Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 80

Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 80
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Keyrði á Lennon Heimsókn afmælisbarnsins Seans Lennon til Íslands um síðustu helgi fór varla framhjá mörgum. Fyrir tónleika Plastic Ono Band á laugardaginn var kappinn á vappi á Laugaveginum og þar lá við stórslysi. Listamað- urinn Ragnar Kjartansson, oft nefndur Rassi prump, var að keyra á bíl sínum á Laugaveginn og ekki vildi betur en svo að bíllinn lenti á Sean. Eða Sean á bílnum, eftir því á hvernig málið er litið. Alla vega urðu ekki slys á mönnum – sem betur fer. Yoko í verslunarferð Talandi um Lennon-slektið. Móðir Seans, Yoko Ono, var einnig á Laugaveginum um liðna helgi og lét til sín taka í tískuverslunum. Hún verslaði í Lífsstykkjabúðinni eins og kom fram í DV í gær en fór raunar víðar. Yoko kom einnig við í verslun- inni Skörtu þar sem hún keypti sér ýmislegt glingur og leggings. 1 Námumennirnir koma upp einn af öðrum 2 Undarlegur kvennalisti 3 Sautján komnir upp 4 Gekk berserksgang hjá um- boðsmanni skuldara 5 Bölmóðurinn of mikill á Íslandi Joly kveður með stæl Eva Joly kvaddi land og þjóð með stæl í gærkvöldi eftir að hafa tilkynnt að hún væri hætt störfum hér á landi. Joly hélt heljarinnar samkvæmi þar sem helstu stór- menni þjóðarinnar voru saman komin til að kveðja hana. Meðal gesta voru Egill Helgason, Jón Gnarr, Þorvaldur Gylfason, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ögmundur Jónasson og Björk Guðmunds- dóttir, sem að sjálfsögðu steig á stokk og söng lagstúf til heiðurs vinkonu sinni. -hdm, sv

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.