Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2010, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 22.10.2010, Qupperneq 64
 22. október 2010 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu mætir Ísrael í vináttulandsleik þann 17. nóvember næstkomandi. Leikurinn fer fram í Tel Aviv. Ísrael er í 56. sæti heimslistans en Ísland í því 110. Þetta er í þriðja sinn sem þjóðirnar mætast í knatt- spyrnulandsleik. Hinir tveir leikirnir fóru fram árið 1992 og vann Ísrael þá báða. FÓTBOLTI Sænska úrvalsdeildarfé- lagið Jitex BK vill fá Rakel Hönnu- dóttur til liðs við sig. Þetta stað- festi hún í samtali við Fréttablaðið í gær. Rakel fór til Svíþjóðar fyrr í mánuðinum og leist forráðamönn- um félagsins vel á hana. „Það gekk mjög vel úti. Viðbrögðin sem ég fékk voru mjög fín og þeir vilja fá mig,“ sagði Rakel. „Ég hef feng- ið mjög gróft samningstilboð frá þeim en mér líst svo sem ekki illa á það sem þeir höfðu fram að færa.“ Rakel hefur verið lykilmaður í liði Þórs/KA sem varð í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna í ár og vann sér þar með þátttökurétt í Meist- aradeild Evrópu á næstu leiktíð, fyrst kvennaliða á Norðurlandi. „Ég er núna að hugsa málið og er að velta fyrir mér öllum mögu- legum kostum og göllum. Valið snýst fyrst og fremst um að vera hér áfram eða fara til Svíþjóðar,“ sagði Rakel. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég á von á að komast að niðurstöðu á næstu vikum.“ Hún segist samt hafa stefnt að því að komast að í atvinnumennsk- unni. „Ég vil ná lengra en ég hef gert en þarf líka að hugsa um hvað sé best fyrir mig – hvar mér myndi líða best og hvar ég gæti lært mest.“ Henni líst vel á lið Jitex, sem náði fínum árangri í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. „Liðið var á sínu fyrsta ári í deildinni og náði sjötta sæti. Þetta er lið í Gautaborg og mér leist vel á það.“ Fjölmargir íslenskir knatt- spyrnumenn, karlar og konur, eru nú á mála hjá sænskum knatt- spyrnuliðum. „Ég hef aðeins heyrt í stelpunum úti og spurt út í lífið í Svíþjóð. Það er annars voðalega lítið ákveðið enda er ég enn að hugsa málið.“ Rakel lék sinn fyrsta meistara- flokksleik árið 2004, þá sextán ára gömul. Síðan þá hefur hún skorað 119 mörk í jafn mörgum leikjum í deild og bikar, sem er frábær árangur. Hún á að baki 30 A-lands- leiki og hefur skorað í þeim tvö mörk. - esá Sænska úrvalsdeildarfélagið Jitex BK vill semja við Rakel Hönnudóttur: Jitex vill fá Rakel til Svíþjóðar RAKEL HÖNNUDÓTTIR Gæti verið á leið í sænsku deildina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. 1. D. Sunderland - Aston Villa Birmingham - Blackpool Chelsea - Wolves WBA - Fulham Wigan - Bolton Burnley - Reading Norwich - Middlesbrough Swansea - Leicester Hull - Portsmouth Millwall - Derby Nottingham - Ipswich Preston - Crystal Palace Watford - Scunthorpe 72.000.000 27.000.000 21.000.000 45.000.000 ENSKI BOLTINN 23. OKTÓBER 2010 42. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 á morgun. SÖLU LÝKUR 23. OKT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari hefur valið sautján leikmenn fyrir leikina gegn Lettlandi og Austurríki í undan- keppni EM 2012. Fyrri leikurinn er gegn Lettum í Laugardalshöll á miðvikudaginn 27. október en sá seinni er í Austurríki þremur dögum síðar. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir í undankeppninni þar sem fjögur lið keppa um tvö sæti í úrslitakeppninni í Serbíu. „Það er gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og hver einasti leikur í þessum riðli er lykilleikur. Við verðum að gera mjög vel til að koma okkur upp úr þessum riðli. Austurríkismenn eru sýnd veiði en ekki gefin og Þjóð- verjar eru með frábært lið. Við höfum ekki efni á að vanmeta Letta því þeir eru líka með mjög fram- bærilegt lið,“ segir Guðmundur en hann fagnar því þó að fá að byrja á heimavelli á móti fyrir fram sla- kasta liðinu í riðlinum. „Við höfum bara tvo daga saman og tvær æfingar fyrir þennan fyrsta leik. Það tekur alltaf tíma að stilla saman strengina, bæði í varnarleik