Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 4
4 23. október 2010 LAUGARDAGUR SVÍÞJÓÐ Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síð- ast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virð- ist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórn- arlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásun- um hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Aug- ustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugð- in hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtek- inn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prest- ur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nán- asta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkj- unni sem er miðsvæðis í borg- inni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkj- unnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkj- unnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lög- reglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venju- legir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytj- enda og þess vegna ekki sett rann- sókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenn- ing, og það er gott því þetta veld- ur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstak- lega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda Allt að fimmtán manns af erlendum uppruna hafa orðið fyrir skotárás í Malmö. Lögreglan er gagnrýnd fyrir hægagang við rannsókn málsins. „Þetta vekur ótta og öryggisleysi,“ segir íslenskur prestur í Malmö. LÖGREGLAN Á VETTVANGI Í FYRRAKVÖLD Ekki þykir öruggt að skotárás á tvær konur inn um glugga í heimahúsi tengist hinum skotárásunum. NORDICPHOTOS/AFP Að gefnu tilefni skal áréttað að í aðsendri grein lögfræðings félags- þjónustu Kópavogs, Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, í Fréttablaðinu í gær er ekki verið að lýsa skoðunum bæjaryfirvalda í Kópavogi heldur persónulegri skoðun greinarhöf- undar, að því er segir í tilkynningu frá Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Í greininni er gagnrýnd skipan formanns barnaverndar- nefndar Reykjavíkur. Bæjaryfirvöld í Kópavogi bera hins vegar fullt traust til borgaryfirvalda í þessum efnum. Samstarf um þennan mikilvæga málaflokk hefur ávallt verið gott og svo mun verða áfram. ÁRÉTTING Fyrir tæpum tveimur áratugum lék lausum hala í Stokkhólmi og Uppsölum maður að nafni John Ausonius, sem skaut á fólk úti á götu. Flest fórnar- lömbin voru innflytjendur, og þykja skotárásirnar í Malmö nú líkjast mjög því sem þá gerðist. Ausonius hæfði ellefu manns á tímabilinu frá ágúst 1991 fram í janúar 1992. Einn lét lífið en hinir særðust alvarlega. Hann náðist loks í júní 1992 og var dæmdur í ævilangt fangelsi tveimur árum síðar. Hann var nefndur leysigeislamaðurinn vegna þess að hann notaði skotvopn með miðunarbúnaði, þannig að rauðum leysigeisla sást jafnan bregða fyrir rétt áður en hann hleypti af. Leysigeislamaðurinn í Stokkhólmi SNÆFELLSBÆR Bæjarfulltrúar í Snæ- fellsbæ telja að Knattspyrnusam- band Íslands hafi stillt bæjarfélag- inu upp við vegg þannig að ekki sé umflúið að bærinn styrki byggingu 350 manna stúku í Ólafsvík um sjö milljónir króna. „Í ljósi þess að KSÍ gerir kröfu um að stúku þessari verði komið upp og fullreynt er talið að þeirri ákvörðun verði ekki breytt af þeirra hálfu, sem í raun er óskiljan- legt miðað við það efnahagsástand sem nú ríkir í landinu, er um fátt annað að ræða en að bæjarsjóð- ur komi að þessu máli með knatt- spyrnudeildinni. Að öðrum kosti fær Víkingur ekki að leika heima- leiki sína í Ólafsvík,“ segir í bókun minnihluta bæjarstjórnar, J-list- ans, á síðasta bæjarstjórnarfundi. „Það er okkar skoðun að þessum peningum væri betur varið í marg- vísleg málefni tengd íþrótta- og æskulýðsmálum í bæjarfélaginu,“ bókaði J-listinn áfram. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks sögð- ust taka „heilshugar“ undir bókun J-listans. Allir bæjarfulltrúarnir samþykktu að styðja stúkubygg- inguna sem samtals á að kosta 21 milljón króna. Byggingafyrirtækið Nesbyggð leggur fram sjö milljónir króna og KSÍ greiðir þær sjö millj- ónir sem eftir standa. - gar KSÍ setti Víkingum í Ólafsvík úrslitakosti og bærinn verður að borga sjö milljónir: Byggi stúku eða spili leiki utanbæjar STUÐNINGSMENN VÍKINGS Víkingur í Ólafsvík komst upp í 1. deild í sumar og náði í undanúrslit bikarkeppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 16° 10° 10° 12° 14° 9° 9° 24° 12° 22° 16° 30° 5° 9° 16° 4°Á MORGUN 3-8 m/s um allt land MÁNUDAGUR Hægviðri A-til, annars 10-15 m/s. 3 1 0 1 -1 1 -2 2 1 6 -4 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 3 1 -1 -2 5 6 4 2 5 4 SVÖL HELGI Í dag og á morgun verð- ur svalt í veðri og bjart með köfl um. Vindur verður skap- legur og búast má við éljagangi, eink- um við strendur norðantil. Á mánu- daginn dregur til tíðinda, þá kemur lægð upp að land- inu með heldur hlýrra loft, vind og vætu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður AKUREYRI Hætt verður að bjóða börnum að fara ókeypis í sund á Akureyri og gjaldskrá í Hlíð- arfjalli verður hækkuð á næst- unni. Þetta verður gert til að mæta auknum kostnaði íþróttaráðs Akureyrar. Ráðið reiknar með því að fara rúmum fjörutíu milljónum fram úr fjárhags- áætlun næsta árs. Meiri hluti íþróttaráðs samþykkti því þess- ar hækkanir og segist velja þann kost frekar en að skerða þjónustustig í sundlauginni og í Hlíðarfjalli. - þeb Aðgerðir á Akureyri: Hætt að bjóða börnum í sund BRETLAND, AP Wikileaks hefur boðað birtingu fjölmargra leyni- skjala í dag, sem talin eru tengj- ast hernaði Bandaríkjanna í Írak. Ekkert hefur verið staðfest um það hvers konar skjöl verða birt. Á vegum Bandaríkjahers hafa sérfræðingar unnið að því hörð- um höndum að fara í gegnum skjölin, sem talið er að verði birt, til að búa sig undir birtinguna og skipuleggja hvernig herinn bregð- ist við. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagðist í gær telja þetta óheppilegt. - gb Vefsíðan Wikileaks: Boðar birtingu fleiri leyniskjala Röng mynd birtist með grein sem Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur skrifaði fyrir hönd Hagsmunasam- taka heimilanna í blaðið í gær. Hún var af nafna hans, athafnamanni kenndum við Andra. Rétt mynd fylgir hér. LEIÐRÉTTING AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ XX.XX.XXX GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,3695 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,04 112,58 175,78 176,64 155,84 156,72 20,896 21,018 19,142 19,254 16,800 16,898 1,3802 1,3882 175,92 176,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.