Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 33

Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 33
LAUGARDAGUR 23. október 2010 33 fullyrðingunni, sem við vitum að verður aldrei að veruleika en elur bara á fordómum gegn feitum og gerir feit börn að leyfilegu skot- marki fyrir stríðni og neikvæða umræðu. Ef Obama hefði tekið jákvæða nálgun um heilbrigðar lífsvenjur óháð holdafari hefði ég stutt hana. En þessi nálgun er vond af því hún elur á neikvæðri umræðu um feit börn og hefur það að markmiði að losa veröldina við feit börn. Það finnst mér óhugnan- legt takmark.“ Wann segir Bandaríkjamenn þó ekki hafa þyngst að meðaltali nema um nokkur kíló og enn sé margt á huldu um samband heilsu og þyngdar. Wann bendir og á að alltaf hafi verið til feitt fólk, líka áður en farið var að framleiða ýmis konar unninn mat sem oft er bent á sem orsakavald. „Það var til feitt fólk fyrir tíma McDon- alds og ég held reyndar líka að ef að grannt fólk myndi hætta að versla á McDonalds þá færu þeir á hausinn. Punkturinn er sá að það er ekki hægt að dæma heilsufar fólks út frá holdafari. Ég er dæmi um það, ég er 135 kíló, hreyfi mig mikið og borða hollan mat. Og ég er alin upp við heilsusamlegt sam- band við mat, það voru þrjár mál- tíðir á dag á mínu heimili, ekki verið að narta á milli máltíða, ég fór ferða minna hjólandi og elsk- aði boltaleiki.“ Mótmælti gríni á kostnað feitra Sú staðreynd að feitir geti lifað heilsusamlegu lífi og liðið vel vefj- ist hins vegar fyrir mörgum í sam- félagi þar sem fitufordómar eru ríkjandi. „Rannsóknir hafa sýnt að feitum er mismunað margvíslega, þeir eru síður ráðnir til starfa, þeir fá lægri laun og þeir þurfa að þoli alls kyns óréttmæta gagnrýni og árásir.“ Það sem einhverjum finnst fynd- ið getur verið særandi og Wann rifjar upp atvik þegar hún fékk félaga sína til að mótmæla fyrir utan líkamsræktarstöð í San Frans- iskó. „Þar var skilti með mynd af geimverum sem á stóð „Þegar þær koma þá éta þær feita fólkið fyrst fyrst.“ Ókei − þetta er fyndið en líka andstyggilegt og byggist á þeirri hugmynd að ef þú ert dug- legur að mæta í ræktina þá verður þú ekki feitur. Svo við söfnuðumst saman þarna fyrir utan með skilti sem stóð á: „Éttu mig!“ [Eat me!], dönsuðum og hreyfðum okkur og skemmtum okkur mjög vel. Þetta vakti gríðarlega athygli fjölmiðla og var dæmi um vel heppnaðan aktivisma.“ Í framhaldinu var áhugi stjórn- málamanna vakinn og svo fór að í San Fransiskó var ákvæðum um bann við mismunun á grundvelli holdafars bætt við mannréttinda- lög og hafa nokkrar aðrar borgir í Bandaríkjunum fylgt í kjölfarið. Fjölbreytileika bera að virða Wann segir sannarlega ekki hafa haft áhuga á því að eyða peningun- um sínum inni á líkamsræktarstöð sem gerði grín að feitum. „Flug- félög hafa gert út á mismunun í garð feitra, auglýst það sérstak- lega að þau rukki fyrir tvö sæti ef fólk er mjög feitt, en að mínu mati eru þau á villigötum þarna. Þau ættu að gera feitu fólki kleift að kaupa breiðari sæti gegn gjaldi, þau myndu græða á því á endanum held ég, fjölbreytileiki selur.“ Barátta Wann gegn fitufordóm- um hefur vakið mikla athygli. Árið 1998 kom bókin hennar Fat!So? út og hún hefur selst vel. Wann segir að mikið líf hafi færst í mann- réttindabaráttu feitra undanfarin ár, alls kyns vefsíður blómstri og feitt fólk sé farið að standa saman í stað þess að einangra sig og lifa í skömm. Og jafnvel þó að fordómarnir séu enn mjög miklir er hún bjart- sýn. „Ég held að þetta verði ekki alltaf svona, mannskepnan hefur tilhneigingu til þess að losa sig við það sem er rangt og veldur þján- ingu. Ég held að í framtíðinni hætti hún að líta á fitu sem uppsprettu hins illa og sjái að fjölbreytileiki holdafars er staðreynd sem ber að virða eins og fjölbreytileika á öðrum sviðum,“ segir Marilynn Wann að lokum. ✚ Samfélag feitra blómstrar Hitt trendið að mati Marilyn Wann er það að samfé- lag þeirra sem að fagna fjölbreytileika í þyngd hefur vaxið og blómstrað. Þar hefur netið hjálpað mjög mikið til og blogg og tískusíður fyrir feita á borð við www.fats- hionista.com notið mikillar hylli. Þetta er mjög jákvætt bendir Wann á því feitum konum finnst þær oft vera skildar útundan þegar kemur að tísku og fatakaupum. ■ ÓHUGNANLEGAR HERFERÐIR OG BLÓMSTRANDI SAMFÉLAG Hræðilegar herferðir gegn feitum Tvö trend eru í gangi núna sem snerta feita að mati Marilyn Wann. Annað eru stöðugar herferðir gegn offitu til dæmis herferð Michelle Obama gegn offitu hjá börnum. Fullyrð- ingar hennar að það verði engin feit börn í Bandaríkjun- um eftir 25 ár sé óhugnanleg og ljót. „Það er tvennt sem þarf að athuga í sambandi við baráttu gegn offitu,“ segir Wann. „Í fyrsta lagi ætti fólk að velta fyrir sér: Hvernig myndi þér líða ef þú værir stöðugt að heyra frá ráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og fjölmiðlum um hversu gott lífið myndi verða ef það væri ekki til neitt fólk eins og þú? Í öðru lagi er það hvernig barátta gegn offitu og draumur- inn um þyngdartap vinnur gegn því að feitt fólk geti lifað uppbyggilegu lífi. Niðurstaðan er að ekkert breytist. Ég vil sjá feitt fólk rísa upp, bera höfuðið hátt og þykja vænt um líkama sinn. Þá breytist samfélagið.“ Langar þig í nýtt eldhús? Kynnum innréttingar og tæki frá Þýskalandi laugardag frá kl. 11-15 Vandaðu valið, og þú gætir fengið það sem þig langar í. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.