Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 56

Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 56
36 14. október 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. sett, 6. samanburðartenging, 8. skordýr, 9. ar, 11. ryk, 12. dramb, 14. krapi, 16. drykkur, 17. bar, 18. kerald, 20. fisk, 21. bylgja. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. frá, 4. planta, 5. auð, 7. gagn, 10. eldsneyti, 13. yfirbreiðsla, 15. elds, 16. blekking, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. lagt, 6. en, 8. fló, 9. ryk, 11. im, 12. stolt, 14. slabb, 16. te, 17. krá, 18. áma, 20. ál, 21. liða. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. af, 4. glitbrá, 5. tóm, 7. nytsemi, 10. kol, 13. lak, 15. báls, 16. tál, 19. að. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Í Riverdance æfingabúðunum Er Maggi heima? Bíddu aðeins Björn. MAGGI! BJÖRN ER KOMINN! Björn? Hvaða Björn? Björn Borg! Björn Borg! Sniðugur kall! FWAP SLUURP! SMJATT! SMJATT! SMJATT! Sagðistu ekki hafa keypt í matinn í dag? Oooooojjjjjjj! Könguló! Köngulær eru það ógeðslegasta í öllum heiminum! Þetta er ekki könguló. Þetta er hárflóki af pabba úr sturtunni. Næst þegar þú sérð könguló segðu henni þá að ég taki þetta til baka. BANNAÐ AÐ LEGGJA í einelti Það er ekki óvenjulegt að í sambandi sem staðið hefur um nokkurt skeið dragi úr líkamlegri ástríðu með tímanum. Við tölum ekki mikið um það, vegna þess að það er víst mælikvarði á árangur að gera það oft. EINHVERS staðar las ég að ástin væri ekki tilfinningar eða erótík, heldur stærð- fræði! Sambönd fara af stað með dás- amlegt flæði af plúsum, en smám saman tínast mínusarnir inn. Og ef mínusarn- ir verða plúsunum fleiri hættum við saman. ÁSTIN er sem sagt reikningur sem þarf helst að koma út í plús. ÞETTA eru engin ný sannindi. Við vitum öll að við kjósum heldur plúsa en mínusa. EN hvað er plús? Gáfaðir sál- fræðingar segja að plús sé það sama og nánd. Að líkam- leg og andleg nálægð og væntumþykja sé það sem við leitum að í maka. En með nándinni og væntum- þykjunni verðum við ber- skjölduð. Og því fylgir ótt- inn við að missa. ÞEGAR við óttumst að missa lokum við fyrir heiðarleikann. Sérstaklega þann heiðarleika sem felur í sér mínusa og getur þar af leiðandi sært makann. Jafn- vel hrakið hann/hana frá okkur. Eða við lokum á heiðarleika og einlægni makans, vegna þess að við viljum ekki heyra af mínusum okkar. Til þess að komast hjá sárindum lokum við fyrir trúnaðinn. En þegar við þorum ekki að deila hugsun- um og tilfinningum, líka þeim neikvæðu, hvert með öðru, útilokum við nándina. Jafnvel þótt hún sé það sem við þráum mest. SÁLFRÆÐINGAR segja að skortur á heið- arleika valdi sjálfsagt ákveðinni fjarlægð, en á móti verði sambandið oftar í jafnvægi og án stórra tilfinningasveiflna. ÞAÐ þýðir líka að ástríða og þrá víkja fyrir kurteislegum samskiptum, sem ein- kennast jafnvel bæði af ást og tillitsemi. EF blása á lífi í ástríðuhita verðum við hins vegar að þora að deila okkar innstu hugsunum og tilfinningum á opinn og kærleiksríkan hátt. Það getur sært, en við getum líka valið að vaxa. PLÚS eða mínus… við þurfum bæði! Plús eða mínus?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.