Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 102

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 102
66 23. október 2010 LAUGARDAGURPERSÓNAN Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýnd- ar hér á landi að undanförnu. Um 35 þúsund manns hafa séð Algjöran Sveppa og dularfulla hótelher- bergið í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar, sem er fyrsta íslenska þrívíddarmyndin. Hún var frum- sýnd 10. september og er orðin þriðja vinsælasta mynd ársins hjá Sambíóunum á eftir Inception og Toy Story 3 3D. Um átta þúsund áhorfendur hafa séð kvikmynd- ina Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Hún var frumsýnd 2. október og byggir á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar. Hún fjallar um sjö manneskjur um borð í skipi sem rekur vélarvana á meðan stormur nálgast. Um sjö þúsund manns hafa borgað sig inn á Óróa, sem var frumsýnd tveimur vikum á eftir Brimi. Baldvin Z leikstýrði myndinni, sem hefur fengið sérlega góða dóma, og þykja hinir ungu aðalleikarar standa sig einkar vel í sínum hlutverkum. Kvikmyndin Sumarlandið var frumsýnd 17. sept- ember og um 5.000 manns hafa séð hana. Rétt eins og Órói Baldvins er hún fyrsta mynd leikstjór- ans, Gríms Hákonarsonar, í fullri lengd og fjallar um fjölskyldu sem hefur lífsviðurværi sitt af álfa- tengdri ferðaþjónustu og miðilsfundum. - fb 55 þúsund á íslenskar myndir VINSÆLIR 35 þúsund miðar hafa selst á barnamyndina Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveik- um börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt,“ útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjöl- farið að hefja æfingar hjá Hnefa- leikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bar- daga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslands- meistarann og hann rúllaði mér upp.“ Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laug- ardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta ein- hvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig,“ segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta,“ segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is HILMIR HJÁLMARSSON: LÆT EKKI EINHVERN SMÁSTRÁK LEMJA MIG Bakarar berjast til góðs LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Hilmir Hjálmarsson, til vinstri, og Stefán Gaukur Rafnsson mætast í Góðgerðabardaganum mikla á laugardaginn næsta. Þeir berjast til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. MYNDIR/ARNOLD BJÖRNSSON Gotti Bernhöft Aldur: Stendur á fertugu. Starf: Hönn- uður. Fjölskylda: Ein- stæður þriggja barna faðir. Foreldrar: Birgir Bernhöft, starfsmaður Sjóvár, og Sig- ríður Bernhöft sérkennari. Búseta: Í Foss- voginum. Stjörnumerki: Fiskur. Gotti Bernhöft vill selja teikningar sínar að umslagi Ágætis byrjunar með Sigur Rós á tíu milljónir. Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guð- mundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frí- mann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameigin- legt? Þeir klæðast alltaf jakka frá íslenska fatahönnunarmerkinu Private Label við opin- berar athafnir eða beinar útsendingar. Jakob Frímann var síðast myndaður í þessum jakka fyrir föstudagsviðtal Fréttablaðsins en áður hefur verið fjallað um dálæti borgarstjórans á þessari hönnun. Hermann Hreiðarsson á hins vegar nokkra jakka af þessari gerð. „Þeir eru búnir að vera feykilega vinsæl- ir en það er gaman að segja frá því að helm- ingur þeirra hefur verið keyptur af útlending- um,“ segir Olgeir Líndal, hönnuður jakkanna og verslunarstjóri Kúltúr Menn í Kringlunni. Hann hyggst setja á markað buxur í stíl við jakkana og ef að líkum lætur verða þær einnig rifnar út en sumir hafa jafnvel gengið svo langt að líkja þessu æði við Dead-jakkana eftir Jón Sæmund Auðarson sem allir klæddust fyrir nokkrum árum. Olgeir er búinn að vera lengi í fatahönn- unarbransanum og þegar tækifærið gafst til að hanna línuna stökk hann til. „Við áttum efnin í hana og saumastofuna og með smá þrýstingi hafðist þetta,“ útskýrir Olgeir en jakkarnir eru sniðnir af Tómasi Svein- björnssyni. Að sögn Olgeirs er grunnefn- ið aldrei það sama og hann hefur nú hannað hátt í fjörutíu og fimm mismunandi tegundir. - fgg Hannar jakka frægu karlanna ALLIR EINS, OG ÞÓ Jakob Frímann er nýjasti aðdáandi þessarar flíkur eftir Olgeir Líndal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEISTARAKRIMMI „… Morgunengill er glæsilega unnin, með sterkri samfélagslegri sýn og ríkri siðferðilegri boðun …“ P Á L L B A L D V I N B A L D V I N S S O N / F R É T T A T Í M I N N „Þetta er frábær bók, besti krimmi sem ég hef lesið í nokkurn tíma.“ S T E I N Þ Ó R G U Ð B J A R T S S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð 13.–19.10.10 INNBUNDIN SKÁLDVERK & LJÓÐ Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.tími Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Lau 30.10. Kl. 13:00 Lau 30.10. Kl. 15:00 Sun 31.10. Kl. 13:00 Sun 31.10. Kl. 15:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fim 28.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas. Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U U Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U U Ö U U Ö FiNNSKi HESTURiNN „Fimm stjörnu Ólafía Hrönn“GB, Mbl Ö Ö U Ö U Ö Ö U U Ö Ö U Ö Ö Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.