Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 68
48 14. október 2010 FIMMTUDAGUR
Órói er fyrsta kvikmynd
Baldvins Z í fullri lengd.
Reynsla hans af starfi með
erfiðum unglingum á Akur-
eyri kom að góðum notum
við gerð myndarinnar.
Kvikmyndin Órói í leikstjórn
Baldvins Z verður frumsýnd á
morgun á vegum Kvikmynda-
félags Íslands. Hún er byggð á
unglingabókum Ingibjargar Reyn-
isdóttur, Strákarnir með strípurn-
ar og Rótleysi, rokk og rómantík,
sem hafa notið mikilla vinsælda.
Ingibjörg er einmitt handritshöf-
undur Óróa ásamt Baldvini og fer
einnig með hlutverk í myndinni.
„Ég er mjög sáttur,“ segir
Baldvin, sem hafði nýlokið við
að grandskoða myndina í síðasta
skiptið fyrir frumsýningu þegar
blaðamaður ræddi við hann.
Þetta er fyrsta mynd Baldvins í
fullri lengd en hann hefur áður
leikstýrt auglýsingum og stutt-
myndum ásamt myndböndum
við Eurovision-lög Eurobands-
ins og Jóhönnu Guðrúnar. „Þetta
var ótrúlega erfitt en ótrúlega
skemmtilegt,“ segir hann um tök-
urnar. „Ég er búinn að leggja allt
mitt í þetta og nú á bara heimur-
inn eftir að dæma.“
Tökur á Óróa stóðu yfir í fimm
vikur og fóru fram fyrir ári í
Reykjavík og í bænum Taunton í
Englandi. Eitt atriði var tekið upp
á lestarstöð í Taunton þar sem
Bítlarnir tóku upp atriði fyrir
mynd sína A Hard Day’s Night.
Mikið af góðri tónlist hljómar
einmitt í Óróa og margir sem eiga
lag í myndinni koma fram á Air-
waves-hátíðinni í ár. Þar má nefna
Agent Fresco, Bloodgroup, Nolo,
Ólaf Arnalds, Sykur og Snorra
Helgason.
Órói er raunsæ þroskasaga sem
fjallar um hinn sextán ára Gabrí-
el, sem í byrjun myndarinnar er í
sumarskóla í Bretlandi og kynnist
þar Markúsi. Þar gerast ákveðn-
ir hlutir sem leiða til þess að líf
hans breytist. Þegar hann kemur
til Íslands þarf hann að horfast í
augu við þær breytingar. Baldvin
segir myndina fjalla um ungling-
araunveruleikann og vera alveg
jafn skemmtilega fyrir fullorðna
og unglinga. Fjallað er um svoköll-
uð unglingavandamál, sem oft á
tíðum eru í raun og veru foreldra-
vandamál að hans mati. Hann
segir að reynsla hans af starfi
sínu með erfiðum unglingum á
Akureyri fyrir nokkrum árum
hafi nýst sér vel við gerð myndar-
innar. „Mér finnst unglingar vera
gersemi. Þetta er skemmtilegasti
aldurinn í lífi manns. Maður sér
ekki fram í tímann, sem gerir það
að verkum að lífið er dásamlegt.
En það er að sama skapi erfitt því
manni finnst hver ákvörðun vera
manns síðasta í lífinu.“
Með aðalhlutverk í mynd-
inni fara Atli Óskar Fjalarson,
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm
og Haraldur Ari Stefánsson.
„Þessir krakkar sem leika í
myndinni eru algjörar hetjur. Það
á eftir að koma fólki mjög mikið
á óvart hvernig þeir standa sig
í þessari mynd,“ segir Baldvin.
freyr@frettabladid.is
Unglingar eru gersemar
„Þetta er rosalega fyndinn búningur en hann er
mjög hlýr,“ segir Steinn Ármann Magnússon sem
leikur Fúsa Bý í söngleiknum Dísa ljósálfur sem
verður frumsýndur í Austurbæ annan laugardag.
