Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 42
 23. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR4 ● kvennafrídagurinn Haldin var snyrtivörusöfnun í Kvennafrístjaldinu á Menningar- nótt og fór hún fram úr björtustu vonum. Síðan þá hafa sjálfboða- liðar ferðast með stóra striga inn í verslunarmiðstöðvar, vinnustaði og skólastofnanir, þar sem gest- um og gangandi hefur boðist að mála á þá með snyrtivörum. Listaverkin verða svo afhjúp- uð í glugga veitingastaðarins b5 í Bankastræti á kvennafrídaginn 25. október. Einnig hafa íslensk- ar listakonur tekið við áskorunum um að skapa listaverk með snyrti- vörum. Gjörningurinn heitir Litróf ís- lenskra kvenna. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir verkefnisstýra hefur þetta um gjörninginn að segja: „Litrófið er eins og regn- bogi, nema bara úr snyrtivör- um. Börnin á Barónsborg gengu óheft til verks og máluðu. Krakk- ar og unglingar tögguðu og meik- uðu það í Kringlunni. Kennarar settu kinnalit og gloss. Litrófið er ekki bara litríkt af litum sem það prýðir heldur líka af fólkinu sem tók þátt í verkefninu. Það er litróf samfélagsins.“ Hægt er að skoða Litróf ís- lenskra kvenna á vefsíðunni lit- rof.wordpress.com. Skotturnar – samstarfsvett- vangur Kvennahreyfingarinnar bjóða til alþjóðlegrar rástefnu um ofbeldi í Háskólabíói á morgun. Mikill metnaður var lagður í dagskrána og virtu og mikilvægu fólki boðið heim frá S-Afríku, Indlandi, Mexíkó, Norður-Ameríku og Evrópu. „Það sem er brýnast í barátt- unni gegn kynbundnu ofbeldi er að uppræta fáfræði og fordóma,“ segir Guðrún Jónsdóttir, stjórn- arformaður Skottanna. „Og það gerum við best með því að miðla upplýsingum og fræðslu.“ Guðrún segir þetta vera ráð- stefnu á heimsmælikvarða og að hingað sé boðið því fólki í heiminum sem hafi mest fram að færa um þessi efni. „Á meðal þeirra er umboðskona Sam- einuðu þjóðana í ofbeldismál- um gegn konum Rashida Man- joo, hæst setta kona í heiminum í málaflokknum. Einnig mun Knut Storberget, dómsmálaráð- herra Noregs, flytja erindi, en hann er félagi í karlleiðtogahópi Ban Ki moon sem hefur skuld- bundið sig til þess að setja vinn- una gegn ofbeldi í forgang.“ „En við fáum einnig aðra góða gesti. Til landsins koma stórmerkar fræði- og baráttu- konur eins og Dr. Esohe Ag- hatise frá Nígeríu, sem hefur unnið með konum sem seld- ar hafa verið mansali til Ítalíu. Ruchira Gupta, forseti alþjóða- samtakanna Apne Aap, kemur en hún hefur unnið með vænd- iskonum í fátækrahverfum Ind- lands og hlotið borgaraverð- laun Clintons fyrir störf sín,“ segir Guðrún og heldur áfram upptalningu gestanna: „Taina Bin Aime er framkvæmdastýra virtra alþjóðasamtaka Equa- lity Now! Ein af þeirra talskon- um er Meryl Streep og þau sam- tök hafa tvisvar veitt Stígamót- um viðurkenningu fyrir baráttu gegn mansali. Janice Raymond prófessor frá Coalition against Trafficking in Women er heims- þekkt fyrir baráttu og skrif gegn ofbeldi. John Crownover Heimsklassaráðstefna um kynferðislegt ofbeldi Skotturnar, regnhlífasamtök 20 ís- lenskra kvennasamtaka halda ráð- stefnu um kynferðisofbeldi í Há- skólabíói við Hagatorg í dag frá kl. 10–17. Fundarstýra er Kolbrún Halldórs- dóttir, fyrrum umhverfisráðherra. Ráðstefnan fer fram á ensku. Dagskrá: 10.00–10.15 Frú Vigdís Finnboga- dóttir fyrrum forseti og verndari Skottanna setur ráðstefnuna 10.15–10.45 Umboðskona Sam- einuðu þjóðanna í ofbeldismálum, frú Rashida Manjoo 10.45–11.15 Janice Raymond prófessor, Coalition against Trafficking in Women: „Resisting the Demand for Prostitution and Trafficking“. 11.15–11.30 Menningaratriði 11.30–12.00 Frú Zvjezdana Bat- kovic frá CARE International NWB: „Young Men´s Initiative“ 12.00–13.30 Hádegisverður og menningaratriði 13.30–14.00 Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs og meðlimur í hópnum „We Must Unite“, sem er hópur 14 heims- þekktra karlleiðtoga á vegum Ban Ki-moon´s aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogarnir hafa skuldbundið sig til þess að setja baráttuna gegn kynferðisofbeldi í forgang í störfum sínum. 