Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 2
2 23. október 2010 LAUGARDAGUR TYRKLAND Daníel Ernir Jóhanns- son, rúmlega sex mánaða gam- all sonur hjónanna sem létust í bílslysi í Tyrklandi, er kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Gunnar Tryggvason, móðurbróðir Daní- els litla, segir greinilegt að dreng- urinn hafi notið góðs atlætis eftir slysið á miðvikudag. Foreldrar drengsins, þau Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, létust bæði í slysinu. Bíll þeirra lenti fram- an á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og eiginkona hans tóku við honum eftir það. Í fyrrakvöld komu Gunnar, eiginkona hans, föðurafi og amma til Tyrklands og fengu hann í sínar hendur. Í samtali við frétta- stofu Stöðvar 2 segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til utanríkis- ráðuneytisins og ræðismanns- hjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir að fjölskyldan geti jafnvel komið heim strax á sunnudag. Hann segir að framtíð Daníels litla sé björt þrátt fyrir allt, enda eigi hann marga góða að. - bl, shá Arnar, er þetta ekki bara enn ein bólan? „Jú, þetta er enn ein bólan sem kemur og fer.“ Veirusýking sem nefnist sláturbóla virðist hafa herjað í óvenju miklum mæli á starfsfólk í sláturhúsum í haust. Veiran er í vessum innan í sauðfé sem slátrað er. Arnar Þór Guðmundsson er yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. FÓLK Persónuvernd leggst gegn áformum heilbrigðisráðuneyt- isins um að leggja að mestu af aðkomu stofnunarinnar að leyfis- veitingum til aðgangs að sjúkra- skrám. Frumvarpsdrög frá ráðuneyt- inu gera ráð fyrir því að verulega verði dregið úr opinberu eftir- liti með framkvæmd vísinda- rannsókna þar sem unnið sé með viðkvæmar persónuupplýsing- ar. „Reynslan af núverandi fyr- irkomulagi við leyfisveitingar vegna vísindarannsókna á heil- brigðissviði er góð og ekkert ligg- ur fyrir um hvers vegna þurfi að draga úr mannréttindum á þessu sviði. Verði drögin að lögum er hætta á að öryggi borgaranna skerðist og að einkalífsvernd verði fyrir borð borin,“ segir í umsögn Persónuverndar. - gar Andstaða við frumvarpsdrög: Mannréttindi og öryggi skert DÓMSMÁL Gæsluvarðhald var framlengt til 5. nóvember yfir tveimur karlmönnum í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Mennirn- ir sitja inni vegna rannsóknar lög- reglu á umfangsmiklum svikum á virðisaukaskatti. Upphaflega voru sex handteknir vegna málsins. Fimm af þeim eru nú lausir. Sá sem þarf að sitja lengur í gæsluvarðhaldi er starfs- maður ríkisskattstjóra. Hinn sem gæsluvarðhald var framlengt yfir er karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum. Sá hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsis- dóm fyrir hlutdeild sína í kanna- bisræktun. stjóra. - jss Dóp- og fjársvikamál: Framlengt á fjársvikamenn LEIDDUR FYRIR DÓMARA Mennirnir tveir voru í gær leiddir fyrir dómara. TÆKNI Nýr og endurbættur vefur Vísis.is fór í loftið í gær, en um er að ræða töluverða breytingu frá fyrri vef, þar sem nú er áhersla ekki aðeins á öfluga miðlun frétta heldur hefur afþreying þar veigameiri sess. Á Vísi er nú aðgengilegt á einum stað mikið af því efni sem verður til á hverjum degi hjá öllum fjölmiðl- um 365 miðla, meðal annars Fréttablaðinu, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjunni, FM957 og X-inu. Sérstök áhersla er á miðlun sjónvarpsefnis sem Freyr Einarsson, ritstjóri Vísis og Stöðvar 2 segir í meiri gæðum en áður, auk þess sem eigendur Apple- tölva geta einnig horft á sjónvarpsefnið. Þá verður í boði á Vísi mikið af gömlu og nýju efni úr 24 ára sögu Stöðvar 2, þar á meðal nýjum þáttum eins og Steinda jr, Spaugstofunni og Hlemmavídeó. „Við erum líka fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem býður upp á fréttir, íþróttir og sjónvarpsefni fyrir farsíma og iPad,“ segir Freyr. Aðspurður sagði hann að takmarkið væri að bæta þjónustu við lesendur. „Vísir er mjög öflugur miðill með um 280.000 notendur í viku hverri og við erum aðallega að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna við þennan stóra hóp.