Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 70
 14. október 2010 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Logi Ólafsson er kominn aftur í fótboltann tæpum þremur mánuðum eftir að hann var rekinn frá KR. Logi skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Selfoss og mun fá það verkefni að koma Sel- fossliðinu aftur upp í Pepsi-deild- ina eftir að liðið féll úr deildinni í haust. „Þegar maður er búinn að standa í þessu í svona mörg ár þarf þetta að vera svolítið spenn- andi til þess að maður sé tilbúinn að snúa aftur,“ sagði Logi. Selfoss er fimmta meistaraflokkslið karla sem hann tekur við á farsælum ferli frá því að hann tók fyrst við Víkingum fyrir tuttugu árum. Logi hefur unnið að fram- faramálum í knattspyrnunni á Suðurlandi þótt hann hafi ekki þjálfað þar áður. „Aðkoma mín að knattspyrnunni á Suðurlandi hefur verið með þeim hætti að við erum með Knattspyrnuaka- demíu í Fjölbrautaskólanum og margir af strákunum sem spila með Selfossliðinu í dag hafa farið þarna í gegn. Ég hef því fylgst töluvert með þeim og var þeim líka innan handar þegar Zoran Miljkovic var ráðinn hing- að á sínum tíma,“ segir Logi. Auk þess að þekkja ungu leikmenn Selfyssinga vel þekkir hann einnig vel til í þessum lands- hluta því hann býr á Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi. „Ég er með afdrep hérna fyrir austan fjall sem er í tíu mínútna fjarlægð frá Selfossi. Þetta gefur mér því tækifæri á að vera meira þar. Númer eitt er samt að mér finnst þetta vera spennandi verk- efni frá knattspyrnulegu sjónar- miði og ég held að það sé hægt að gera mjög skemmtilega hluti hér,“ segir Logi. Logi hefur einu sinni tekið við liði í B-deildinni, þegar hann gerðist þjálfari FH fyrir sumar- ið 2000. FH var þá ekki búið að vera í efstu deild í fimm ár en undir hans stjórn fór FH-liðið upp á fyrsta ári og endaði í 3. sæti í úrvalsdeildinni árið eftir. „Ég hef verið svo lánsamur að gera eitthvað með öllum liðum sem ég hef þjálfað. Ég lít bara björtum augum á þetta. Reynsla mín sem þjálf- ari í 1. deild er eitt ár með FH árið 2000. Ég var síðan með þá árið 2001 þar sem við höfnuðum í þriðja sæti og hefðum hugsan- lega getað gert betur. Ég sé ekk- ert ósvipaða möguleika hér,“ segir Logi bjartsýnn en hann talar þó um að bæta einhverjum leikmönn- um við hópinn. Logi segir þó mik- ilvægast að halda í leik- mannahóp- inn sem fékk eldskírn- i na meða l þeirra bestu í sumar. „Þessir strákar eru búnir að fá nasaþefinn af því að spila í efstu deild og eflaust eru einhverjir að bera í þá víurnar. Ég vona bara að félögin fari þá lögformlegu leið í því og hafi fyrst samband við stjórnina. Samkvæmt því sem stjórnarmenn segja mér hefur ekkert einasta félag haft sam- band út af þessum leikmönnum,“ segir Logi og bætir við: „Við vitum það að þegar svona lagað gerist standa menn saman um að duga betur og fara beint upp aftur. Svo getur ýmislegt komið upp á sem getur ruglað menn í ríminu og þá er ég að tala um einhver gylliboð frá öðrum félögum og svo framvegis. Ég vona að allir þessir strákar haldi áfram. Þetta er ungt lið sem hefur öðlast aukna reynslu af því að hafa spilað í efstu deild. Það þarf að gera atlögu að því að komast upp aftur. Það er mjög mikilvægt að halda þessum ungu strákum,“ segir Logi. „Það er mjög góður andi í þess- um hópi og þetta eru strákar sem hafa verið að vinna mjög vel saman og hafa verið í og við þetta lið síðan þeir fóru upp úr 2. deild. Þetta er skemmtilegt verkefni,“ segir Logi að lokum. ooj@frettabladid.is Í svipaðri stöðu og með FH 2000 Logi Ólafsson er kominn aftur í boltann eftir aðeins þriggja mánaða fjarveru en hann gerði tveggja ára samning við Selfoss í gær. Logi vonast eftir því að halda hinum ungu og efnilegu leikmönnum liðsins. BIRKIR MÁR SVEINSSON , mótastjóri KSÍ, segir ekki ljóst hvernig KSÍ leysi vandamálið sem mun skapast í júní næsta sumar eftir að íslenska 21 árs landsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM. „Ég get eiginlega rosa lítið sagt. Það vantar svo margar forsendur til þess að það sé hægt að spá almennilega í þetta,” sagði Birkir í gær. „Við höfum ekki rætt þessi mál neitt alvarlega og við verðum að skoða, spá og spekúlera fram eftir vetri,“ sagði Birkir í gær. Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Hasarinn í N1 deildinni heldur nú áfram. Við á N1 hvetjum alla unnendur skemmtilegs handbolta til að mæta nú á völlinn og styðja sitt lið til sigurs. Góða skemmtun! SPENNAN MAGNAST! N1 DEILD KARLA Valur – HK Vodafone höllin 14. okt. kl. 19:30 FH – Selfoss Kaplakriki 14. okt. kl. 19:30 Afturelding – Haukar Varmá 14. okt. kl. 19:30 Fram – Akureyri Framhús 16. okt. kl. 15:45 N1 DEILD KVENNA ÍR – ÍBV Austurberg 16. okt. kl. 13:00 Grótta – Haukar Seltjarnarnes 16. okt. kl. 13:30 Fram – Stjarnan Framhús 16. okt. kl. 13:45 FH – Fylkir Kaplakriki 16. okt. kl. 16:00 FÓTBOLTI Tímabilinu hjá kvenna- liði Vals lauk í gær er liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu. Valsstúlkur gerðu þá jafntefli við spænska liðið Rayo Vallecano, 1- 1, á heimavelli. Spænska liðið vann fyrri leik- inn 3-0 og rimmuna þar með 4-1. Vallecano komst yfir á 57. mínútu í gær með marki frá Adriönu en Valur jafnaði á 88. mínútu er Maria Galan skoraði sjálfsmark. „Þetta var mjög erfitt í dag en við klúðruðum þessu úti. Þar fengum við tækifæri til þess að skora og það var dýrt að ná ekki að setja mark þar,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, en hann var að stýra liðinu í síðasta sinn. „Við sáum það vel í dag að við erum ekkert með síðra lið en þær. Ef við hefðum skorað í fyrri hálf- leik og hleypt þessu upp í smá vitleysu hefði allt verið hægt í seinni hálfleik. Því miður ekki upp hjá okkur.“ - hbg Meistaradeild kvenna: Valur úr leik GRIMM Dagný Brynjarsdóttir á ferðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.