Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 68
48 14. október 2010 FIMMTUDAGUR Órói er fyrsta kvikmynd Baldvins Z í fullri lengd. Reynsla hans af starfi með erfiðum unglingum á Akur- eyri kom að góðum notum við gerð myndarinnar. Kvikmyndin Órói í leikstjórn Baldvins Z verður frumsýnd á morgun á vegum Kvikmynda- félags Íslands. Hún er byggð á unglingabókum Ingibjargar Reyn- isdóttur, Strákarnir með strípurn- ar og Rótleysi, rokk og rómantík, sem hafa notið mikilla vinsælda. Ingibjörg er einmitt handritshöf- undur Óróa ásamt Baldvini og fer einnig með hlutverk í myndinni. „Ég er mjög sáttur,“ segir Baldvin, sem hafði nýlokið við að grandskoða myndina í síðasta skiptið fyrir frumsýningu þegar blaðamaður ræddi við hann. Þetta er fyrsta mynd Baldvins í fullri lengd en hann hefur áður leikstýrt auglýsingum og stutt- myndum ásamt myndböndum við Eurovision-lög Eurobands- ins og Jóhönnu Guðrúnar. „Þetta var ótrúlega erfitt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir hann um tök- urnar. „Ég er búinn að leggja allt mitt í þetta og nú á bara heimur- inn eftir að dæma.“ Tökur á Óróa stóðu yfir í fimm vikur og fóru fram fyrir ári í Reykjavík og í bænum Taunton í Englandi. Eitt atriði var tekið upp á lestarstöð í Taunton þar sem Bítlarnir tóku upp atriði fyrir mynd sína A Hard Day’s Night. Mikið af góðri tónlist hljómar einmitt í Óróa og margir sem eiga lag í myndinni koma fram á Air- waves-hátíðinni í ár. Þar má nefna Agent Fresco, Bloodgroup, Nolo, Ólaf Arnalds, Sykur og Snorra Helgason. Órói er raunsæ þroskasaga sem fjallar um hinn sextán ára Gabrí- el, sem í byrjun myndarinnar er í sumarskóla í Bretlandi og kynnist þar Markúsi. Þar gerast ákveðn- ir hlutir sem leiða til þess að líf hans breytist. Þegar hann kemur til Íslands þarf hann að horfast í augu við þær breytingar. Baldvin segir myndina fjalla um ungling- araunveruleikann og vera alveg jafn skemmtilega fyrir fullorðna og unglinga. Fjallað er um svoköll- uð unglingavandamál, sem oft á tíðum eru í raun og veru foreldra- vandamál að hans mati. Hann segir að reynsla hans af starfi sínu með erfiðum unglingum á Akureyri fyrir nokkrum árum hafi nýst sér vel við gerð myndar- innar. „Mér finnst unglingar vera gersemi. Þetta er skemmtilegasti aldurinn í lífi manns. Maður sér ekki fram í tímann, sem gerir það að verkum að lífið er dásamlegt. En það er að sama skapi erfitt því manni finnst hver ákvörðun vera manns síðasta í lífinu.“ Með aðalhlutverk í mynd- inni fara Atli Óskar Fjalarson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Haraldur Ari Stefánsson. „Þessir krakkar sem leika í myndinni eru algjörar hetjur. Það á eftir að koma fólki mjög mikið á óvart hvernig þeir standa sig í þessari mynd,“ segir Baldvin. freyr@frettabladid.is Unglingar eru gersemar „Þetta er rosalega fyndinn búningur en hann er mjög hlýr,“ segir Steinn Ármann Magnússon sem leikur Fúsa Bý í söngleiknum Dísa ljósálfur sem verður frumsýndur í Austurbæ annan laugardag. Stutt er síðan búningarnir fyrir sýninguna voru tilbúnir og var það María Ólafsdóttir, sem hefur unnið við Latabæ, sem sá um hönnunina. Sigrún Ein- arsdóttir annaðist saumaskapinn. „Fúsi Bý er fyrsti vinur hennar Dísu og fylgir henni í gegnum verk- ið,“ segir Steinn Ármann, sem hefur engar áhyggj- ur af þessum hlýja býflugubúningi. „Mér kemur til með að verða svolítið hlýtt í honum. Ég leik nú aðallega í fyrri partinum en á svo þrjár innkom- ur eftir hlé, þannig að ég get komið mér úr þessu í millitíðinni.