Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 82

Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 82
46 23. október 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. drykkur, 6. tveir eins, 8. fjór, 9. tímabil, 11. golf áhald, 12. ull, 14. sprikl, 16. í röð, 17. spil, 18. kopar, 20. frú, 21. tröll. LÓÐRÉTT 1. sparsöm, 3. frá, 4. nennuleysi, 5. þrí, 7. lágkúrulegur, 10. inngangur, 13. tálknblað, 15. há bygging, 16. skyggni, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. malt, 6. pp, 8. fer, 9. öld, 11. tí, 12. reyfi, 14. brölt, 16. de, 17. níu, 18. eir, 20. fr, 21. risa. LÓÐRÉTT: 1. spör, 3. af, 4. letilíf, 5. trí, 7. plebeii, 10. dyr, 13. fön, 15. turn, 16. der, 19. rs. Skemmti- leg veisla! Já. Það breytist svo margt þegar fólk verður fer- tugt. Það er ekki hægt að búast við því lengur að menn séu að taka á því í drykkjunni og dansi með bindið um höfuðið! Ég sæi það ger- ast! Aðeins seinna... LÍFIÐ ER YNDISLEGT! Af hverju taka stelpur svona mikið betur eftir umhverfinu en strákar? Ha? Ég skal sanna það. Fljótur, lokaðu augunum. Segðu mér í hvaða fötum ég er. Ha? Ég skal auðvelda þér þetta. Segðu mér í hvaða fötum þú ert. Umm... Ókei, segðu mér við hvern þú ert að tala. Með lokuð augu? Við þyrftum ekki að ýta á undan okkur eins mörgum reikningum ef ég væri í vinnu. Okkur veitir sannarlega ekki af peningunum. Nú, svo þú vilt senda mig út á vinnu- markaðinn og láta einhvern annan sjá um börnin? Nei! Auðvitað ekki! Í alvöru? Ég kann vel við þig þar sem þú ert núna. Í eldhús- inu. Er ekki ein- hver útkomu- leið úr þessu samtali? Ohhh fjaðrirnar fjúka bókstaflega af mér! Alþekkt vandamál skallaörnsins Ísland, best í heimi-áróðurinn fór allt-af í taugarnar á mér. Ég elska landið mitt og er viss um að hér býr hellingur af hæfileikaríku fólki, sem nýtir guðs- gjafir sínar til góðs. Ég er jafnvel til í að taka svo djúpt í árinni að segja að hér séu alveg jafn stórkostlegir hæfileikar og annars staðar í heiminum, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Ekki erum við Indland. EFTIR að allt fór til andskotans er farið að bera á annars konar hugs- unarhætti. Hugsunarhætti sem fer alveg jafn mikið í taugarnar á mér og yfirgengilegur þjóðrembingur- inn. Efsta stig lýsingarorðsins „vont“ er allt í einu komið í staðinn fyrir „gott“. Þetta orð þekktist varla á árum áður, nema þá til að lýsa Eurovision-lögum og þriðjudagskvöldum á RÚV. En í dag er Ísland allt í einu orðið verst í heimi. Í volæðisvælinu sem rignir yfir okkur á þessu guðs volaða skeri talar fólk um hluti sem myndu ekki gerast annars stað- ar en á Íslandi; ráðningar sem engin önnur stjórnsýsla myndi koma í gegn og ákvarðanir sem yrðu aldrei teknar nema í versta landi í heimi. Það er eins og önnur lönd séu allt í einu orðin útópísk paradísarríki þar sem pólitísk spilling finnst ekki og allir eru góðir við hvern annan. Fólk horf- ir dreymið út í sjóndeildarhringinn og sér heim tálgaðan eftir draumsýn Johns Lennon. JARÐARBÚAR hafa hingað til staðið saman í hálfvitaskapnum og rústað flestu sem fyrir þeim verður. Þess vegna væri gaman að vita hvort fólkið sem heldur að hér sé allt öðruvísi en í öðrum löndum búi á öðrum hnetti en við hin? Er það ekki umkringt sömu löndunum, með sömu stjórnmálamönnunum og sama fólkinu? Ísland er ekki eina skítaland- ið í heiminum, þau eru það öll. Meira að segja Sviss. Og af hverju? Jú, vegna þess að fólk er fífl úti um allan heim. Svart, hvítt, gult og bleikt. Fífl, fífl, fífl og fífl. VIÐ lifum því miður á tímum þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Allir þurfa að rífast við einhvern og það sem verra er; allir hafa skoðun og geta auð- veldlega komið henni á framfæri. Mál- frelsi er frábært en mikið var gott þegar fólk lét sér nægja að iðka rétt sinn í heit- um pottum og fermingarveislum. Ísland, verst í heimi Fjölskyldusöngleikur eftir Gunnar Þórðarson og Pál Baldvin Baldvinsson eftir hinu sígilda ævintýri Miðasala á midi.is Sýningardagar Lau. 23/10 kl. 14 frums. Sun. 24/10 kl. 14 Lau. 30/10 kl. 14 Lau. 6/11 kl. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.