Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 12

Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 12
12 23. október 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þingmenn Heimssýnar hafa kynnt til sögunnar tvær þingsályktunartillögur sem ætlað er að hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB. Fyrri tillagan gerir ráð fyrir skoðanakönnun í formi þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort afturkalla á umsóknina og þar með hætta allri umræðu. Röksemdir flutn- ingsmanna eru þær að málið sé svo fjarstæðukennt að ástæðulaust sé að eyða í það tíma og fjármunum. Umræður séu af þeim sökum óþarf- ar. Vitaskuld geta mál verið svo ein- föld að rök af þessu tagi eigi við. Hér er hins vegar um að ræða eitt viðamesta og flóknasta mál sem komið hefur á dagskrá þjóð- málanna. Því fer fjarri að allar hliðar þess hafi komið fram með þeim hætti að þjóðin geti metið rök og gagnrök í heild sinni. Tillagan bendir til að andstæðing- ar Evrópusambandsaðildar telji að frekari upplýsingar, áframhaldandi umræða og samningsniðurstaða muni veikja málefnastöðu þeirra. Að öðrum kosti myndu þeir vilja halda ferlinu áfram allt til enda og rökræða málið í lokabúningi. Hitt er einnig áhugavert að flutn- ingsmennirnir vilja ekki að Alþingi sjálft taki afstöðu í málinu. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá þróun að stjórnmálamenn kjósa fremur að þjóðin leiði þá en að þeir hafi forystu um stefnu sem þjóðin tekur síðan afstöðu til. Ein skýringin á vantraustinu á Alþingi getur verið þessi tilhneig- ing þingmanna að hafa hlutverka- skipti við þjóðina um forystuskyld- una. Á að þagga rökræðuna niður? Síðari tillagan felur í sér að teknar verði upp tvíhliða fríverslunarviðræður við Bandaríkin í stað aðildar- viðræðna við ESB. Merkilegast við þessa tillögu er að þingmenn Heimssýnar eru reiðubúnir til að opna viðræður um frjálsan innflutning á landbúnað- arvörum frá Bandaríkjunum. Þeir þurfa hins vegar að skýra út hvers vegna frjáls innflutningur á kjöti og mjólk er að þeirra mati hættu- laus frá Bandaríkjunum en ógnar þjóðarhagsmunum ef hann kemur frá Evrópu. Annað athyglisvert við þessa til- lögu er að með henni fallast þing- menn Heimssýnar á að einmitt núna sé rétti tíminn til að fara í viðræður við aðrar þjóðir í þeim tilgangi að treysta pólitíska og viðskiptalega hagsmuni landsins. Fram til þessa hafa þeir hafnað Evrópuviðræðunum þar sem slíkar viðræður eigi að bíða seinni tíma með því að þjóðin eigi nú að fást við aðra mikilvægari hluti. Með flutningi þessarar tillögu hafa andstæðingar ESB fallið frá helstu röksemd sinni gegn aðildar- viðræðum nú. Það er málefnalegt og virðingarvert. Heimssýn hefur frá öndverðu viðurkennt að aukið alþjóðlegt samstarf er Íslendingum lífsnauð- synlegt. Það má bara ekki vera við Evrópuþjóðirnar. Tvíhliða frí- verslunarsamningur við Kína var um tíma mótleikurinn. Hann þykir þó ekki fýsilegur eins og á stend- ur. Frá pólitísku sjónarhorni hefur samningur við Bandaríkin mun jákvæðara yfirbragð. Virða ber að þessi tillöguflutn- ingur sýnir vilja til málefna legrar umræðu. Á lausnum af þessu tagi eru þó veikleikar. Einn er sá að smáþjóðir hafa yfirleitt talið hags- munum sínum betur borgið í fjöl- þjóðlegu samstarfi en með tví- hliða samningum við einstök ríki. Vandséð er að annað eigi við um Ísland. Annar er sá að hinn brýni gjaldmiðilsvandi verður aðeins leystur í fjölþjóðlegu myntsam- starfi sem tvíhliða fríverslunar- samningar bjóða ekki upp á. Síðan þarf að hafa hugfast að stærð og styrkur ESB tryggir aðildarþjóðunum bestu kjör í við- skiptum bæði við Kína og Banda- ríkin. Bent á aðra kosti Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samn-ingsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara. Það kverkatak sem vinstri armur VG hefur náð á ríkisstjórnar- samstarfinu hefur síðan dýpkað þennan vanda til muna. Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samning- ar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram. Grípa þarf tækifæri til sókn- ar þegar þau gefast. Þá þarf að huga að ýmsum tæknilegum breytingum sem taka mörg ár til að mynda á tölvukerfum varðandi tolla, land- búnaðarstyrki og hagskýrslugerð. Andstaða VG hefur í för með sér að öll stefnumörkun og ákvarð- anataka af þessu tagi í samninga- ferlinu verður vafningasöm í meira lagi. Styrki til tæknilegra breytinga sem nýtast muni Íslandi hvort sem af aðild verður eða ekki má jafnvel ekki hagnýta. Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildar- umsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi. Hér þarf annar hvor stjórnar- flokkanna að gefa eftir eða báðir að standa á sínu og hætta samstarf- inu. Hvort tveggja væri til marks um heiðarlega afstöðu. Fyrir ríkj- andi skæklatogi getur enginn borið virðingu. Veikleikinn í aðildarviðræðunum ÞORSTEINN PÁLSSON F réttablaðið hefur í vikunni sagt tvær fréttir af því að hætta sé á því að ekki verði hægt að manna lykilstöður opinberra starfsmanna með hæfu fólki vegna þess að betri kjör bjóð- ist annars staðar. Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur áhyggjur af að einkasjúkrahúsið, sem áform eru um að starfrækja á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll, verði ógn við heilbrigðiskerfið vegna þess að það ráði til sín fólk úr eftirsóttum starfsstéttum, þ.e. skurðlækna, svæfingarlækna og vel menntaða hjúkrunarfræðinga. Í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag sagði hann opinbera aðila hins vegar ekki geta stöðvað áformin, en talið er að 200-300 störf geti skapazt, verði þau að veruleika. Í gær var sagt frá því að hundrað ný störf hefðu orðið til í réttarkerfinu vegna hruns bankanna. Saksóknurum, dóm- urum og rannsakendum hefur verið fjölgað og enn gæti þurft að bæta við. Ýmsir viðmælendur Fréttablaðsins telja að lág laun hjá ríkinu standi í vegi fyrir því að hæfustu sérfræðingarnir fáist til þessara starfa, enda eru uppgrip hjá lögfræðingum í einka- geiranum. „Það er áhyggjuefni hvort opinbera launakerfið sem slíkt sé í stakk búið til að krækja í þá lögmenn sem hafa burði til að sinna þessum störfum,“ segir Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Ástæða er til að hafa áhyggjur af hvoru tveggja; að hæfasta heil- brigðisstarfsfólkið fáist ekki til að manna skurðstofur og að beztu lögfræðingarnir fáist ekki til að rannsaka bankahrunið, flytja og dæma þau mál sem rata munu til dómstólanna. Hitt er svo annað mál hvort einkarekið sjúkrahús sé fremur ógn við heilbrigðiskerfið en einkareknar lögmannsstofur við réttar- kerfið. Heilbrigðiskerfið starfar einfaldlega í umhverfi, þar sem hörð samkeppni er um bezta fólkið, ekki sízt frá útlöndum. Það er eins hægt að líta svo á að einkarekið sjúkrahús á Íslandi stuðli að því að halda í landinu þekkingu, sem ella gæti flutzt til útlanda – eða laðað hingað heim lækna, sem ella störfuðu áfram erlendis. Hins vegar þarf að gera eitthvað til að bregðast við þeim vanda að hæfasta fólkið fáist ekki í sérhæfð og erfið störf hjá ríkinu. Þar er stærsta hindrunin nú um stundir líklega hin fráleita launastefna núverandi ríkisstjórnar; að enginn opinber starfsmaður megi hafa hærri laun en forsætisráðherra. Vissulega þarf að spara í launaútgjöldum ríkisins og ýmsar ríkis- stofnanir neyðast til að fækka hjá sér starfsfólki. Sú stefna að halda launum þeirra niðri, sem geta gengið að hærri launum vísum hjá öðrum vinnuveitendum en ríkinu, hér á landi eða erlendis, endar hins vegar með því að lokum að þessir starfsmenn fara annað. Það er kannski kominn tími til að ríkisstjórnin horfist í augu við að bæði læknar og lögfræðingar eru eftirsóttari á vinnumarkaði og þar með dýrari starfskraftar en stjórnmálamenn, jafnvel þótt þeir síðarnefndu séu með langa reynslu. Til að halda í hæfustu sérfræðingana getur ríkið þurft að brjóta nýja launaþakið. Dýrari en for- sætisráðherrann Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.