Fréttablaðið - 22.10.2010, Side 64

Fréttablaðið - 22.10.2010, Side 64
 22. október 2010 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu mætir Ísrael í vináttulandsleik þann 17. nóvember næstkomandi. Leikurinn fer fram í Tel Aviv. Ísrael er í 56. sæti heimslistans en Ísland í því 110. Þetta er í þriðja sinn sem þjóðirnar mætast í knatt- spyrnulandsleik. Hinir tveir leikirnir fóru fram árið 1992 og vann Ísrael þá báða. FÓTBOLTI Sænska úrvalsdeildarfé- lagið Jitex BK vill fá Rakel Hönnu- dóttur til liðs við sig. Þetta stað- festi hún í samtali við Fréttablaðið í gær. Rakel fór til Svíþjóðar fyrr í mánuðinum og leist forráðamönn- um félagsins vel á hana. „Það gekk mjög vel úti. Viðbrögðin sem ég fékk voru mjög fín og þeir vilja fá mig,“ sagði Rakel. „Ég hef feng- ið mjög gróft samningstilboð frá þeim en mér líst svo sem ekki illa á það sem þeir höfðu fram að færa.“ Rakel hefur verið lykilmaður í liði Þórs/KA sem varð í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna í ár og vann sér þar með þátttökurétt í Meist- aradeild Evrópu á næstu leiktíð, fyrst kvennaliða á Norðurlandi. „Ég er núna að hugsa málið og er að velta fyrir mér öllum mögu- legum kostum og göllum. Valið snýst fyrst og fremst um að vera hér áfram eða fara til Svíþjóðar,“ sagði Rakel. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég á von á að komast að niðurstöðu á næstu vikum.“ Hún segist samt hafa stefnt að því að komast að í atvinnumennsk- unni. „Ég vil ná lengra en ég hef gert en þarf líka að hugsa um hvað sé best fyrir mig – hvar mér myndi líða best og hvar ég gæti lært mest.“ Henni líst vel á lið Jitex, sem náði fínum árangri í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. „Liðið var á sínu fyrsta ári í deildinni og náði sjötta sæti. Þetta er lið í Gautaborg og mér leist vel á það.“ Fjölmargir íslenskir knatt- spyrnumenn, karlar og konur, eru nú á mála hjá sænskum knatt- spyrnuliðum. „Ég hef aðeins heyrt í stelpunum úti og spurt út í lífið í Svíþjóð. Það er annars voðalega lítið ákveðið enda er ég enn að hugsa málið.“ Rakel lék sinn fyrsta meistara- flokksleik árið 2004, þá sextán ára gömul. Síðan þá hefur hún skorað 119 mörk í jafn mörgum leikjum í deild og bikar, sem er frábær árangur. Hún á að baki 30 A-lands- leiki og hefur skorað í þeim tvö mörk. - esá Sænska úrvalsdeildarfélagið Jitex BK vill semja við Rakel Hönnudóttur: Jitex vill fá Rakel til Svíþjóðar RAKEL HÖNNUDÓTTIR Gæti verið á leið í sænsku deildina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. 1. D. Sunderland - Aston Villa Birmingham - Blackpool Chelsea - Wolves WBA - Fulham Wigan - Bolton Burnley - Reading Norwich - Middlesbrough Swansea - Leicester Hull - Portsmouth Millwall - Derby Nottingham - Ipswich Preston - Crystal Palace Watford - Scunthorpe 72.000.000 27.000.000 21.000.000 45.000.000 ENSKI BOLTINN 23. OKTÓBER 2010 42. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 á morgun. SÖLU LÝKUR 23. OKT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari hefur valið sautján leikmenn fyrir leikina gegn Lettlandi og Austurríki í undan- keppni EM 2012. Fyrri leikurinn er gegn Lettum í Laugardalshöll á miðvikudaginn 27. október en sá seinni er í Austurríki þremur dögum síðar. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir í undankeppninni þar sem fjögur lið keppa um tvö sæti í úrslitakeppninni í Serbíu. „Það er gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og hver einasti leikur í þessum riðli er lykilleikur. Við verðum að gera mjög vel til að koma okkur upp úr þessum riðli. Austurríkismenn eru sýnd veiði en ekki gefin og Þjóð- verjar eru með frábært lið. Við höfum ekki efni á að vanmeta Letta því þeir eru líka með mjög fram- bærilegt lið,“ segir Guðmundur en hann fagnar því þó að fá að byrja á heimavelli á móti fyrir fram sla- kasta liðinu í riðlinum. „Við höfum bara tvo daga saman og tvær æfingar fyrir þennan fyrsta leik. Það tekur alltaf tíma að stilla saman strengina, bæði í varnarleik og sóknarleik og allt þar á