Stutt er síðan búningarnir fyrir sýninguna voru
tilbúnir og var það María Ólafsdóttir, sem hefur
unnið við Latabæ, sem sá um hönnunina. Sigrún Ein-
arsdóttir annaðist saumaskapinn. „Fúsi Bý er fyrsti
vinur hennar Dísu og fylgir henni í gegnum verk-
ið,“ segir Steinn Ármann, sem hefur engar áhyggj-
ur af þessum hlýja býflugubúningi. „Mér kemur
til með að verða svolítið hlýtt í honum. Ég leik nú
aðallega í fyrri partinum en á svo þrjár innkom-
ur eftir hlé, þannig að ég get komið mér úr þessu í
millitíðinni.“
Persónan Fúsi Bý er óvenjuleg því hún er eigin-
lega bæði karl- og kvenkyns. „Hann veit ekki alveg
sjálfur hvort hann er. Hann talar um sjálfan sig
stundum í kvenkyni og stundum í karlkyni,“ segir
Steinn sem er spenntur fyrir frumsýningunni. „Það
er tæpur hálfur mánuður í þetta og þetta er bara
allt að skríða saman. Þetta er skemmtileg sýning og
skemmtilegur hópur sem ég er að vinna með.“
Eins og komið hefur fram leikur Álfrún Örnólfs-
dóttir Dísu ljósálf. Leikstjóri og handritshöfundur
verksins er Páll Baldvin Baldvinsson og Gunnar
Þórðarson semur tónlistina. - fb
Óttast ekki hlýjan býflugubúning
FÚSI BÝ OG DÍSA Steinn Ármann Magnússon og Álfrún Örn-
ólfsdóttir í hlutverkum Fúsa Bý og Dísu ljósálfs.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SÍMI 564 0000
14
14
L
L
16
L
L
L SÍMI 462 3500
L
14
L
BRIM kl. 5.30 - 10.30
THE AMERICAN kl. 8 - 10
EAT PRAY LOVE kl. 5.30 - 8
SÍMI 530 1919
12
12
16
L
L
GREENBERG kl. 8 - 10.20
BRIM kl. 6 - 8 - 10
R kl. 6 - 10
EAT PRAY LOVE kl. 6 - 9
SUMARLANDIÐ kl. 6 - 8
THE AMERICAN kl. 5.40 - 8 - 10.20
BRIM kl. 4 - 6 - 8 - 10
EAT PRAY LOVE kl. 5 - 8 - 10.45
EAT PRAY LOVE LÚXUS kl. 8 - 10.45
PIRANHA 3D kl. 10.45
WALL STREET 2 kl. 8
AULINN ÉG 3D kl. 3.40 - 5.50
AULINN ÉG 2D kl. 3.40
.com/smarabio
-J.V.J., DV
-H.G., MBL
NÝTT Í BÍÓ!
„Óhætt er að mæla með
The American. Þetta er
vönduð mynd...
Áhrifamikil saga“
-B.B., MBL
- bara lúxus
Sími: 553 2075
THE SOCIAL NETWORK 8 og 10.30 - FORSÝNINGAR 7
THE AMERICAN 5.45, 8 og 10.20 14
DINNER FOR SCHMUCKS 5.45, 8 og 10.20 7
AULINN ÉG 3D 6 L
“This is, quite simply, the best
movie I’ve seen all year.”
LEONDARD MALTIN
“the town is that rare beast.”
EMPIRE
“ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ
SIG Á ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI”
T.V. KVIKMYNDIR.IS
DÝRIN ERU MÆTT....OG ÞAU ERU EKKI ÁNÆGÐ!
BRÁÐSKEMMTILEG GRINMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
BEN AFFLECK LEIKUR
BANKARÆNINGJA Í SINNI
BESTU MYND TIL ÞESSA
Steve Carell og Paul Rudd
BESTA SKEMMTUNIN
ÁLFABAKKA KRINGLUNNI
SELFOSSI
7
7
16
16
16
16
12
L L
L
L
L
L
L
L
L
12
AKUREYRI
16
L
L
LFURRY VENGEANCE kl. 6
THE TOWN kl. 8 - 10:30
ALGJÖR SVEPPI kl. 6
DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:10
WALL STREET 2 kl. 8 - 10:30
EAT PRAY LOVE kl. 8
SOLOMON KANE kl. 10:30 HALTU UPP Á AFMÆLIÐ Í BÍÓ
SENDIÐ FYRIRSPURNIR Á
HOPAR@SAMBIO.IS
THE TOWN kl. 6 - 8 - 10 - 10:40
THE TOWN kl. 8 - 10:40
FURRY VENGEANCE kl. 8
DINNER FOR SCHMUCKS kl. 6 - 8:15 - 10:30
SOLOMON KANE kl. 8:15 - 10:40
SOLOMON KANE kl. 5:50
GOING THE DISTANCE kl. 8:30
ALGJÖR SVEPPI kl. 6
THE GHOST WRITER kl. 10:40
DISAPPEARING NUMBER kl. 6 / Leikrit í Beini útsendingu
THE TOWN kl. 8:10 - 10:10 - 10:40
FURRY VENGEANCE kl. 6
GOING THE DISTANCE kl. 8
ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6
STEP UP 3-3D kl. 8
INCEPTION kl. 10:10
BALDVIN Z Órói er fyrsta kvikmynd Baldvins Z í fullri lengd. Hann hefur áður leikstýrt
auglýsingum, stuttmyndum og myndböndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þetta var ótrúlega
erfitt en ótrúlega
skemmtilegt“ BALDVIN Z.