Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Síða 27

Morgunn - 01.12.1942, Síða 27
MORGUNN 153 útlimir miðilsins svo, að í nokkrar klukkustundir á eftir niátti sjá merki eftir böndin á holdi miðilsins". Á þessum fundum hjá Spiritistasambandi Lundúna- borgar komu í ljós öll þau fyrirbrigði, sem venjulegast gerðust hjá Jack Webber, og skal tveggja þeirra sér- staklega getið hér. Eins og áður segir, var miðillinn bundinn með kaðli, sem Sambandið átti sjálft, en miðillinn hafði einnig komið með bönd með sér og lágu þau á gólfinu hjá stólnum hans. Meðan á fundinum stóð, var þetta auka- band tekið, og með því var maðurinn, sem næstur sat miðlinum, bundinn af ósýnilegum höndum við stólinn sinn. Síðan höfðu endar bandsins verið dregnir þvert yfir gólfið og vafið um stól, sem maður einn sat á and- spænis, undir setuna og um stólfæturna, og loks aftur þvert yfir gólfið, og vafið þar um manninn í stólnum. En það var ekki nóg: endarnir höfðu á einhvern óskilj- anlegan hátt verið sameinaðir svo, að enginn endir sást á bandinu og engin samskeyti! Að fundinum loknum varð að skera bandið í sundur til þess að leysa manninn og ná því af stólnum. Þetta gerðist raunar í myrkri, en miðillinn sat kyrr, margbundinn í stólnum sínum, bönd- in á honum voru sannanlega óhögguð, þegar ljós var aftur kveilct. Enginn mannlegur máttur gat þarna verið að verki, að þessari gamansömu en furðulegu at- höfn. Viðstaddir voru að eins þeir, sem voru að rannsaka fyrirbrigðin, og miðillinn. Hitt fyrirbrigðið gerðist á öðrum fundi, og var miðill- inn bundinn að venju. Á meðan þeír tveir, sem sátu sitt hvoru megin við miðilinn, héldu höndum hans, hafði hann verið klæddur úr jakkanum, og eftir á kom í ljós, að ermabandið, sem hann hafði haft á skyrtuerminni, lá fyrir utan klæðnaðinn, en ermabandið var úr heilli teygju. Til þess að framkvæma þetta með „náttúrleg- um hætti“ hefði vissulega þurft aðferðir aðrar en þær, sem efnishyggjuvísindin þekkja og viðurkenna, Hönd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.