14.00–14.30 Dr. Esohe Aghatise frá Nígeríu: „Gender Violence in Africa: Prostitution and Trafficking in Select African Countries“. 14.30–15.00 Ms. Ruchira Gupta, forseti Apne Aap Women Worldwide, Indlandi 15.00–15.30 Kaffi 15.30–16.00 Taina Bien Aime, framkvæmdastýra samtakanna EQUALITY NOW!: „Grassroots Activism to End Women’s Rights Violations“. 16.00–16.30 Margarita Guille frá Mexíkó, og í stjórn alþjóðasam- taka kvennaathvarfa: „Shelters and Women at Risk in Latin America, Why Do We Need to Network?“ 16.30–17.00 Guðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Skottanna „The Burning Iissues in the Fight Against Gender Based Violence in Iceland“ Þátttökugjald er 3.000 kr. Inni- falið í þátttökugjaldi eru ráðstefnu- gögn, léttur hádegisverður og eftirmiðdagskaffi. Dagskrá ráðstefnunnar ● 1985 Þúsundum saman streymdu konur á Lækjartorg rétt fyrir kl. 14 fimmtudaginn 24. október 1985 til þess að leggja áherslu á kröfuna um raunveru- legt launa- jafnrétti. Þegar fund- urinn stóð sem hæst munu um átján þús- und konur hafa stað- ið á torginu og hlýtt á ræður og tekið undir fjöldasöng. Eftir fundinn streymdu margir fund- argestir yfir Kalkofnsveginn í nýja byggingu Seðlabankans sem þar stóð hálfköruð en hýsti þá sýninguna „Konan, vinnan, kjörin“, sem ætlað var að vekja athygli á vinnuframlagi og launakjörum kvenna. Hápunktur dagsins var þó beiðni forseta landsins, Vigdísar Finnbogadóttur, að fá að fresta því að undirrita gerðardómslög um verkfall flugfreyja sem þá hafði staðið í sólarhring. Starf- andi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, átti þá stuttan fund með forseta og að honum lokn- um skrifaði Vigdís undir lögin. Rætt var um að hrikt hefði í hinu pólitíska kerfi við þessa beiðni forsetans, en Vigdís uppskar að- dáun og þakklæti kvenna í land- inu fyrir að sýna þessa sam- stöðu. ● VIÐBURÐARÍKT ÁR Árið 1985 var lokaár kvennaára- tugar Sameinuðu þjóðanna og voru margir viðburðir skipulagð- ir af hálfu kvennasamtaka. Má þar nefna gróðursetningu trjáa um land allt og hátíðarfund á Þingvöllum hinn 19. júní, en þá voru liðin sjötíu ár frá því konur fengu takmarkaðan kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis. Í samvinnu við Friðarhreyfingu ís- lenskra kvenna var staðið fyrir undirskriftasöfnun um friðar- ávarp sem afhent var á kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí. Haldin var Listahátíð kvenna þar sem sýnd var mynd- list, höggmyndalist, húsagerð- arlist og ljósmyndir eftir konur, haldin var kvikmynda hátíð kvenna, konur léku á tónleikum eingöngu verk eftir konur, lesin voru ljóð, leikið og margt fleira. Listahátíðin var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Gefin var út bókin Konur, hvað nú? og rituðu þekktar konur í hana um lög- gjöf, menntun, atvinnuþátttöku, laun, forystu, félagslega stöðu, heilbrigðismál og menningu. Gestum og gangandi hefur boðist að taka þátt í gjörningnum Litróf íslenskra kvenna, sem sjálfboðaliðar á vegum Skottanna hafa staðið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Brýnast að uppræta fáfræði og fordóma gegn kynbundnu ofbeldi, segir Guðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Skottanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI frá CARE International NWB talar um forvarnarstörf á meðal ungra karla og Margarita Gullie stofnandi kvennaathvarfahreyf- ingarinnar í Mexíkó mun segja frá alþjóðasamtökum kvenna- athvarfahreyfingarinnar og starfinu í Rómönsku Ameríku. Þannig að þetta er þungavigtar- fólk í þessum málaflokkis,“ segir Guðrún sem sjálf mun tala um baráttuna á Íslandi. Hægt er að skrá sig á vefsíðunni kvennafri. is, þátttökugjald er 3.000 krónur. - fsb Litróf íslenskra kvenna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.