Morgunn - 01.12.1942, Síða 57
MO RG UNN
183
unarefni, þá láttu það vera ásetning þinn að fræðast í
því skyni að hjálpa heiminum, hjálpa náunga þínum
og andlegri framför og þróun þín sjálfs. Að fást við það
í því skyni, að hljóta af því stundlegan ávinning eða
völd fyrir þig sjálfan, eða einungis til að seðja fánýta
forvitni eða í hefndarskyni eða þeirri von að fá eitt-
hvað líkt „reyfarasögu", hvort sem það er eitthvað fá-
nýtt og fyrirlitlegt eða beinlínis illt, það mun leiða þig
inn á mjög myrkar brautir.
En sönn og einlæg þrá eftir þekkingu — þekkingu á
manninum og ákvörðun hans, á guði og sannleikanum,
getur ekki farið hjá, að beini fótum þínum til að stíga
að minnsta kosti byrjunarsporin til þess, sem mestur
hluti mannkynsins er að leita.
Kr. D. þýddi.
Victor Hugo,
franski rithöfundurinn frægi (d. 1885), er kunnur í
öllum löndum heims fyrir bækur sínar, og munu flestir
Islendingar, sem bækur lesa, þekkja hann, og ekki sízt
vegna þess, að eitt af frægustu ritum hans, „Vesaling-
arnir“. hefir verið þýtt á íslenzku. Um þennan mann
farast rithöfundinum J. M. Peebles þannig orð í bók
hans „Hvað er spiritismi og hverjir eru þessir spiritist-
ar“? :
„Maður með svo glæsilegan rithöfundarferil, svo frá-
bærar gáfur og svo siðferðilega þroskaður sem Victor
Hugo, gat naumast komizt hjá því, að vera spiritisti.
Á seinni ferð minni kring um jörðina kynntist ég hon-
um í París á miðilsfundi, þar sem saman var komið rit-
höfundar og menntafólk, en miðillinn var frú Hollis-