Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 61

Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 61
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 41 Kötlumót Söngmót sunnlenskra karlakóra á flúðum Laugardaginn 16. október Í Límtréshöllinni syngja eftirtaldir kórar kl. 14:30: Karlakór Selfoss Karlakórinn Þrestir Í Félagsheimili Hrunamanna syngja eftirtaldir kórar kl. 14:30: Karlakórinn Stefnir Tónleikarnir fara fram í Límtréshöllinni og Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum Setningarathöfn hefst kl. 13:30 í Límtréshöllinni - Söngur karlakóra hefst kl. 14:30 Stórsveit Suðurlands kemur fram og leikur undir með söng Kötlukórsins í Límtréshöllinni Kl. 17:30 hefst samsöngur allra karlakóranna í Límtréshöllinni Katla SAMBAND SUNNLENSKRA KARLAKÓRA 2010 Landsbankinn Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari og bæjar- listamaður Mosfellsbæjar 2009, heldur upp á sextugs- afmæli sitt með tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. Á tónleikunum verður leikinn Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen og nýtt verk eftir Þórð Magnússon verður frumflutt en Sigurður Ingvi pantaði verkið sérstak- lega í tilefni afmælisins. Sigurður hefur starfað á Íslandi frá árinu 1972 og hefur verið í Sinfóníuhljómsveitinni megnið af þeim tíma, en hann lætur af störfum í vor. Auk Sigurðar Ingva leikur Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20 í kvöld. Nýtt verk í til- efni afmælis Myndlist ★★★ SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir Listasafn ASÍ. Stendur til 24. október. Í listasögunni hafa listamenn stundum tekið saman höndum og unnið í hóp. Oftast er þá um mál- efnalega vinnu að ræða, listamenn deila skoðunum og vilja koma þeim á framfæri. Fyrir hundrað árum komu fram framúrstefnu- legir karlahópar, undir nafni dada- isma, fútúrisma eða súrrealisma, í takt við samfélagsgerð þeirra tíma voru konur meðal þeirra fáar. Á síðustu áratugum hafa listhópar frekar verið stofnaðir af konum, ekki síst til þess að benda á stöðu listakvenna í listheiminum, eða stöðu kvenna og minnihlutahópa almennt. Viðfangsefni Listhjúkkanna einskorðast ekki við stöðu kvenna heldur einbeita þær sér að brýn- um málefnum samfélagsins. Mark- miðið felst í nafninu, sem túlka má á víðan hátt, ætlun þeirra er að hjúkra, samfélaginu og list- inni. Þessi nálgun við ímynd lista- mannsins er í takt við þróun í list- um yfir langan tíma. Á nítjándu öld varð til ímynd listamannsins sem snillings, egóista sem vann að list sinni í fílabeinsturni. Þessi ímynd var brotin niður á tuttugustu öld og í staðinn varð til ímynd lista- manns í samhengi við umhverf- ið, samfélagið, pólitíska rétthugs- un o.s.frv. Þetta er auðvitað ekki alveg svona einfalt, en Listhjúkk- urnar starfa samkvæmt hinu síð- arnefnda, sem þó hlýtur að fara að renna sitt skeið eins og allt annað í síbreytilegri listinni. Inntak SPOR er eiginlega heim- spekilegt: Hvernig ber að lifa? Og því vel við hæfi að fá heimspeking til þess að skrifa grein í sýning- arskrá og Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur varpar hér áhuga- verðu ljósi á listaverkin. Listhjúkk- urnar slá saman tveimur ólíkum fyrirbærum síðustu ára, byggingu Hörpunnar og eldgosinu í Eyja- fjallajökli með öllu sínu öskufalli. Í meðförum þeirra verður hvort tveggja líkt tákn fyrir kreppuna sem við erum í, efnahagslega en líka hugmyndalega og samfélags- lega. Ljósmyndir af Hörpunni eru teknar af kranamanninum Ægi Ólafssyni sem er áhugamaður um ljósmyndun. Kjarni sýningarinnar er stór krosssaumur með mynd af hálf- karaðri Hörpunni ásamt stórri, svarthvítri ljósmynd af Listhjúkk- unum við útsaum, stóískar mitt í hamförunum. Ég held að áhorfend- ur megi líka sauma nokkur spor ef þeim sýnist svo. Krosssaum- urinn minnir á mikilvægi þess að fara okkur hægt, halda rónni, nálgast stór verkefni af yfirveg- un og útsjónarsemi – allt það sem gleymdist í góðærinu. Hvert spor skiptir máli, samfélagið allt er byggt upp af smáum einingum, framlagi hvers og eins. Höldum vöku okkar hvað sem á gengur, horfum, sjáum, eins og Ægir Ólafs- son gerir í ljósmyndum sínum. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: List og boðskapur togast á en sumar ljósmyndir Ægis Ólafs- sonar, stór svarthvít ljósmynd og krosssaumsverk ná að skapa myndir sem lifa lengur en augnablikið. Horfum, sjáum SIGURÐUR INGVI Pantaði nýtt verk frá Þórði Magnússyni í afmælisgjöf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.