Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 32

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 32
32 23. október 2010 LAUGARDAGUR M ig hefði ekki órað fyrir þegar ég var þybbið barn að ég yrði baráttukona fyrir feita,“ segir Marilyn Wann sem stödd var á Íslandi í vikunni til að tala á mál- þingi um fitufordóma við Háskóla Íslands. Blaðamaður mælti sér mót við hana á Hótel Borg og hitti hana fyrir bleikklædda og tilbúna til að ræða upphafið að baráttunni gegn gegn fitufordómum. Allt hófst örlagaríkan dag í upp- hafi tíunda áratugarins. „Ég var lausapenni í blaðamennsku og lifði skemmtilegu lífi. Kvöld eitt var ég úti að borða með strák og hann segir við mig yfir miðjum matn- um að hann skammist sín of mikið fyrir mig til að kynna mig fyrir sumum vinum sínum. Af því að ég var feit. Þetta særði mig og sjokk- eraði. Og ég fór heim, kannski vonaðist ég hreinlega til þess að gleyma þessu. Þegar ég kom heim þá beið mín bréf frá tryggingafé- lagi, þar sem mér var neitað um sjúkdómatryggingu á grundvelli þess að ég væri of feit. Mér var ekki boðið að borga meira, ég fékk bara hreina neitun.“ Ákvað að þegja ekki lengur Marilyn Wann segir að hún hafi vaknað til vitundar þennan dag um að hún yrði að grípa til sinna ráða. „Fram til þessa hafði ég reynt að vera þögul og forðast aðstæður þar sem athygli var dregin að lík- ama mínum. En þarna ákvað ég að segja eitthvað, ég vildi ekki að mér væri vera ýtt til hliðar vegna þyngdar minnar og fannst heldur ekki að neinn annar ætti að hljóta þessi örlög. Audre Lorde, banda- rískur femínisti og ljóðskáld, sagði „Þögnin verndar þig ekki,“ og það er rétt.“ Í framhaldinu ákvað Wann að gefa út fjölrit eins og var mjög vinsælt hjá ýmsum jaðarhópum í heimaborg hennar San Fransiskó á þessum tíma og nafnavalið var auð- velt. „Ég ákvað að taka eitt af nöfn- unum sem ég hafði oft verið kölluð og gera það að einhverju góðu.“ Til varð ritið Fat!So? umskipun á orð- inu fatso, uppnefni á feitum svipað og feitabolla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa að sögn Wann. „Ég fékk bréf frá alls konar fólki, man eftir einu frá konu sem var á fimmtugsaldri, ævagömul að því er mér fannst 25 ára gam- alli, þar sem hún sagði að ritið mitt væri það fyrsta sem hún hefði lesið og léti sér líða eins og hún væri í lagi. Það gerði mig reiða og glaða á sama tíma.“ Og Marilyn Wann sá að hún gat ekki hætt eftir eitt rit, það var löng barátta fram undan fyrir réttind- um feitra og viðurkenningu í sam- félagi sem er fullt fordóma og mis- mununar vegna holdafars á marga vegu. Fordómarnir eru víðtækir og stöðugt er alið á þeim með því að hamra á því að fólk eigi að vera grannt bendir hún á. Megranir virka ekki „Ég er mjög hlynnt því að fólk borði hollan mat og stundi líkamsrækt, að sjálfsögðu styð ég heilsusam- legt líferni. En fólk er mismunandi í laginu og það er staðreynd. Við vitum líka af reynslunni af millj- ón megrunum að flestir þyngjast aftur. Margir fara aftur og aftur í megrun og það að þyngjast og létt- ast er mjög óhollt fyrir líkamann. Ef fólk ákveður að breyta matar- æðinu til hins betra á að njóta þess en ekki að líða eins og verið sé að refsa því með svelti. Sama á við um hreyfingu, við eigum að njóta hreyfingarinnar, en hún á ekki að vera hugsuð sem refsing fyrir það hvernig við lítum út.“ Wann segir hræðilegt til þess að hugsa að stöðugt sé alið á for- dómum vegna holdafars og nefn- ir baráttu gegn offitu sem dæmi. „Reyndar þoli ég ekki orðið offita [obesity] því það er svo gildishlað- ið. Það er heill iðnaður til í kring- um baráttu gegn offitu, vísinda- menn þiggja fé frá fyrirtækjum sem búa til megrunarlyf og alls konar næringarefni og duft. Ótrú- lega margar rannsóknir eru studd- ar af þessum iðnaði og þannig lit- aðar af honum. Fólk getur sem sagt átt sinn starfsframa í skjóli þessarar baráttu sem snýst um að útrýma feitu fólki úr samfélaginu. En það virkar ekki, og reyndar hentar það þeim sem selja megr- unarleiðir ágætlega að þær skuli ekki virka því þá kemur fólk alltaf aftur til þeirra.“ Hræðileg barátta Barátta á borð við þá sem Michelle Obama, forsetafrú Bandarríkjanna, hefur sett af stað gegn of fitu hjá börnum fær falleinkun hjá Wann. „Mér finnst hún hræðileg. Hún hefur sagt að það verði engin feit börn eftir 25 ár og fólk klappar og brosir við Alið á fordómum í garð feitra Ónærgætin athugasemd um útlit og neitun frá tryggingarfélagi á einum og sama deginum urðu til þess að Marilyn Wann ákvað að láta í sér heyra. Hún sagði Sigríði B. Tómasdóttur frá baráttunni gegn fordómum í garð feitra og skoðun sinni á herferðum gegn offitu sem meðal annars geri feit börn að leyfilegu skotmarki fyrir stríðni og neikvæða umræðu. MARILYN WANN Hún hefur helgað líf sitt baráttu gegn fordómum í garð feitra og talaði meðal annars á fjölmennu málþingi um fitufordóma sem haldið var í Háskóla Íslands í vikunni . FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessi nálgun er vond af því hún elur á neikvæðri umræðu um feit börn og hefur það að markmiði að losa veröldina við feit börn. Það finnst mér óhugnanlegt takmark Chiro Deluxe heilsurúm Tilboð - 20% afsláttur 160x200 rúm kr. 246.320,- 180x200 rúm kr. 272.720,- Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is • 5 svæðaskipt heilsudýna • Hönnuð til að styðja við bakið á þér • Frábærar kantstyrkingar • 100% náttúrulegt áklæði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.