Morgunn - 01.12.1942, Side 29
MO RG UNN
155
stundum örveikt hljóð. Þetta fyrirbrigði gerist vitanlega
með sama dularfulla hættinum og það, þegar miðillinn
var fluttur úr stólnum og hann fór í gegn um böndin
heil, eða böndin í gegn um hann.
Fyrir kom það, að beir, sem sátu til beggja hliða miðl-
inum og héldu í hendur hans, urðu þess varir, að hann
sleppti höndum þeirra og reis á fætur bundinn í stóln-
um. Það var ekki unnt að gera sér grein fyrir þessu á
annan hátt en svo, að miðillinn færi bókstaflega í gegn
um böndin.
Enn kom það stundum fyrir, að miðillinn var hrifinn
ósýnilegu afli í transinum, var hafinn í loft upp úr bönd-
unum Og stólnum Og settur niður á gólfið fyrir utan
fundarmenn, sem sitja í lokuðum hring og halda hönd-
um saman. Til þess að framkvæma þetta, hefir því a.
m. k. orðið að lyfta miðlinum svo hátt, að hann hafi
svifið yfir höfðum fundarmanna, til þess að komast út
fyrir hringinn, án þess þeir yrðu þess varir fyrr en eftir
á. Stundum var miðillinn í loftinu í nokkrar mínútur í
einu og þá hvíldu fætur hans mjúklega á öxlum ein-
hvers fundarmanna, sem fékk þá frá stjórnandanum
fyrirskipun um, að þreifa á fótum miðilsins og upp eftir
leggjum hans. En á meðan þetta var að gerast, barði
miðillinn stundum þung högg með höndum eða höfði,
eða hvorum tveggja, upp í loftið í herberginu. Þetta
fyrirbrigði gerðist venjulega í fundarlokin og þá vakn-
aði miðillinn standandi fyrir utan hringinn. í þessu sam-
bandi er ákaflega merkilegt, að þótt miðillinn standi
þannig báðum fótum á öxlum einhvers fundarmanns,
finnst enginn þungi af líkama hans á meðan. Líkams-
þunginn er blátt áfram upphafinn af einhverju al-
gerlega óþekktu lögmáli. Þetta er ein af þeim f jölmörgu
furðulegu staðreyndum, sem sálarrannsóknirnar hafa
leitt í ljós og staðfest með mörgum skýlausum dæmum,
þótt vér vitum ekki enn með hverju móti þær gerast.
Margoft hafa fundarmenn reynt að komast undir