Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 84

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 84
48 23. október 2010 LAUGARDAGUR48 menning@frettabladid.is Lennon í Slippsalnum Ingólfur Margeirsson og Valgeir Guðjónsson spjalla um uppreisnarmanninn Lennon í Slipp- salnum við Mýrargötu klukkan 16 í dag, undir yfirskriftinni Lifandi útvarp. Tóndæmi og myndskeið styðja spjallið og gestir geta tekið virkan þátt með spurningum og framíköllum. Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf deildarforseta leiklistar- og dansdeildar Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf deildarforseta leiklistar- og dansdeildar. Umsækjandi skal vera leiklistar- eða danslistamaður með mikilsverða reynslu af störfum í atvinnuumhverfi sviðslista. Það skilyrði er sett að viðkomandi hafi meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu í greininni. Rektor ræður deildarforseta að höfðu samráði við stjórn. Sérstök dómnefnd dæmir um hæfi umsækjenda, sbr. reglur skólans um veitingu akademískra starfa. Ráðningin gildir frá 1. ágúst 2011. Nánari upplýsingar um kröfur til umsækjenda, umsóknargögn, meðferð umsókna, og eðli starfsins, er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en miðvikudaginn 1. desember n.k. til Listaháskóla Íslands, skrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Au gl ýs in ga sím i Í ljóðabálkinum Vetrar- braut ljær sænska ljóð- skáldið Kjell Espmark gleymdum röddum for- tíðarinnar nýtt líf. Hann ræðir hugleiðingar sínar um mennskuna og störf sín hjá Nóbelsnefndinni í bók- menntum. Ljóðabálkurinn Vetrarbraut- in eftir sænska ljóðskáldið Kjell Espmark kom út hjá Uppheimum fyrir skemmstu, í íslenskri þýð- ingu Njarðar P. Njarðvík. Þetta er glæsilegt safn ljóða þar sem skáldið bregður upp svip- myndum mannlegrar reynslu allt frá því í árdaga og til nútímans og skyggnist inn í huga fólks í þann mund sem það mætir örlögum sínum eða á augnabliki opinberun- ar. Eða eins og Espmark kemst að orði í inngangi bókarinnar: „Ef maður ímyndar sér að sér- hver mannsævi geymi eitt andar- tak þar sem öll reynsla og öll við- horf þéttist í snöggan skilning, þá myndi alheimur tímans sem umlyk- ur okkur, glitra eins og vetrarbraut slíkra opinberana. [...] Ef okkur tækist að fanga slíka vitnisburði, – hvernig myndu þeir hljóma?“ Að ljá hinum gleymdu rödd „Mig langaði að ljá þeim rödd sem hafa orðið útundan í sögunni,“ segir Espmark, sem var hér á landi á dögunum til að kynna bók- ina. „Stundum er sagt að sigurveg- ararnir skrifi söguna. En það eru sigurvegarnir sem gleyma sög- unni. Þetta er tilraun mín til ljá fórnarlömbum hennar nýtt líf.“ Ljóð Espmarks einkennast bæði af heimspeki tilvistarstefnunn- ar og pælingum um félagslegt hlutskipti. „Ég var undir miklum áhrifum frá Jean-Paul Sartre á mínum yngri árum, en mér fannst alltaf vanta þessa félagslegu vídd í skrif hans. Ég leitast við að sýna fólk í tvenns konar ljósi í samhengi við lífið sem það lifði og tómið sem bíður okkar. Úr verða hugleiðing- ar um tvær hliðar mannlegrar til- veru; félagslegt hlutskipti okkar og tilvistarlegar spurningar.“ Eimaður texti og lagskiptur Espmark segist leggja mikla áherslu á knappan og einfaldan stíl. „Mér finnst mikilvægt að textinn sé eimaður, þannig að hann sé auð- lesinn og skýr við fyrsta lestur en þegar hann er lesinn aftur kemur lesandinn auga á eitthvað nýtt, því það eru svo mörg undirliggjandi lög í honum. Ég held að það sé tals- vert erfiðara að þjappa merkingu saman í þéttan og knappan texta en að láta gamminn geisa. Formaður Nóbelsnefndarinnar Espmark var var kjörinn í sænsku akademíuna 1981 og situr í Nób- els nefndinni sem velur verðlauna- hafann í bókmenntum ár hvert og var formaður hennar um nokkurra ára skeið. „Ég lét af formennsku þegar ég varð 75 ára. Mér fannst það gefa röng skilaboð að maður sem væri að nálgast áttrætt væri enn formaður nefndarinnar.