Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 16

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 16
16 23. október 2010 LAUGARDAGUR Íslenskar konur, til hamingju með kvennafrídaginn 2010. Í fjórða sinn boða íslensk- ar kvennahreyfingar til fjölda- samstöðu kvenna til að minna á launamisréttið sem enn ríkir í landinu og brýna landsmenn til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Þegar fyrst var efnt til útifundar kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna kvennaárið 1975 vakti gríðarleg þátttaka og mikil stemning heims- athygli. Tilgangurinn var þá eins og nú að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna til sam- félagsins og krefjast þess að það yrði metið að verðleikum. Áhrifin urðu mikil og ekki fór milli mála hve margar atvinnugreinar voru háðar vinnu kvenna. Staða íslenskra kvenna hefur batnað mikið frá árinu 1975 enda mælumst við nú í efsta sæti á jafnréttislista World Econom- ic Forum. Árið 1975 var atvinnu- þátttaka kvenna 60% en er nú 78%, sem er með því mesta sem þekkist innan OECD. Sífellt fleiri konur sinna fullu starfi. Launabil- ið hefur minnkað en er þó samt allt of breitt. Könnun sem Félagsvís- indastofnun vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið vorið 2008 sýndi 16,3% kynbundinn launamun á landsvísu. Hlutur kvenna hefur aukist hvað mest í áhrifa- og valdastöðum sam- félagsins. Árið 1975 voru konur 5% þingmanna og 4% sveitarstjórnar- manna. Nú eru konur 43% þing- manna og 40% sveitarstjórnar- manna. Kona leiðir ríkisstjórnina og kynjahlutfall ráðherra er 40% en var raunar jafnt til skamms tíma. Það er enginn vafi að fjölg- un kvenna meðal þeirra sem taka ákvarðanir og móta stefnu hefur leitt af sér hugarfarsbreytingu sem sést ekki síst á lagabreyting- um sem beinast að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 2006 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2007-2011. Áætl- unin fól í sér fjölda verkefna sem hrundið hefur verið í framkvæmd í áföngum. Eitt það stærsta er rann- sókn á umfangi ofbeldis í nánum samböndum. Rannsókninni er að ljúka og munu niðurstöður hennar verða leiðarljós í þeirri vinnu sem þegar er hafin við að semja næstu áætlun. Þar verður sjónum einn- ig beint að réttarkerfinu og mið tekið af nýjum samningi Evrópu- ráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Alþingi hefur samþykkt lög um bann við vændiskaupum og súlu- stöðum og staðfest aðgerða áætlun gegn vændi og mansali sem veru- lega hefur reynt á undanfarið ár. Ísland er þriðja ríkið í heiminum sem bannar kaup á vændi. Í laga- setningunni felast afdráttarlaus skilaboð til samfélagsins um að kaup á líkama annarrar mann- eskju til eigin afnota séu ósæmi- legt athæfi sem ekki verði liðið. Með banni er sjónum beint að eftirspurninni og þeim sem bera raunverulega ábyrgð – kaupend- unum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna og að kynjasjónarhorni sé beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Framkvæmdaáætlun í jafnréttis- málum fyrir árin 2011-2014 verð- ur fljótlega lögð fram á Alþingi. Þetta er metnaðarfull áætlun sem vonandi mun fleyta okkur áfram í átt til jafnari tækifæra og jafnari stöðu kynjanna. Enn verður leitað leiða til að útrýma kynbundnum launamun sem hefur reynst svo þrautseigur. Að þessu sinni er lögð mun meiri áhersla en áður á þátt- töku karla í jafnréttisbaráttunni, enda varðar málefnið bæði kynin og þjóðfélagsið allt. Reynsla okkar af fæðingarorlofi feðra sýnir að aukið kynjajafnrétti færir ekki síst körlum aukin lífsgæði og það er margt sem þarf að vinna að til að karlar fái notið hæfileika sinna enn betur rétt eins og konur. Það eru erfið ár fram undan vegna efnahagshrunsins. Engin ástæða er þó til vonleysis því við munum finna leið út úr vandan- um eins og jafnan áður. Aðgerðir kvenna á kvennafrídeginum sýna hve mikill kraftur er í grasrótinni, ekki síst meðal þeirra sem berjast fyrir samfélagi jafnréttis og sam- félagi án ofbeldis. Látum kraft kvennahreyfinganna verða okkur hvatningu til uppbyggingar og sóknar, segjum barlóminum stríð á hendur. Framtíðin verður björt ef við stöndum saman. Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa. Áfram stelpur og strákar Jafnréttismál Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvenna- frídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan við- burð. Það var árið 1975 á kvenna- ári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vestur- löndum, og öflugar kvennahreyf- ingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sam- einuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoð- arframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loft- leiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvenna- frí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá sner- ust kröfur kvenna um launajafn- rétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveit- arstjórnum voru örfáar. Atvinnu- þátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Econom- ic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valda- stofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heil- brigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaður- inn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórn- um og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, marg- þætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangs- efni umræðunnar um stöðu kynj- anna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplif- ir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og ham- farasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum sam- böndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri mis- notkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snú- ast hjólin ekki. Það þarf að fá fyr- ir tækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyr- irmyndar en sum þeirra hafa nán- ast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídegin- um skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði. Hvers vegna kvennafrí – konurnar fagna því Jafnréttismál Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir mennta-málaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögn- inni „Háskólar í mótun“ í Frétta- blaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfir- standandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veit- ist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um sið- ferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvit- andi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vís- indamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjör- klípugerðinni; hún útskýrir að ráð- herra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðu- neytisins árið 2009, og meðlim- um svokallaðs rýnihóps sem ráð- herra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerf- ið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eft- irlit sé með gæðum þess og skil- virkni. Afskipta- og meint ábyrgð- arleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipu- leggja háskólastarf hér í kjöl- far hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ rík- isháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisappar- at. Einnig talar hún um fjölbreytn- ina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskóla- starfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráð- gjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskóla- starfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digur- barkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menning- armálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, held- ur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra fram- selt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráð- herra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birt- ist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngj- ast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinn- ar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klík- ur undirmálsfólks drottna yfir rústunum. Stefnu- og ábyrgðarleysi menntamálaráðherra Menntamál Einar Steingrímsson stærðfræðingur Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa Ráðherra hefur algerlega brugð- ist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undir- málsfólks drottna yfir rústunum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.