“ - þj Fjölbreytt afþreyingarefni í boði á einum öflugasta fréttavef landsins: Nýr og endurbættur Vísir.is í loftið NÝR VEFUR Ari Edwald forstjóri 365 miðla kynnti nýjan vísi.is við hátíðlega athöfn í gær. Fréttablaðið/Valli FÉLAGSMÁL Gylfi Arnbjörns- son var endurkjörinn formaður Alþýðusambands Íslands á árs- fundi sam- bandsins í gær, en hann bar sigurorð af Guðrúnu J. Ólafsdóttur sem bauð sig fram á móti honum. Gylfi vann öruggan sigur þar sem hann hlaut tæp 73 prósent atkvæða gegn 27 prósentum Guðrúnar, en um 350 fulltrúar sátu fundinn. Í ávarpi sínu þakkaði Gylfi fyrir traustið sem fundarmenn sýndu honum. Signý Jóhannesdóttir var kjörin varaformaður sambands- ins, en Guðrún J. Ólafsdóttir bauð sig einnig fram gegn henni. - þj Formaður ASÍ endurkjörinn: Öruggur sigur Gylfa í kjörinu GYLFI ARNBJÖRNSSON Daníel litli kominn í faðm fjölskyldunnar Móðurbróðir Daníels Ernis segir vel hafa verið hugsað um drenginn eftir að hann missti foreldra sína í slysi á miðvikudag. Fjölskyldan hugar að heimferð. LETTLAND Íslenskur karlmaður, 29 ára að aldri, lést af slysförum í Ríga í Lettlandi í gær. Maðurinn, sem var í ferð með vinnufélögum sínum, var einn á ferð í miðborg Ríga þegar slysið varð, en sam- kvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 virðist hann hafa fengið raflost frá spennustöð. Sendiherra Íslands í Finnlandi fer með málið og mun aðstoða lög- regluna við rannsókn á tildrögum slyssins. Maðurinn lætur eftir sig unnustu. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. - shá 29 ára karlmaður lést í slysi: Lét lífið í slysi í Ríga í Lettlandi ÍSRAEL, AP Ísraelskir landtöku- menn byggja fjórum sinnum hraðar nú en þeir gerðu áður en tíu mánaða framkvæmdabann var lagt á þá. Síðan bannið rann úr gildi í síð- asta mánuði hafa landtökumenn hafið byggingu á 600 nýjum íbúð- um. Framkvæmdirnar stefna friðarviðræðum í voða, því Pal- estínumenn hafa ítrekað sagt að þeir geti ekki tekið þátt í viðræð- um nema framkvæmdir landtöku- manna verði stöðvaðar á meðan. Þeir segja framkvæmdahraðann sýna að Ísraelum sé ekki alvara með friðarviðræðum. - gb Ísraelskir landtökumenn: Byggja fjórum sinnum hraðar STJÓRNMÁL Málefnaþing Vinstri grænna um utanríkismál hófst í gær þar sem mál tengd umsókn Íslands í Evrópusambandið voru meðal þess sem brann á fólki. Í fundinum kom hópur félags- manna á framfæri áskorun á forystu flokksins um að draga umsóknina til baka, en annars voru utanríkismál rædd almennt. Að sögn Árna Þórs Sigurðarson- ar, þingmanns og formanns utan- ríkisnefndar, voru mjög góðar umræður á fundinum. „Þetta þing er í sjálfu sér ekki stofnun innan flokksins og enginn ályktunarvettvangur, Við erum aðallega að reyna að tala saman með faglegum og málefnalegum hætti.“ Þing þetta er hluti af röð þinga þar sem flokksmenn hittast og ræða ákveðin málefni. Umhverf- ismál voru á oddinum fyrir tveim- ur vikum, og í upphafi næsta árs verða velferðarmál og og jafnrétt- ismál rædd. „Við erum að taka þessar megin- stoðir flokksins til umfjöllunar,“ sagði Árni, en á næsta ári verður landsfundur Vinstri grænna. Þingið heldur áfram á morgun og lýkur með kynningu á niður- stöðum hópavinnu. -þj Vinstri græn með málefnaþing um utanríkismál: Hópur vildi draga aftur ESB-umsókn Í ÖRUGGRI HÖFN Gunnar Tryggvason kyssir hér á kollinn á Daníel litla. Úlfhildur Leifsdóttir, eiginkona Gunnars, heldur á drengnum í fangi sínu. MYNDIR/HABEROKU.NET MÁLIÐ VEKUR ATHYGLI Hér heldur ræð- ismaður Íslands, Esat Kardicali, á Daníel litla á fjölmennum blaðamannafundi. Sá stutti lætur sér fátt um finnast. KVEÐJUSTUND Hjúkrunarfræðingurinn Sevdu Köse gaf þeim stutta brjóst á sjúkrahúsinu. Hún segist ávallt hugsa til Daníels með hlýju. FUNDAÐ Í VG Árni Þór Sigurðsson segir Vinstri græna hafa rætt saman á fagleg- an og málefnalegan hátt. SPURNING DAGSINS Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hotel Park Inn í þrjár nætur með morgun- verði og íslensk fararstjórn. Berlín á tilboðsverði! Verð á mann í tvíbýli: 74.500 kr.Fararstjóri: Eirik Sördal Borgarferð 5. –8. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.