Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 34
 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR Gaman er að fríska upp á Carhartt- úlpurnar með því að nota mismun- andi fylgihluti. Húfur eru náttúru- lega nauðsynlegur búnaður í vetrarhörkum og hér má sjá nokkur sýnishorn af húfum sem fást í Smash og fara vel við úlpurnar. Ekki má gleyma þykku sokkunum sem hlífa tánum í frost- inu. Tískugúrúar boða þykka sokka við háhæl- aða bandaskó í vetur, en veðurlagið á Íslandi býður því miður sjaldan upp á slík flottheit. Mestu skiptir auð- vitað að láta sér ekki verða kalt. Þykkir sokkar eru efst á lista tískudrósa þennan veturinn enda sáust þeir á nánast öllum tískupöllum þegar sýndar voru vetrar- línur tískuhúsanna. Góð húfa er lífsnauðsyn þegar kuldinn bítur, auk þess sem skemmtilegt er að breyta stílnum örlítið með því að skipta um húfu, þótt úlpan sé sú sama. Úlpurnar frá Carhartt eru svo vinsælar að áður en fyrsta sending kemur á haustin er kominn biðlisti eftir úlpum í Smash í Kringlunni og Smára- lind. Úlpurnar eru alltaf í sama sniði, en litirnir breytast frá ári til árs eftir tískustraumum. „Carhartt-úlpurnar eru rosalega klassískar,“ segir Sigríður Garð- arsdóttir, rekstrarstjóri í Smash. „Bara „beisík“ snið, með loðkraga, sem hægt er að taka af, á hettunni. Ég er búin að eiga mína í mörg ár og þrátt fyrir mikla notkun á vet- urna þá sést ekki á henni.“ Úlpurnar hafa notið mikilla vinsælda sem ekkert virðast vera í rénun. „Við erum búin að vera með þessar úlpur í nokkur ár og það eru alltaf komin nokkur nöfn á biðlista áður en fyrsta sending kemur á haustin. Fólk bókstaflega dýrkar þessar úlpur.“ Úlpurnar frá Carhartt eru mjög hlýjar, að sögn Sigríðar, og hún segir að eiginlega megi segja að þær séu að mestu leyti vetrarúlpur. „En auðvitað er hægt að nota þær á sumrin þegar það er extra kalt og leiðinlegt veður,“ segir hún. „Þær halda svo sannarlega hita á þeim sem klæðast þeim. Enda eiga þeir sem byrja að ganga í svona úlpu erfitt með að fara í aðrar gerðir.“ Fyrsta sending haustsins var að koma í hús fyrir nokkrum dögum og Sigríður segir ekki hægt að segja til um hvort salan hafi auk- ist eða minnkað á þessu stigi þar sem veturinn virðist vera seinna á ferðinni í ár en í fyrra. „En miðað við biðlistann, þá virðist áhuginn vera svipaður.“ Carhartt-úlpan fæst bæði í dömu- og herrasniði. Herrasniðið er breiðara yfir búkinn en dömu- úlpan en þær eru mjög líkar að öllu öðru leyti. Úlpan sjálf er úr næl- oni en fóðruð með þykku pólyester sem gerir það að verkum að ef hún verður skítug þá er ekkert mál að skella henni í þvottavélina. Í ár er dömuúlpan í fjórum litum: svörtum, beinhvítum, gráum og navy-bláum og herra- úlpan fæst svört og dökkgræn eins og er en í næstu viku er von á grárri. „Það má alveg segja að þessi úlpa sé peninganna virði því hún heldur á þér hita og endist lengi,“ segir Sigríður. Úlpurnar frá Carhartt endast alveg endalaust Beinhvítt er einn af tískulitum vetrarins. Sigríður Garðarsdóttir, rekstrarstjóri Smash, í Carhartt-úlpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Höfuð … og tær Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 og Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439. Carhartt herraúlpa st. xs-xxl litir: svartur, grænn (væntanleg í gráu) verð: 38.990,- Carhartt herraúlpa st. xs-xxl litir: svartur, grænn (væntanleg í gráu) verð: 38.990,- Carhartt dömuúlpa st. xs-l litir: svartur, beinhvítur, grár, navy-blár verð: 38.990,- Carhartt dömuúlpa st. xs-l litir: svartur, beinhvítur, grár, navy-blár verð: 38.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.