Morgunn - 01.12.1942, Qupperneq 24
150
MORGUNN
þjálfun, að hann fór að falla í trans. Það kom fljótt í
Ijós, að hann mundi aðallega verða miðill fyrir líkam-
leg fyrirbrigði, því að snemma fór að bera á því, að í
návist hans hófust dauðir hlutir í loft upp, af ósýnilegu
afli. Það var stungið upp á því við hann, að hann sæti
sjálfur í byrgi, sem gert yrði fyrir hann í tilraunaher-
berginu. Hann neitaði því, og sagði, að sjálfum fynd-
ist sér ævinleea eitthvað grunsamlegt við það, að mið-
illinn sæti í byrgi. Webber sat því ávallt í hringnum
með fundarfólkinu.
Jack Webber var lengi í mestu óvissu um hæfileika
sína og sannfærður spiritisti varð hann sjálfur þá fyrst,
er hann fór að sækja fundi hjá öðrum miðlum, sem
svipaða hæfileika höfðu og hann. En vegna þess, að
hann hafði sjálfur reynt efasemdirnar, skildi hann hve
þær geta verið áleitnar við aðra, og var æfinlega fús á
að gera hvers konar varúðarráðstafanir til að sannfæra
þá, sem fundina sóttu, um, að engin brögð væru í tafli.
Hann hélt fundi sína á nýjum og nýjum stöðum, og oft
í húsum, sem hann hafði aldrei stigið fæti inn í fyrr en
hann kom þangað gagngert til að halda tilraunafund.
Hann lét skoða sig vandlega fyrir hvern fund og binda
sig því næst á höndum og fótum við stólinn, sem hann
sat í, svo að sannanlegt væri, að hann gæti ekki með
neinu eðlilegu móti hreyft sig, meðan á fundinum stæði.
Þegar ég las um þær varúðarráðstafanir, sem Jack
Webber lét jafnan gera á fundum sínum, gat mér ekki
annað en dottið í hug, að ef miðlarnir sýndu allir slíkan
skilning á starfi sínu, væri spiritisminn tryggður gegn
líkum atburðum þeim, sem fyrir komu hér í Reykjavík,
fyrir tveim árum, og hafa orðið málefninu til mikils
tjóns víða um lönd.
Hjá Webber varð snemma vart merkilegrar lækn-
ingagáfu, en hana varð hann að leggja til hliðar, þegar
það kom í ljós, að hæfileikar hans voru miklu sterkari
á öðrum sviðum. Sérstaklega þótti það merkilegt, að