og sóknarleik og allt þar á milli. Við þurfum að gera vel til þess að koma okkur í stand, við tökum leikinn á miðvikudaginn mjög alvarlega og svo bíður okkar mjög erfiður leikur á móti Austur- ríkismönnum á þeirra heimavelli,“ segir Guðmundur. Hrósar Sigurbergi Guðmundur Guðmundsson hefur fengið gott tækifæri til að fylgj- ast með íslensku leikmönnunum í þýsku deildinni og sem dæmi um það hafa fyrstu þrír deildarleikir Rhein-Neckar Löwen undir hans stjórn verið á móti Íslendinga- liðum. „Ég hef frábært tækifæri til að skoða leikmennina sem eru hérna. Allir íslensku leikmenn- irnir hafa spilað vel á móti okkur í Rhein-Neckar Löwen og ætli þeir séu ekki að reyna að sýna sig fyrir mér,“ segir Guðmundur í léttum tón. Einn þeirra var Sigurbergur Sveinsson, sem skoraði átta mörk utan af velli á móti lærisveinum Guðmundar. Guðmundur valdi Sigurberg líka í hópinn og hrósaði honum fyrir frammistöðuna. „Sigurbergur spil- aði vel á móti okkur og var mjög sannfærandi,“ sagði Guðmundur. Guðjón Valur Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla og þá glím- ir Sturla Ásgeirsson einnig við meiðsli. „Það eru ýmsar stöður sem við þurfum að manna öðruvísi en við höfum gert áður. Við erum með menn í hópnum sem þurfa að leysa vinstra hornið. Við erum að horfa til Loga [Geirssonar] og Hannes- ar [Jóns Jónssonar]. Ég tel að Logi sé klár í að spila þessa stöðu og hann er besti kosturinn til að leysa vinstra hornið,“ segir Guðmundur og bætti við: „Ég treysti Loga og Hannesi fullkomlega til þess að sjá um þessa stöðu.“ Guðmundur er ánægður með þróun mála hjá landsliðsfyrirlið- anum Ólafi Stefánssyni, sem mun spila sinn 300. landsleik á móti Lett- um. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á Ólafi Stefánssyni. Það er ekk- ert skrítið að menn hafi áhyggjur af honum en hann er búinn að standa sig frábærlega. Hann hefur verið að bæta sig og er að komast í betra stand,“ segir Guðmundur. „Það verður mjög gaman að hitta strákana í landsliðinu en þetta er líka öðruvísi tilfinning fyrir mig, þar sem ég bý erlendis núna,“ segir Guðmundur, sem telur að mikið muni reyna á liðið í þessum tveim- ur leikjum. Engin tilraunastarfsemi „Það er mjög erfiður leikur í Aust- urríki en það þarf líka að halda einbeitingu á Lettum,“ segir Guð- mundur, sem ætlar ekki að prófa nýja hluti í Höllinni á miðvikudag- inn kemur. „Við getum ekki verið með neina tilraunastarfsemi á móti Lettum því við þurfum að stilla saman streng- ina á mánudag og þriðjudag og svo verðum við bara að vera komnir í gírinn á miðvikudaginn. Það er ekki tími fyrir neina tilraunastarf- semi. Ég vona að við fáum fólkið til þess að mæta því það er mikil- vægur stuðningur sem við þurf- um á að halda. Það er alltaf gríðar- legur munur á því hvort við erum að spila fyrir fullu húsi eða ekki,“ sagði Guðmundur að lokum. ooj@frettabladid.is Logi er besti kosturinn Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2012. Hann valdi Loga Geirsson og Hannes Jón Jónsson sem vinstri hornamenn liðsins í forföllum Guðjóns Vals og Sturlu. ERFITT VAL Það er nóg að gera hjá Guðmundi Guðmundssyni þessa dagana enda er hann að þjálfa lið Rhein-Neckar Löwen. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Hreiðar Levy Guðmundsson, TV Ems- detten Aðrir leikmenn: Alexander Petersson, Fuchse Berlin Arnór Atlason, AG Köbenhavn Aron Pálmarsson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover- Burgdorf Hannes Jón Jónsson, Hannover-Burgdorf Ingimundur Ingimundarson, AaB Logi Geirsson, FH Ólafur Andrés Guðmundsson, FH Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen Sigurbergur Sveinsson, Rheinland Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köben- havn Sverre Jakobsson, Grosswallstadt Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf Þórir Ólafsson, N-Luebbecke Landsliðshópurinn á móti Lettlandi og Austurríki Allir íslensku leik- mennirnir hafa spilað vel á móti okkur í Rhein- Neckar-Löwen og ætli þeir séu ekki að reyna að sýna sig fyrir mér. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.