“ Persónan Fúsi Bý er óvenjuleg því hún er eigin- lega bæði karl- og kvenkyns. „Hann veit ekki alveg sjálfur hvort hann er. Hann talar um sjálfan sig stundum í kvenkyni og stundum í karlkyni,“ segir Steinn sem er spenntur fyrir frumsýningunni. „Það er tæpur hálfur mánuður í þetta og þetta er bara allt að skríða saman. Þetta er skemmtileg sýning og skemmtilegur hópur sem ég er að vinna með.“ Eins og komið hefur fram leikur Álfrún Örnólfs- dóttir Dísu ljósálf. Leikstjóri og handritshöfundur verksins er Páll Baldvin Baldvinsson og Gunnar Þórðarson semur tónlistina. - fb Óttast ekki hlýjan býflugubúning FÚSI BÝ OG DÍSA Steinn Ármann Magnússon og Álfrún Örn- ólfsdóttir í hlutverkum Fúsa Bý og Dísu ljósálfs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÍMI 564 0000 14 14 L L 16 L L L SÍMI 462 3500 L 14 L BRIM kl. 5.30 - 10.30 THE AMERICAN kl. 8 - 10 EAT PRAY LOVE kl. 5.30 - 8 SÍMI 530 1919 12 12 16 L L GREENBERG kl. 8 - 10.20 BRIM kl. 6 - 8 - 10 R kl. 6 - 10 EAT PRAY LOVE kl. 6 - 9 SUMARLANDIÐ kl. 6 - 8 THE AMERICAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 BRIM kl. 4 - 6 - 8 - 10 EAT PRAY LOVE kl. 5 - 8 - 10.45 EAT PRAY LOVE LÚXUS kl. 8 - 10.45 PIRANHA 3D kl. 10.45 WALL STREET 2 kl. 8 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 - 5.50 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 .com/smarabio -J.V.J., DV -H.G., MBL NÝTT Í BÍÓ! „Óhætt er að mæla með The American. Þetta er vönduð mynd... Áhrifamikil saga“ -B.B., MBL - bara lúxus Sími: 553 2075 THE SOCIAL NETWORK 8 og 10.30 - FORSÝNINGAR 7 THE AMERICAN 5.45, 8 og 10.20 14 DINNER FOR SCHMUCKS 5.45, 8 og 10.20 7 AULINN ÉG 3D 6 L  “This is, quite simply, the best movie I’ve seen all year.” LEONDARD MALTIN “the town is that rare beast.” EMPIRE “ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ SIG Á ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI” T.V. KVIKMYNDIR.IS DÝRIN ERU MÆTT....OG ÞAU ERU EKKI ÁNÆGÐ! BRÁÐSKEMMTILEG GRINMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA Steve Carell og Paul Rudd BESTA SKEMMTUNIN ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSSI 7 7 16 16 16 16 12 L L L L L L L L L 12 AKUREYRI 16 L L LFURRY VENGEANCE kl. 6 THE TOWN kl. 8 - 10:30 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:10 WALL STREET 2 kl. 8 - 10:30 EAT PRAY LOVE kl. 8 SOLOMON KANE kl. 10:30 HALTU UPP Á AFMÆLIÐ Í BÍÓ SENDIÐ FYRIRSPURNIR Á HOPAR@SAMBIO.IS THE TOWN kl. 6 - 8 - 10 - 10:40 THE TOWN kl. 8 - 10:40 FURRY VENGEANCE kl. 8 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 6 - 8:15 - 10:30 SOLOMON KANE kl. 8:15 - 10:40 SOLOMON KANE kl. 5:50 GOING THE DISTANCE kl. 8:30 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 THE GHOST WRITER kl. 10:40 DISAPPEARING NUMBER kl. 6 / Leikrit í Beini útsendingu THE TOWN kl. 8:10 - 10:10 - 10:40 FURRY VENGEANCE kl. 6 GOING THE DISTANCE kl. 8 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 STEP UP 3-3D kl. 8 INCEPTION kl. 10:10 BALDVIN Z Órói er fyrsta kvikmynd Baldvins Z í fullri lengd. Hann hefur áður leikstýrt auglýsingum, stuttmyndum og myndböndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta var ótrúlega erfitt en ótrúlega skemmtilegt“ BALDVIN Z.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.