Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 56

Morgunn - 01.12.1942, Side 56
182 MORGUNN eiginlegt, að fjarskynjun getur ekki verið skýringin á neinni þeirra. i Að sjálfsögðu væri það heimskulegt, að gera ráð fyr- ir, að hver maður geti, einkum í fyrstu, fengíð svo Ijósar og skýrar sannanir, eins og það er einfeldni að ætla, að hver sá, sem kallaður er frábær miðill, sé það í raun og veru eða neitt því líkt. Hver sá, sem tekur að kynna sér þessi vísindi, má vera við búinn ýmsum vonbrigðum, mörgu, sem veldur óvissu og ósigrum, miðlum, sem skjátlast og skeikar, árangurslausum fundum og verða að verja löngum tím- um saman til þolinmóðlegra rannsókna og eftirgrennsl- ana, oft með engum árangri, eða svo óljósum, að hann er allsendis ósannfærandi. Þess má þó vona, þar sem þetta mál er fyrir oss flestum enn á rannsóknarstigi, að það verði á ný leitt í Ijós út úr myrkri hinna dimmu alda, sem hafa fengið að ráðsmennskast með það. Það voru í sannleika dimm- ar aldir, er hið hræðilega æði galdraofsóknanna svifti heiminn svo mörgum mönnum með sálrænar gáfur. Elzta ástundunarefni heimsins. Spiritisminn er ekki nýr. Hann er elzta námsefni heimins; hann er það náms-i efni, sem leitast við að sanna þann sannleika, sem er grundvallaratriði allra trúarbragða. Hann hefir að eins verið bældur niður um stund fyrir fáfræði, hræðslu og heimsku mannanna. Nú hefir hann verið endurvakinn og á ný leiddur í ljós, því að þótt kirkjunum hafi ekki tekizt hlutverk sitt, þá þarfnast maðurinn guðs og þekkingar á guði meira en nokkru sinni, og hver sem getur eitthvað hjálp- að til að leiða þetta í Ijós, hann mun hjálpa þessari ringluðu veröld meira, en vér gerum oss í hugarlund. Það er að eins eitt atriði, sem mig langar til að leggja aftur og aftur áherzlu á — sem aldrei verður lögð of mikil áherzla á —, að ef þú finnur hjá þér brýna hvöt til að rannsaka spiritisma, gera þér hann að ástund-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.