Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 48

Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 48
Útivistardeild verslunarinnar Útilífs er rík af úlpum frá viður- kenndum gæðamerkjum fyrir veturinn. Þó að svartur litur haldi sér enn á toppnum er vaxandi eftirspurn eftir öðrum litum að sögn sölumannsins Hauks Sigurbergssonar í Útilífi í Kringlunni. „Við erum komin með mikið af nýjum úlpum. Hið sænska merki Didrikson er með nýja línu og líka hið norska Helly Hansen,“ segir Haukur Sigurbergsson spurður um nýjungar í úlpugeiranum en Hauk- ur er sölumaður í útivistardeild Úti- lífs í Kringlunni. Hann nefnir fleiri gæðamerki svo sem The North Face sem er bandarískt og eitt fremsta útivist- armerki í heimi. Íslensku merkin Cintamani og ZO.ON eru svo auð- vitað með toppvöru fyrir íslensk- ar aðstæður. „Það er alltaf verið að betrumbæta efnin og finna upp ný og ný öndunarefni svo fólk sé ekki kófsveitt í úlpunum sínum,“ nefn- ir Haukur. Eins segir hann alltaf um einhverjar áherslubreytingar í útliti að ræða en þó engar hallar- byltingar í ár. „Síddin rétt neðan við rass heldur vinsældum sínum frá síðasta ári, enda hentar hún vel hér á landi þar sem oft blæs. Það kemur meira inn af slíkum úlpum en þeim stuttu,“ upplýsir Hauk- ur en segir styttri úlpurnar samt fylgja með og skíðaúlpur séu allt- af frekar stuttar. „Þær taka minni vind á sig en þær síðu og skíðafólk er í smekkbuxum við þær,“ útskýr- ir hann. Loðkanturinn á úlpuhettunum sem hefur verið vinsæll síðustu ár er inni enn þá að sögn Hauks en eru einhverjir litir ráðandi á þessu hausti? „Svartur heldur alltaf sínu,“ segir hann strax. „Fólk vill samt fleiri liti en áður og er farið að pæla meira í þeim. Kannski til að bæta aðeins upp neikvæðnina í þjóðfélag- inu,“ giskar hann á. Að sjálfsögðu segir hann Útilíf eiga töluvert af úlpum í litum – rauðum, bláum, grænum – já, allan skalann. Spurður um verð upplýsir Hauk- ur að Didrikson-úlpurnar sænsku séu hvað ódýrastar og ber líka lof á snið þeirra og gæði. „Svo erum við með regnjakka líka,“ tekur hann fram. „Fólk verður að eiga svoleið- is í vætunni.“ Haustið var hlýtt en nú standa yfir „kuldadagar“ í Útilífi frá þriðjudegi til sunnudags og það þýðir afsláttarverð á vetrarfatn- aði. Veðrið virðist alveg hafa verið í takt við verslunina því á þriðju- daginn kólnaði einmitt verulega og fyrstu snjókornin féllu í borginni. „Fólk nýtir sér svona tilboð að sjálf- sögðu,“ segir Haukur. „Annað væri líka bara þversögn við það sem er í gangi í þjóðfélaginu.“ Fólk vill fleiri liti en áður „Loðkanturinn á úlpuhettunum sem hefur verið vinsæll síðustu ár er enn þá inni,“ segir Haukur í Útilífi, sem einmitt er með sér- stök tilboð á vetrarfatnaði nú á svonefndum „kuldadögum“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Heilgallar upp í stærð 130 eru til af ýmsum gerðum og á mismun- andi verði í Útilífi. Merkin eru þau sömu og í fullorðinsdeildinni og við bætast Ketch í stærðum 68-122 og Surfanic sem er breskt brettamerki. Íslensku ZO.ON jakk- arnir og gallarnir eru einkenndir með hvítu skýi svo þeir skera sig úr. Útigallarnir kosta frá 12.990 til 17.900 krónur og að sögn af- greiðslufólks eru efnin fullkomn- ari eftir því sem verðið er hærra, halda betur vatni frá og lofta svita út. Fóðrið í göllunum er ýmist vatt- erað eða úr flísi frá öxlum og niður að mitti en nælon í skálmum til að þjált sé að smeygja litlum fótum niður í þær. Viking- og Sorel- kuldastígvél, húfur og buff fylla svo margar hillur og snaga. Vetrarfatnaður fyrir börnin Barnadeildin í Útilífi er litskrúðug eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JULIUS HERRAÚLPA (Verð: 17.990) Kuldadagaverð 14.392,- Sterk, hlý, og flott úlpa til í svörtu EXPEDITION PARKA DÖMU (Verð: 27.990) Kuldadagaverð 22.392,- Sterk, hlý og flott úlpa til í svörtu og arctic bláu SOPHIE PARKA DÖMU (Verð: 22.990) Kuldadagaverð 18.392,- Sterk, hlý og flott úlpa í svörtu og grænu JOSHUA HERRAÚLPA (Verð: 18.990) Kuldadagaverð 15.192,- Sterk, hlý og flott úlpa til í svörtu 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.