Morgunn - 01.12.1942, Qupperneq 54
180
MORGUNN
tíma hefir verið þar. Þetta hafði áreiðanlega aldrei
verið í huga Leilu, svo að fyrst fjarskynjun getur ekki
verið til að dreifa, hvaðan kom þá miðlinum þessi vitn-
eskja?
Ógæfa sögð fyrir. Þá var það aptur, að fyrir fáum
árum þekkti ég mann, sem var glæsilegur og gæfusam-
ur, stóð á hátindi lánsamrar lífsstöðu. Það sást ekki í
sjóndeildarhring hans nokkurt ský eða skuggi. En á
miðilsfundi, sem haldinn var á heimili mín sjálfrar, tal-
aði látin móðir þessa manns gegnum miðilinn og sagði,
að hún sæi ógæfu vofa yfir syni sínum, ógæfu, bæði fyrir
einkalíf hans og lífsstöðu, ef hann ekki gerbreytti hátt-
um sínum — og sérstaklega forðaðist tiltekna vini. Hún
lýsti því, sem fyrir mundi koma og tók fram sérstök
atriði, sem ég ritaði hjá mér nákvæmlega, því að hvorki
við né miðillinn skildum neitt í þeim. En ég geymdi
frásögnina af þessum fundi — og fáum mánuðum seinna
kom hrunið, fyrir einkalíf og lífsstöðu þessa manns, ná-
kvæmlega í öllum greinum eins og móðir hans hafði sagt
fyrir! Og ein aðalorsökin til ógæfunnar voru þessir vin-
ir, sem hún hafði talað um.
Fjarskynjunin bregzt. Hér getur fjarskynjun heldur
ekki komiði til greina. Þó að ég og einn annar fundar-
maður þekktum þennan mann, þá var einkalíf hans okk-
ur með öllu ókunnugt og margt af því, sem andi móður
hans sagði, var svo fráleitt, að við gátum ekki tekið
mark á því, en það kom allt nákvæmlega fram eins og
hún hafði sagt.
Þá var það á öðrum fundi, sem haldinn var heima hjá
mér, að þar kom í gegn vera, sem okkur var öllum al-
gerlega óþekkt og bað okkur að koma skeyti til konu
sinnar, gamallar hefðarkonu, sem átti heima í borg,
sem ekkert okkar hafði komið í. Honum var mikið niðri
fyrir, því áð þegar hann dó (sem var fyrir einu eða
tveimur árum), hafði það verið talið sjálfsmorð. And-
lát hans hafði borið að með undarlegum hætti (sem