Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.10.2010, Qupperneq 30
2 föstudagur 22. október núna ●Verið hrifnæm augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Skandinavísk hönnun Hönnunarbloggið www.froms- candinaviawithlove.tumblr.com fjallar um skandinavíska hönn- un eins og hún gerist best. Fal- leg og einföld húsgögn, mínímalísk her- bergi og skemmti- leg hönnun þekur þetta blogg og fyllir mann innblástri. Skyldulesning fyrir hvern þann sem kann að meta nor- ræna hönnun. Halló tígur Bloggið www.hello-tiger.blog- spot.com fjallar einnig um fallega hönnun. Síðan er skrifuð bæði á sænsku og ensku þannig að flestir ættu að geta skilið það sem skrif- að er. Síðan er einföld og smekkleg og góð uppspretta hugmynda. Falleg heimili Www.dec- or8blog.com er hönnun- arblogg sem fjall- ar um innanhúss- arkitektúr og hús- gagnahönnun. Þar má einnig finna ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nýta sér til að lífga upp á eigið heimili. Myndirnar eru svo fallegar að hugurinn fer ósjálf- rátt á flug. HAUTE COULEUR. VOLUPTUOUS CARE. Sérfræðingur frá Dior kynnir nýja Rouge Dior varalitalínu og nýjan farða Diorskin Nude, í Sigurboganum föstudag og laugardag. Hægt er að panta tíma í förðun í síma 5611330. 10% afsláttur af Dior á meðan á kynningunni stendur. Glæsilegar gjafir fylgja kaupum. Vertu velkomin. Illmennskan hefur aldrei litið jafn vel út og nú. Snyrtivöru- framleiðandinn MAC og Disney- samsteypan unnu saman að nýrri línu sem nefnist Venomous Villa- ins og sækir innblástur sinn beint til nokkurra hroðalegustu illfygla Disney-myndanna. Litirnir eru hræðilega flott- ir, líkt og illmennin sjálf, og um- búðirnar skemmti- lega barnalegar. Í línunni má finna dásam- lega varaliti, varagloss, kinnaliti og naglalökk svo fátt eitt sé nefnt. Hvert ill- menni er með sitt eigið litaspjald og því geturðu valið um gloss í anda vondu drottningarinnar úr ævintýrinu um Mjallhvíti eða í anda illu tískudrósarinnar Cruellu DeVille. - sm Skemmtileg ný lína frá MAC: Illmennskan uppmáluð LEÐURKRAGI Þessi leðurkragi er frá íslenska merkinu Áróru og fæst í versluninni GK. Kraginn er á 34.900 kr. og er fallegur fylgihlutur. Hann er þeim hæfileikum gæddur að geta flikkað upp á hvaða flík sem er, stuttermabolinn, kjólinn og skyrtuna. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir er í mikilli sókn með merkið sitt Royal Extreme. Fatamerkinu hefur verið tekið vel og nú ætlar Una loksins að láta enn einn drauminn rætast og opna Royal Extreme verslun í miðbænum. „Næsta skref er að opna búð og nú er það að gerast. Algjör draum- ur í dós,“ segir Una glöð í bragði en verslunin er á Bergstaðastræti 4, ská á móti Kaffibarnum, og áætl- uð opnun er á laugardaginn. Húsnæðið er á tveimur hæðum og verður Una með vinnustofu á efri hæðinni. „Við erum á frá- bærum stað í miðbænum og við erum með frábæra granna. Vinkona mín og fyrrum skólasystir, Jón- ína de la Rosa, ætlar að sjá um búðina og allt sem henni tengist. Ég verð í búðinni þegar ég get enda mikilvægt að vera með puttana á púlsinum og sjá hvernig vörurnar leggjast í kúnnann,“ segir Una en með því að opna eigin búð er hún að stuðla að því fatnaðurinn verði aðgengilegri fyrir viðskiptavini og verðið viðráðanlegra. „Flíkurnar verða á ágætu verði en með því að vera með eigin búð get ég sjálf séð til þess að öll fatalínan fáist á einum stað,“ segir Una en þegar Föstudagur náði af henni tali var hún að bíða eftir að fá vetrarlínuna 2010 í hús. Una er búin að vera á flakki heimshorna á milli með sumarlínu sína 2011 og hefur fengið góðar við- tökur hjá erlendum miðlum og innkaupafólki. „Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar og ætla ekk- ert að slaka á. Næst á dagskrá er að gera meira, og bæta skóm og ilmvatni við fatalínuna,“ segir Una og bætir við að hún ætli að halda upp á opnunina seinni part laugardag ásamt systur sinni, Hugrúnu Hrönn Kristjánsdóttur, en hún var einmitt að gefa út sína fyrstu bók og því mikils að fagna. - áp Royal Extreme opnar verslun í miðbænum DRAUMUR AÐ RÆTAST HJÁ UNU Hræðilega flott Ný lína frá MAC sem unnin var í samstarfi við Disney sækir innblást- ur til nokk- urra Disney-ill- menna. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Fagnandi systur Una Hlín og Hugrún Hrönn Kristjánsdætur ætla að fagna opnun nýrrar búðar og bókaútgáfu saman í þessu nýja verslunarhúsnæði Royal Extreme í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BLÚNDUR Leikkonan Kirsten Stew- art mætti í þessum blúndukjól á frum- sýningu í New York. Fatastíll hennar hefur þróast frá því að vera strákaleg- ur yfir í fágaðan kvenlegan stíl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.