Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 66

Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 66
 14. október 2010 FIMMTUDAGUR Leikritið Fólkið í kjallaranum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Verkið er byggt á verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur en leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir. Fullt hús var á frumsýningunni og var leikurum og aðstandendum vel tekið. FÓLKIÐ Á FRUMSÝNINGUNNI Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og ferðamálafrömuð- ur, ræddu um landsins gagn og nauðsynjar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Helga Gerður, Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri hjá VÍS. Jón Oddur Guðmundsson og Frank Hall, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins. folk@frettabladid.is Halldór, Lísa og Margrét voru klár í slaginn. VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. SENDU SMS EST MHV Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir · DVD myndir og fleira! VILTU EINTAK! 10. HVER VINNUR! STRÍÐIÐ ER HAFIÐ! „STÓRKOSTLEG NETSPILUN...“ - 8,5 AF 10 / GAMESMASTER „CALL OF DUTY ER KOMINN MEÐ SAMKEPPNI...“ - OFFICIAL XBOX MAGAZINE „BESTI NETSPILUNAR- LEIKURINN Á E3...“ - GAMESPY „Ég hef farið á stefnu- mót með nokkrum nördum um ævina. Mér líkar vel við nörda.“ EVA MENDES Leikkonan ræðir um ástamál sín þegar hún var yngri. Hún hefur verið með leikstjóran- um George Gargurevich frá árinu 2002. „Ef ég væri stöðugt hrædd um að gera mistök væri ég ekki þar sem ég er í dag.“ RIHANNA Söngkonan tjáir sig um vel heppn- aðan tónlistar- feril. „Líkast til vissi ég það í undirmeðvitundinni að ég myndi snúa aftur.“ ROBBIE WILLIAMS Söngvarinn ræðir um endur- komu sína í strákabandið Take That. Sjálfstæðismað- urinn Illugi Gunnarsson og Bryn- hildur Ein- arsdóttir eiginkona hans. „Ég er á meðal einhverra 35 höfunda í bókinni. Það eru margir góðir þarna,“ segir Hugleikur Dagsson. Teikningar Hugleiks er að finna í ritsafni sem kvikmyndaframleiðandinn Judd Apatow hefur tekið saman og gefið út í bókinni I Found This Funny. Hugleikur er þar á meðal snillinga á borð við Steve Martin, Jon Stewart, Adam Sandler og Ernest Hem- ingway sem eiga efni í bókinni – hvort sem það er fyndið eða ekki. Apatow er gríðarlega farsæll framleiðandi og leikstjóri, en eftir hann liggja myndir á borð við Knocked Up, 40 Year Old Virgin og Superbad. „Hann sendi mér allt í einu póst,“ segir Hugleikur. „Hann hafði víst verið búinn að reyna að ná í mig á Myspace, en ég nota það ekki lengur. Það var mjög fyndið þegar ég fór á Myspace um daginn og fann gömul skilaboð frá honum: „Þetta er Judd Apatow“ svo sagði hann: „Í alvöru, þetta er sko Judd Apatow.“ Hann var að fá leyfi til að nota brandara sem ég hafði teiknað til að setja í ritsafnið sitt. Ég sagði náttúrulega já, enda er ég mikill aðdáandi Apatow.“ Ágóði bókarinnar rennur til góðgerðarmála, þannig að það liggur í hlutarins eðli að Hugleikur fékk ekki greitt fyrir verk sín í bókinni. Sjálfur bíður Hugleikur eftir sínu eintaki, en forlagið McSweeney‘s hafði nýlega samband og sagði það vera á leiðinni. - afb Hugleikur í flottum selskap Í GÓÐUM HÓPI Myndir frá Hugleiki Dagssyni eru í bók- inni I Found This Funny, sem framleiðand- inn Judd Apatow tók saman. Gamanmál Adams Sandler, Jons Stewart og Conans O‘Brien má einnig finna í bókinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.