Morgunn - 01.12.1942, Page 17
MORGUNN
143
En ég veit ekki hvort hjónin, sem búa sitt hvoru megin
við tjaldið, mundu vilja viðurkenna það. — Sorginni
breytt í gleði, og nú búa þau sig undir að mætast. —
Hann reisir bæinn og hún lifir glöð og sæl í tilhlökk-
un um nýja samfundi við manninn sinn, sem hún hafði
helgað allt sitt líf og allan sinn kærleika.
Aðeins eitt enn. Gæti það ekki verið mikill sorgar-
léttir móður, sem missir drenginn sinn eða stúlkuna,
ef að það væri hugsanlegt, já, ef til vill vissa, að hann
yrði sendiboði annars heims, til þess kjörinn að veita
Ijósi og yl inn til okkar, í stað dimmu og kulda.
Pinnst yður ekki sem mér, tilheyrendur mínir, að
þetta gæti verið dásamlegt, já, yndisleg tilhugsun. —
Pinnst yður það bera þess merki, að það sé upprunnið
í þeim stað, sem almennt er kallaður verri staðurinn?
Mér fyrir mitt leiti finnst það ekki.
Vogastapi.
Allir hér nærlendis þekkja Vogastapa, eða sem hann
er almennt kallaður, Stapinn. Flestir hafa líka heyrt
talað um, að þar væri reimt, og talið er að mörgum
hafi verið þar velgt undir uggum, sem farið hafa þar
um í dimmu eða þó að á björtum degi væri.
En það er nú svo um það, sem í daglegu tali er nefnt
reimleiki og blótað í sand og ösku, að það er oft og
rnörgum sinnum ekkert annað en góðsemi og velvild
frá þeirra hálfu, sem valda hinum svokallaða drauga-
gangi. Þeir eru þá stundum að gera tilraun til þess
að vara okkur við hættum, eða hjálpa okkur á einn
eða annan hátt. Hversu oft mundi það ekki vera og hafa
verið, að við þar höfum snúið blessun í bchum, ekki
einungis fyrir okkur sjálf, heldur líka fyrir vini okkar,
eða þá, sem hafa viljað hjálpa okkur frá hinum heim-
inum.
Fyrir nokkrum árum fór ég ásamt fleirum, í bíl suð-