra bif- reiða eru minni fólksbílar einnig þjónustaðir á verkstæðinu. Klettur selur hjólbarða á hjól- barðaverkstæði um land allt og er aðalstarfsemi fyrirtækisins því á heildsölumarkaði. Sölu- og þjónustusvið Kletts er til húsa að Klettagörðum 8-10 og er opið alla virka daga frá klukkan 8 til 17. Hægt er að bóka tíma í síma 590 5190 eða á heimasíðu fyrir- tækisins; klettur.is og með því að senda tölvupóst á tires@klettur.is. Verðlista yfir dekkin er hægt að nálgast á klettur.is. Verkstæði Kletts í Klettagörðum Húsnæðið að Klettagörðum býður upp á að stærstu vörubílar geta ekið í gegnum verkstæðið þar sem stórar dyr eru báðum megin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.