Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 73

Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 73
FIMMTUDAGUR 21. október 2010 49 ÍÞRÓTTIR Gylfi Einarsson var tekju- hæsti íslenski íþróttamaðurinn í Noregi á árinu 2009 samkvæmt lauslegri úttekt Fréttablaðsins. Hægt er að nálgast upplýsingur um tekjur allra íbúa Noregs fyrir árið 2009 á norskum vefsíðum. Fjölmargir íslenskir knatt- spyrnu- og handboltamenn hafa spilað í Noregi um árabil og tók Fréttablaðið saman þá helstu sem spiluðu þar í fyrra. Gylfi Einars- son trónir þar á toppnum með tæpar 4,5 milljónir króna í mán- aðartekjur. Hann er á sínu síðasta tímabili með Brann og mun ganga í raðir Fylkis þegar tímabilinu lýkur þar. Ólafur Örn Bjarnason, sem gekk í raðir Grindavíkur í sumar þar sem hann er nú spilandi þjálfari, er næstur á listanum með rúmar 3,7 milljónir í mánaðartekjur. Einn þeirra sem hafa verið tekjuhæstir íslenskra knattspyrnu- manna í Noregi, Veigar Páll Gunn- arsson, er ekki á listanum þar sem hann spilaði í Frakklandi í fyrra. Árið 2008 var hann með tæplega fjórar milljónir í mánaðartekjur. Þá, eins og nú, spilaði hann með Stabæk. Meðaltekjur þeirra Íslend- inga sem spiluðu í norsku úrvalsdeildinni árið 2009 voru rúmar 2,2 millj- ónir. Þeir íslensku handboltamenn sem spila í Noregi eru langt undir því meðaltali. Það skal tekið fram að um upplýsingar um heild- artekjur einstaklinga er að ræða hverju sinni. Líklegt er að þeir sem spila knattspyrnu í neðri deildum Noregs og handbolta hafi einn- ig aðra tekjustofna. Þá er einnig rétt að taka fram að eftirfar- andi tölur eru meðaltals- tekjur fyrir allt árið, óháð því hversu lengi viðkomandi hafði tekjur í Noregi á árinu. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum. - esá Tekjur einstaklinga í Noregi fyrir árið 2009 eru aðgengilegar á netinu: Gylfi tekjuhæstur Íslendinga í Noregi Tekjur íþróttamanna Nafn, félag Mánaðartekjur 1. Gylfi Einarsson, Brann 4.479.026 2. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 3.721.177 3. Indriði Sigurðsson, Viking 3.313.872 4. Kristján Örn Sigurðss., Brann 2.727.201 5. Árni G. Arason, Odd Gr. 2.416.968 6. Birkir M. Sævarsson, Brann 2.235.083 7. Pálmi R. Pálmason, Stabæk 1.556.130 8. Garðar Jóhannss., Fredrikst. 1.275.438 9. Birkir Bjarnason, Viking 1.234.684 10. Ármann S. Björnsson, Brann 824.272 seldur til Hartlepool í Englandi í ágúst ‘09 11. Björn B. Sigurðarson, Lillestr. 817.428 12. Kjartan Finnbogas., Sandef. 801.931 lánaður til Falkirk í Skotlandi í ágúst 2009 13. Viktor B. Arnarsson, Nybergs. 755.116 14. Elmar Sigþórss., Tornado M. 303.637 lék í D-deildinni 15. Atli Heimisson, Asker 285.593 lék í C-deildinni 16. Arnar Darri Pétursson, Lyn 278.583 félagið er nú gjaldþrota 17. Stefán Logi Magnúss., Lillestr. 233.235 fór til Noregs í ágúst 2009 18. Andri Steinn Birgisson, Asker 147.470 lék í norsku C-deildinni lánaður til Fjölnis í júlí 19. Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn 100.093 fór til Noregs 1. mars 2009 20. Jóhannes Harðarson, Flöy 90.513 spilandi þjálfari í C-deildinni Handknattleiksmenn 1. Sigurður A. Stefánss., Elverum 430.045 2. Andri Stefan, Fyllingen 234.933 fór til Noregs um mitt ár 2009 3. Ágúst Þ. Jóhannss., Levanger 218.878 þjálfari kvennaliðs Levanger fór til Noregs um mitt ár 2009 4. Ólafur H. Gíslason, Haugaland 119.175 fór til Noregs um mitt ár 2009 FORMÚLA 1 Formúlan verður áfram á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin en undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt en samningurinn nær til þriggja næstu mótaraða, eða til loka árs 2013. Í ár hefur verið boðið upp á hvorki fleiri né færri en fimm útsendingar um hverja mótshelgi, þar af fjórar í beinni útsendingu. Á næsta ári verða 20 mótshelgar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en það er fjölgun um eina móts- helgi frá því í ár, þar sem nýtt mót verður á Indlandi. Formúlu 1 kappaksturinn 2011 hefst 13. mars í Barein á næsta ári og lýkur í Abu Dhabi 27. nóv- ember en líklegt er talið að 24 ökumenn verði á ráslínu, rétt eins og í ár. - óój Nýr þriggja ára samningur: Formúlan áfram á Stöð 2 Sport SKIN OG SKÚRIR Það gengur á ýmsu í Formúlu eitt. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hólmfríður Magnús- dóttir verður áfram með Phila- delphia Independence í banda- rísku atvinnumannadeildinni en íslenska landsliðskonan er búin að skrifa undir nýjan eins árs samning. Hólmfríður fékk mikið hrós fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta ári með liðinu en hún blómstraði í nýrri stöðu sem vinstri bakvörður og hjálpaði lið- inu að komast alla leið í úrslita- leikinn um titilinn. - óój Hólmfríður Magnúsdóttir: Nýr samningur VERÐUR ÁFRAM Hólmfríður Magnús- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GYLFI EINARSSON VILDARÞJÓNUSTA BYRS Heilsan skiptir öllu máli. Þess vegna fá viðskiptavinir Vildarþjónustu Byrs frítt vikukort hjá Hreyfingu og 20% afslátt af Betri aðild með margs konar fríðindum. Komdu í Hreyfingu – glæsilega líkamsræktar- stöð með einstakri Blue Lagoon slökunaraðstöðu. Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og sjálfvirkar lausnir sem veita þér betri yfirsýn yfir fjármálin. Þannig færðu tíma fyrir það sem skiptir máli. Að auki færðu ýmis sértilboð hjá samstarfsaðilum. Gefðu þér tíma fyrir það sem skiptir máli VILDARÞJÓNUSTUTILBOÐ Í HREYFINGU BYR | Sími 575 4000 | www.byr.isKynntu þér kostina á byr.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.