milli. Við þurfum að gera vel til þess að koma okkur í stand, við tökum leikinn á miðvikudaginn mjög alvarlega og svo bíður okkar mjög erfiður leikur á móti Austur- ríkismönnum á þeirra heimavelli,“ segir Guðmundur. Hrósar Sigurbergi Guðmundur Guðmundsson hefur fengið gott tækifæri til að fylgj- ast með íslensku leikmönnunum í þýsku deildinni og sem dæmi um það hafa fyrstu þrír deildarleikir Rhein-Neckar Löwen undir hans stjórn verið á móti Íslendinga- liðum. „Ég hef frábært tækifæri til að skoða leikmennina sem eru hérna. Allir íslensku leikmenn- irnir hafa spilað vel á móti okkur í Rhein-Neckar Löwen og ætli þeir séu ekki að reyna að sýna sig fyrir mér,“ segir Guðmundur í léttum tón. Einn þeirra var Sigurbergur Sveinsson, sem skoraði átta mörk utan af velli á móti lærisveinum Guðmundar. Guðmundur valdi Sigurberg líka í hópinn og hrósaði honum fyrir frammistöðuna. „Sigurbergur spil- aði vel á móti okkur og var mjög sannfærandi,“ sagði Guðmundur. Guðjón Valur Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla og þá glím- ir Sturla Ásgeirsson einnig við meiðsli. „Það eru ýmsar stöður sem við þurfum að manna öðruvísi en við höfum gert áður. Við erum með menn í hópnum sem þurfa að leysa vinstra hornið. Við erum að horfa til Loga [Geirssonar] og Hannes- ar [Jóns Jónssonar]. Ég tel að Logi sé klár í að spila þessa stöðu og hann er besti kosturinn til að leysa vinstra hornið,“ segir Guðmundur og bætti við: „Ég treysti Loga og Hannesi fullkomlega til þess að sjá um þessa stöðu.“ Guðmundur er ánægður með þróun mála hjá landsliðsfyrirlið- anum Ólafi Stefánssyni, sem mun spila sinn 300. landsleik á móti Lett- um. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á Ólafi Stefánssyni. Það er ekk- ert skrítið að menn hafi áhyggjur af honum en hann er búinn að standa sig frábærlega. Hann hefur verið að bæta sig og er að komast í betra stand,“ segir Guðmundur. „Það verður mjög gaman að hitta strákana í landsliðinu en þetta er líka öðruvísi tilfinning fyrir mig, þar sem ég bý erlendis núna,“ segir Guðmundur, sem telur að mikið muni reyna á liðið í þessum tveim- ur leikjum. Engin tilraunastarfsemi „Það er mjög erfiður leikur í Aust- urríki en það þarf líka að halda einbeitingu á Lettum,“ segir Guð- mundur, sem ætlar ekki að prófa nýja hluti í Höllinni á miðvikudag- inn kemur. „Við getum ekki verið með neina tilraunastarfsemi á móti Lettum því við þurfum að stilla saman streng- ina á mánudag og þriðjudag og svo verðum við bara að vera komnir í gírinn á miðvikudaginn. Það er ekki tími fyrir neina tilraunastarf- semi. Ég vona að við fáum fólkið til þess að mæta því það er mikil- vægur stuðningur sem við þurf- um á að halda. Það er alltaf gríðar- legur munur á því hvort við erum að spila fyrir fullu húsi eða ekki,“ sagði Guðmundur að lokum. ooj@frettabladid.is Logi er besti kosturinn Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2012. Hann valdi Loga Geirsson og Hannes Jón Jónsson sem vinstri hornamenn liðsins í forföllum Guðjóns Vals og Sturlu. ERFITT VAL Það er nóg að gera hjá Guðmundi Guðmundssyni þessa dagana enda er hann að þjálfa lið Rhein-Neckar Löwen. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Hreiðar Levy Guðmundsson, TV Ems- detten Aðrir leikmenn: Alexander Petersson, Fuchse Berlin Arnór Atlason, AG Köbenhavn Aron Pálmarsson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover- Burgdorf Hannes Jón Jónsson, Hannover-Burgdorf Ingimundur Ingimundarson, AaB Logi Geirsson, FH Ólafur Andrés Guðmundsson, FH Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen Sigurbergur Sveinsson, Rheinland Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köben- havn Sverre Jakobsson, Grosswallstadt Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf Þórir Ólafsson, N-Luebbecke Landsliðshópurinn á móti Lettlandi og Austurríki Allir íslensku leik- mennirnir hafa spilað vel á móti okkur í Rhein- Neckar-Löwen og ætli þeir séu ekki að reyna að sýna sig fyrir mér. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.