“ En hvaða skilyrði þurfa rithöf- undar að uppfylla til að verðskulda Nóbelsverðlaunin að hans mati? „Skilyrðin hafa verið breytileg í gegnum árin og farið eftir straum- um og stefnum. Í upphafi voru verðlaunin veitt höfundum sem stóðu vörð um hefðbundin gildi og íhaldssama hugmyndafræði. Á fjórða áratugnum varð stefn- an popúlískari, þar sem vinsæld- ir höfðu mikið að segja um hver hreppti hnossið. Eftir seinni heims- styrjöld var hins vegar byrjað að verðlauna frumkvöðla og braut- ryðjendur á sviði skáldsagnagerð- ar; Herman Hesse, André Gide, T.S. Eliot og William Faulkner og fleiri.“ Áherslur sem bitnuðu á konum Seint á á 8. áratugnum var hins vegar farið að verðlauna óþekkta höfunda í þeim tilgangi að vekja á þeim athygli. „Þetta var það sem kalla má praktísk nálgun á verð- launaveitinguna og byrjaði þegar Isaac Bashevis Singer hlaut verð- launin 1978. Hann var alls óþekkt- ur á þeim tíma. Allir vissu að valið stóð um Graham Greene og Singer – höfund sem var frægur fyrir að hafa ekki hlotið verðlaunin og höf- und sem enginn hafði heyrt um. Nú hefur Singer verið þýddur á 50 tungumál og er einn víðlesnasti höfundur heims. Á tíunda áratugnum þurft- um við í nefndinni hins vegar að spyrja okkur hvort fyrri áhersl- ur á brautryðjendur og óþekkta höfunda hefðu sjálfkrafa útilok- að kvenrithöfunda. Það markaði tímamót þegar Nadine Gordimer hlaut verðlaunin 1991. Hún var undir áhrifum höfunda á borð við Tolstoj og fleiri og skrifaði í þeirri hefð. Hún uppfyllti heldur ekki hitt skilyrðið, að vera óþekkt; þvert á móti var hún nokkuð fræg. Átti hún, þessi frábæri höfundur, ekki að koma til greina til verðlaunanna af þessum sökum?“ Á fyrsta áratug 21. aldarinnar hafi Nóbelsverðlaunin hins vegar einkennst af svonefndum vitnis- burðarbókmenntum. Nóbelsverðlaunin og Ísland Einn íslenskur rithöfundur hefur hlotið Nóbelsverðlaunin. Spurður hvort það séu raunhæfar líkur á að Íslendingar eignist annað Nóbels- skáld í náinni framtíð, varar hann í véfréttastíl. „Það getur verið hættulegt fyrir fulltrúa í Nóbelsnefndinni að tjá sig um núlifandi rithöfunda sem hann telur að verðskuldi Nóbel- inn. En allir góðir rithöfundar eiga möguleika á að hljóta Nóbelsverð- launin.“ Jafnvel þótt þeir skrifi aðeins fyrir 300 þúsund manna mál- svæði? „Það skiptir ekki máli. Singer hafði líklega ekki 3.000 les- endur á sínum tíma.“ bergsteinn@frettabladid.is Glitrandi opinberanir KJELL ESPMARK Ég held að það sé talsvert erfiðara að þjappa merkingu saman í þéttan og knappan texta en að láta gamminn geisa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjell Espmark (f. 1930) er skáld og prófessor emeritus í bók- menntafræði við Háskólann í Stokkhólmi. Hann var kjörinn í sænsku akademíuna 1981 og situr í Nóbelsnefndinni sem velur verðlaunahafann í bókmenntum ár hvert. Espmark er höfundur 38 bóka, jafnt skáldverka sem fræðirita. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir skáldskap sinn, nú síðast Tomas Tranströmer-verð- launin árið 2010. KJELL ESPMARK Ég var einn þriggja í brennheitum ofninum. Þeir sem réðu heiminum um stund vildu brenna ruslið sem þeir töldu okkur vera. En líkamir okkar risu af hitanum og við gengum gegnumlýst út á meðal fólks. Þeir sem handtóku okkur dreifðust eins og aska í hvirfilbyl. Við munum ennþá þögul kvalaóp þeirra þar sem við staulumst gegnum aldirnar og skiljum eftir okkur sjálflýsandi fótspor. ÚR VETRARBRAUTINNI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.