Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 53

Morgunn - 01.12.1942, Side 53
MORGUNN 179 kvæmi huglestur gæti átt sér stað, þá mundu þeir marg- ir nota sér það í ríkum mæli, og leigja sig í samkvæmis- sölum, til þess að ,,huglesa“ gestina. En það datt heldur en ekki ofan yfir Leilu S., er ávallt hafði verið eina barnið á heimilinu, þegar miðillinn sagði henni, að hún ætti bróður hinu megin, sem hefði fæðst fjórum árum áður en hún og að eins lifað fáa rnánuði á jörðunni. Staðfestingin kemur. Þetta kom flatt upp á Leilu og gramdist henni það og hún fortók, að þetta g æ t i veri ið satt, því að hún vissi fyrir víst, að móðir hennar (sem hafði verið amerísk, en faðir hennar Englendingur) hefði sagt henni það, ef hún hefði átt annað barn eða jafnvel látið fóstur. En hér um bil að viku liðinni hringdi hún til mín 1 síma og hafði þá jafnað sig. Þessi saga hafði fengið svo á hana, að hún hafði leitað til eina ættingjans, sem hún átti eftir á lífi. Það var amerísk ömmusystir hennar, mjög gömul, og fékk hún þá að vita, að móðir hennar, sem var dáin fyrir nokkru, hafði verið tvígift, í fyrra sinn mjög ung, amerískum æfin- týramanni, sem endaði æfi sína í fangelsi, eftir að hafa farið mjög harkalega með hana. Af blygðun og sorg yfir þessu ásetti hin unga ekkja sér, þegar hún giftist í annað sinn Englendingi, að grafa í gleymsku allar endurminningar um fyrra hjónaband sitt og var hún í því dyggilega studd af ættingjum sínum og' eiginmanni, og þegar hún við seinna hjóna- bandið fluttist alfarin frá Ameríku, varð sá ásetningur hennar, að gleyma hinu umliðna, tiltölulega auðveldur. En það, sem mestu skiptir í þessu máli, er það, að hún hafði alið fyrra manni sínum son, sem lifði að eins fáa mánuði. Hvar er nú fjarskynjunina og huglesturinn að finna í þessu máli? Leila S. hafði ekki hugmynd um fyrra hjónaband móður sinnar, — en það er þó ekki unnt að lesa annað í huga nokkurs manns, en það, sem einhvern 12*

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.