Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 61
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 41 Kötlumót Söngmót sunnlenskra karlakóra á flúðum Laugardaginn 16. október Í Límtréshöllinni syngja eftirtaldir kórar kl. 14:30: Karlakór Selfoss Karlakórinn Þrestir Í Félagsheimili Hrunamanna syngja eftirtaldir kórar kl. 14:30: Karlakórinn Stefnir Tónleikarnir fara fram í Límtréshöllinni og Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum Setningarathöfn hefst kl. 13:30 í Límtréshöllinni - Söngur karlakóra hefst kl. 14:30 Stórsveit Suðurlands kemur fram og leikur undir með söng Kötlukórsins í Límtréshöllinni Kl. 17:30 hefst samsöngur allra karlakóranna í Límtréshöllinni Katla SAMBAND SUNNLENSKRA KARLAKÓRA 2010 Landsbankinn Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari og bæjar- listamaður Mosfellsbæjar 2009, heldur upp á sextugs- afmæli sitt með tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. Á tónleikunum verður leikinn Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen og nýtt verk eftir Þórð Magnússon verður frumflutt en Sigurður Ingvi pantaði verkið sérstak- lega í tilefni afmælisins. Sigurður hefur starfað á Íslandi frá árinu 1972 og hefur verið í Sinfóníuhljómsveitinni megnið af þeim tíma, en hann lætur af störfum í vor. Auk Sigurðar Ingva leikur Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20 í kvöld. Nýtt verk í til- efni afmælis Myndlist ★★★ SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir Listasafn ASÍ. Stendur til 24. október. Í listasögunni hafa listamenn stundum tekið saman höndum og unnið í hóp. Oftast er þá um mál- efnalega vinnu að ræða, listamenn deila skoðunum og vilja koma þeim á framfæri. Fyrir hundrað árum komu fram framúrstefnu- legir karlahópar, undir nafni dada- isma, fútúrisma eða súrrealisma, í takt við samfélagsgerð þeirra tíma voru konur meðal þeirra fáar. Á síðustu áratugum hafa listhópar frekar verið stofnaðir af konum, ekki síst til þess að benda á stöðu listakvenna í listheiminum, eða stöðu kvenna og minnihlutahópa almennt. Viðfangsefni Listhjúkkanna einskorðast ekki við stöðu kvenna heldur einbeita þær sér að brýn- um málefnum samfélagsins. Mark- miðið felst í nafninu, sem túlka má á víðan hátt, ætlun þeirra er að hjúkra, samfélaginu og list- inni. Þessi nálgun við ímynd lista- mannsins er í takt við þróun í list- um yfir langan tíma. Á nítjándu öld varð til ímynd listamannsins sem snillings, egóista sem vann að list sinni í fílabeinsturni. Þessi ímynd var brotin niður á tuttugustu öld og í staðinn varð til ímynd lista- manns í samhengi við umhverf- ið, samfélagið, pólitíska rétthugs- un o.s.frv. Þetta er auðvitað ekki alveg svona einfalt, en Listhjúkk- urnar starfa samkvæmt hinu síð- arnefnda, sem þó hlýtur að fara að renna sitt skeið eins og allt annað í síbreytilegri listinni. Inntak SPOR er eiginlega heim- spekilegt: Hvernig ber að lifa? Og því vel við hæfi að fá heimspeking til þess að skrifa grein í sýning- arskrá og Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur varpar hér áhuga- verðu ljósi á listaverkin. Listhjúkk- urnar slá saman tveimur ólíkum fyrirbærum síðustu ára, byggingu Hörpunnar og eldgosinu í Eyja- fjallajökli með öllu sínu öskufalli. Í meðförum þeirra verður hvort tveggja líkt tákn fyrir kreppuna sem við erum í, efnahagslega en líka hugmyndalega og samfélags- lega. Ljósmyndir af Hörpunni eru teknar af kranamanninum Ægi Ólafssyni sem er áhugamaður um ljósmyndun. Kjarni sýningarinnar er stór krosssaumur með mynd af hálf- karaðri Hörpunni ásamt stórri, svarthvítri ljósmynd af Listhjúkk- unum við útsaum, stóískar mitt í hamförunum. Ég held að áhorfend- ur megi líka sauma nokkur spor ef þeim sýnist svo. Krosssaum- urinn minnir á mikilvægi þess að fara okkur hægt, halda rónni, nálgast stór verkefni af yfirveg- un og útsjónarsemi – allt það sem gleymdist í góðærinu. Hvert spor skiptir máli, samfélagið allt er byggt upp af smáum einingum, framlagi hvers og eins. Höldum vöku okkar hvað sem á gengur, horfum, sjáum, eins og Ægir Ólafs- son gerir í ljósmyndum sínum. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: List og boðskapur togast á en sumar ljósmyndir Ægis Ólafs- sonar, stór svarthvít ljósmynd og krosssaumsverk ná að skapa myndir sem lifa lengur en augnablikið. Horfum, sjáum SIGURÐUR INGVI Pantaði nýtt verk frá Þórði Magnússyni í afmælisgjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.